Spjaldtölvu kaup

Svara

Höfundur
kobbi88
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Sun 11. Jan 2009 03:41
Staða: Ótengdur

Spjaldtölvu kaup

Póstur af kobbi88 »

Svona er mál með vexti er að spá uppá síðastkastið að fara kaupa mér iPad eða eitthverja spjald tölvu í usa í sumar hvað mælir fólk með og ef ég fengi mér nýja ipadinn þá þarf maður ekkert að jailbreaka hann er það notkuð nema að þú fáir þér 4g úrgáfuna, en þá leiðir mig í aðra spuringinu hvort er betra þá að kaupa sér 4g útgáfuna til geta farið netið annars staðar en við net heima við eða bara kaupa sér svona 3g sendi lítin sem nova var td að auglýsa fyrir stuttu, en ef ekki neitt af þessu hvaða spjaldtalva er þá málið?

coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af coldcut »

Nenni ekki að starta einhverju tablet-wars hérna en ég hvet þig til að skoða líka Nexus tölvurnar frá Google (Nexus 7 og Nexus 10). Á sjálfur Nexus 7 og er mjög sáttur og ég mun væntanlega kaupa mér Nexus 10 líka fyrir sumarið.

Svo er líka Surface...

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af capteinninn »

coldcut skrifaði:Nenni ekki að starta einhverju tablet-wars hérna en ég hvet þig til að skoða líka Nexus tölvurnar frá Google (Nexus 7 og Nexus 10). Á sjálfur Nexus 7 og er mjög sáttur og ég mun væntanlega kaupa mér Nexus 10 líka fyrir sumarið.

Svo er líka Surface...
Sami pakki hér hjá mér, eini neikvæði hluturinn við Nexusinn er að það er ekki 3G á henni. Ótrúlega þægileg græja sem gerir allt vel

Takk fyrir að benda mér á Nexus 10, núna langar mig að selja Nexusinn minn og kaupa 10 núna

Edit*
Var að horfa á video review um Nexus 10 og finnst hún heldur stór, er ekki jafn spenntur núna en held að hún sé góð samt

Höfundur
kobbi88
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Sun 11. Jan 2009 03:41
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af kobbi88 »

þannig að iPad er ekki málið?
Skjámynd

SIKk
Geek
Póstar: 870
Skráði sig: Mið 25. Mar 2009 20:55
Staðsetning: Hafnarfjarðarsveit
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af SIKk »

kobbi88 skrifaði:þannig að iPad er ekki málið?
nei
/thread
Just a Pc master race member that converted to a simple life as a console peasant

Höfundur
kobbi88
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Sun 11. Jan 2009 03:41
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af kobbi88 »

þannig að þið munduð frekar mæla með NExus 10, btw það sem ég myndi nota hann í væri taka myndir, horfa a video nota netið og svo spila leiki kanski eh fara i excel

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af capteinninn »

kobbi88 skrifaði:þannig að þið munduð frekar mæla með NExus 10, btw það sem ég myndi nota hann í væri taka myndir, horfa a video nota netið og svo spila leiki kanski eh fara i excel
iPad hafa hingað til verið mun meira stable en ég sé voða lítinn mun á iPad 2 sem gamla settið á og Nexus 7 inum mínum fyrir utan stærð spjaldtölvunnar.

Mér finnst Android bjóða upp á miklu meiri möguleika heldur en iOS, finnst ég geta gert meira með Android tabletinu mínu en iPadinn hjá gamla settinu.

Nexus 10 er ódýrari en iPadinn og að mínu mati betri kostur, þú þarft eiginlega að gera þetta upp við þig sjálfan. Hefurðu prófað iPad og Android áður, myndi reyna að koma höndunum yfir slíka jafnvel bara í búð til að prófa þig áfram.

Höfundur
kobbi88
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Sun 11. Jan 2009 03:41
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af kobbi88 »

hannesstef skrifaði:
kobbi88 skrifaði:þannig að þið munduð frekar mæla með NExus 10, btw það sem ég myndi nota hann í væri taka myndir, horfa a video nota netið og svo spila leiki kanski eh fara i excel
iPad hafa hingað til verið mun meira stable en ég sé voða lítinn mun á iPad 2 sem gamla settið á og Nexus 7 inum mínum fyrir utan stærð spjaldtölvunnar.

Mér finnst Android bjóða upp á miklu meiri möguleika heldur en iOS, finnst ég geta gert meira með Android tabletinu mínu en iPadinn hjá gamla settinu.

Nexus 10 er ódýrari en iPadinn og að mínu mati betri kostur, þú þarft eiginlega að gera þetta upp við þig sjálfan. Hefurðu prófað iPad og Android áður, myndi reyna að koma höndunum yfir slíka jafnvel bara í búð til að prófa þig áfram.
hef nátla smá reynslu á Android er með motorola RAZR sem keyrir á ICS svo ég hef smá reynslu

danheling92
Bannaður
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 07. Des 2012 16:21
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af danheling92 »

Ég mundi ekki mæla með því að fá mér svona.. Hvenar notar maður þetta virkilega? Ég mundi fá mér kindle og ekkert meira.

Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af Tesy »

Verð því miður að segja að ég myndi frekar kaupa mér iPad heldur en Nexus 10 þó að Nexus 10 sé $100 ódýrari. Ástæðan er að það er miklu fleiri apps sem er hannað fyrir iPad heldur en Nexus 10, flest apps hjá Nexus 10 er bara stærri gerðin af síma-app. Nexus 10 lítur kannski betra út á blaði en iPad hefur betri user-experience að mínu mati.

Varðandi 3G/4G version. Ef þú átt snjallsíma sem er með hotspot feature þá þarftu í raun ekkert að eyða auka pening í 3G/4G týpu.
ASUS X570-F | Ryzen 9 3900XT með Noctua NH-D15 | ASUS 1080ti | 32GB 3200MHz RAM | 2TB Samsung 970 EVO Plus NVMe

coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af coldcut »

kobbi88 skrifaði:hef nátla smá reynslu á Android er með motorola RAZR sem keyrir á ICS svo ég hef smá reynslu
það er nánast hægt að segja að þú hafir litla sem enga reynslur af Android ef þú hefur ekki prófað JellyBean! Þvílík breyting á gæðum!

@danhelling92
Ég er nánast hættur að nota fartölvuna mína eftir að ég fékk mér spjaldtölvu. Nota fartölvuna bara til að forrita fyrir skólann. Ég mundi segja að ég noti fartölvuna svona 3-4 tíma á viku en spjaldtölvuna svona að meðaltali 3-4 tíma á dag.

@tesy
Hefurðu prófað Nexus 7 eða Nexus 10?

@hannesstef
Ég er svolítið að horfa til Ubuntu Touch. Ef það verður almennilegt þá getur maður farið að keyra alvöru stýrikerfi á tablet og þá um leið get ég hætt að nota laptops og verið bara með lyklaborð, og skjá þegar ég kem heim, sem ég nota með henni.

Ég hef sjaldan verið jafn spenntur fyrir komandi 2-3 árum í tækniheiminum og núna. Það verður geðveikt þegar ég get farið að eiga bara síma og/eða spjaldtölvu sem ég tengi svo bara við skjá og bluetooth lyklaborð þegar ég þarf að vinna og fæ þá alvöru vinnu umhverfi.
Þegar svoleiðis stýrikerfi verður ready og símar/spjaldtölvur verða kominn í ALVÖRU örgjörva og 4-8GB í ram þá hendi ég lappanum á haugana.

Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af Tesy »

@coldcut
Ég hef prófað Nexus 7 oft en ég fíla iPad samt meira þó að það sé iPad mini. Þetta er bara mín skoðun og það þarf engin að fylgja því, ég var bara að segja hvað mér finnst.
ASUS X570-F | Ryzen 9 3900XT með Noctua NH-D15 | ASUS 1080ti | 32GB 3200MHz RAM | 2TB Samsung 970 EVO Plus NVMe
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af KermitTheFrog »

Nexus 10 er 10" vél, iPad er 9.7".

Nexusinn er 16:9 held ég á meðan iPadinn er 4:3.

Svo ekki er mikill munur á þeim í stærð.
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af skipio »

Ég hef verið með iPad 3 en fékk mér síðar Nexus 7. Það kom mér eiginlega á óvart að mér finnst Nexus-inn miklu þægilegri í notkun. Þar munar eiginlega mest um stærðina þar sem hægt er að halda á Nexus 7 með annarri hendinni sem er mun þægilegra í sófanum o.þ.h. iPad-inn er fullstór í það.
Þannig að svona útfrá stærðinni þá myndi ég frekar taka Nexus 7 en stóra iPad (plús að hann kostar slatta minna, sérstaklega í Ameríku). iPad mini er líka valkostur en mér finnst 1024x768 bara vera full lítil upplausn. Vonandi lagar Apple það samt í næstu útgáfu. iPad-arnir hafa það svo reyndar framyfir Nexus að skjáirnir eru í 4:3 hlutföllum á móti 16:10 með Nexus.

Ef þú ert samt að spila leiki þá er iPad líklega betri kostur - t.d. sakna ég Civ og Telltale leikjanna á Android.
Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.

coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af coldcut »

Tesy skrifaði:@coldcut
Ég hef prófað Nexus 7 oft en ég fíla iPad samt meira þó að það sé iPad mini. Þetta er bara mín skoðun og það þarf engin að fylgja því, ég var bara að segja hvað mér finnst.
Já en þú hefur ekki prófað forrit á Nexus 10 semsagt. Þú sagðir nefnilega að flest þeira væru bara stærri gerð af símaforritum og af minni reynslu þá er það bull!
En já user-experience er algjörlega persónubundið þess vegna er mikilvægt að menn reyni að verða sér úti um smá prufutíma á báðum kerfum.

Höfundur
kobbi88
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Sun 11. Jan 2009 03:41
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af kobbi88 »

Notast nexus 10 við Android JB ?

steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af steinarorri »

Nexus tækin notast við nýjasta android stýrikerfið = 4.2 JellyBean
Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af gardar »

hannesstef skrifaði: iPad hafa hingað til verið mun meira stable

Care to explain?
Skjámynd

olafurfo
Ofur-Nörd
Póstar: 246
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 16:24
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af olafurfo »

gardar skrifaði:
hannesstef skrifaði: iPad hafa hingað til verið mun meira stable

Care to explain?
X2

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
Skjámynd

Output
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Lau 16. Apr 2011 15:46
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af Output »

Er sjálfur að nota ipad á hverjum degi og mæli ekkert sérstaklega með honum.

En ég verð að segja að Ipadar endast venjulega mjög vel.

Televisionary
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af Televisionary »

Nexus 7 hjá mér hefur "random reboot" eiginleika, er skárri undir 4.2.2, ég hef aldrei upplifað þetta á iOS tækjum hjá mér. Thinkpad Tablet var mjög slæmur líka. Bæði tækin virðast hafa "Force Close or Wait" sem "feature". Merkilegt að þessi hlutur sé ekki lagaður, Google virðast bara punda inn nýjum hlutum í stað þess að laga það sem er í ólagi. En það má víst ekki segja ljótt um Google þessa dagana það má víst bara níða Apple.


olafurfo skrifaði:
gardar skrifaði:
hannesstef skrifaði: iPad hafa hingað til verið mun meira stable

Care to explain?
X2

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2

coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af coldcut »

Televisionary skrifaði:Nexus 7 hjá mér hefur "random reboot" eiginleika, er skárri undir 4.2.2, ég hef aldrei upplifað þetta á iOS tækjum hjá mér. Thinkpad Tablet var mjög slæmur líka. Bæði tækin virðast hafa "Force Close or Wait" sem "feature". Merkilegt að þessi hlutur sé ekki lagaður, Google virðast bara punda inn nýjum hlutum í stað þess að laga það sem er í ólagi. En það má víst ekki segja ljótt um Google þessa dagana það má víst bara níða Apple.
Er þetta ekki bara vélbúnaðarbilun/galli? Ég hef aldrei heyrt um svona áður og þeir sem ég þekki sem eiga nexus 7, og þeir eru vel á annan tug, hafa ekki lent í þessu. Svolítið erfiðara að OTA fixa vélbúnaðarvandamál. (Ég geng útfrá því að þetta sé vélbúnaðarvandamál því ef þetta væri hugbúnaðarvandamál þá ættu miklu fleiri að lenda í þessu.)

EDIT: On second thought þá gæti þetta verið einhver forrit sem gætu verið að gera e-ð sem þau eiga ekki að gera. Ertu með rootaðan Nexus 7 eða t.d. HD Widgets installað?
Skjámynd

olafurfo
Ofur-Nörd
Póstar: 246
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 16:24
Staða: Ótengdur

Re: Spjaldtölvu kaup

Póstur af olafurfo »

Televisionary skrifaði:Nexus 7 hjá mér hefur "random reboot" eiginleika, er skárri undir 4.2.2, ég hef aldrei upplifað þetta á iOS tækjum hjá mér...
Er reyndar ósammála þér með að níðast bara á apple þar sem næstum allir sem kaupa apple og lofa góðu nefna aldrei viðgerðir sem tækin þeirra fara í en af einhverri ástæðu eru þeir sem eiga android tengda hluti betri í að væla undan bilunum og viðgerðum sem mér þykir gott að lesa :l

Apple er svo mikið "hidden" en það er mitt mat og ég myndi eindregið mæla með nexus7 :)

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
Svara