Er að fara að kaupa fartölvu til að nota í skólanum ( bara ritvinnsla osfrv )
Ég er ekkert sérlega vel að mér í þessum fartölvu bissness og langar bara að vita hvaða merki hafa lægstu bilanatíðnina ?
Ef þú vilt fjandans enga bilanatíðni, skaltu velja þér IBM ThinkPad. Þær eru svolítið dýrari en aðrar fartölvur, en m.v. mína reynslu og annarra sem ég þekki sem hafa átt ThinkPad, að ekki sé minnst á reynslusögur á netinu, að þá gildi svo sannarlega "You get what you pay for".
kiddibeik skrifaði:Ef þú vilt fjandans enga bilanatíðni, skaltu velja þér IBM ThinkPad. Þær eru svolítið dýrari en aðrar fartölvur, en m.v. mína reynslu og annarra sem ég þekki sem hafa átt ThinkPad, að ekki sé minnst á reynslusögur á netinu, að þá gildi svo sannarlega "You get what you pay for".
ég heyrði nú einhverntíman að þær væru algjört drasl.
axyne IBM eru ekki hugsaðar sem leikjatölvur, eins og nafnið gefur til kynna. Þær eru ekki drasl nema þú horfir eingöngu á fartölvur með því markmiði að spila nýjustu skotleikina. Mæli með að þú horfir einhverntíman á Microsoft Insider þá sérðu t.d. vörnina sem IBM hafa þróað á harða diska.
Ekki var Thinkpaddinn áreiðanlegur sem ég reyndi að fixa um daginn.. krassaði bara windowsinu ef maður reyndi að setja upp þráðlaust PCMCIA kort í hana
kemiztry skrifaði:Ekki var Thinkpaddinn áreiðanlegur sem ég reyndi að fixa um daginn.. krassaði bara windowsinu ef maður reyndi að setja upp þráðlaust PCMCIA kort í hana
ég er búinn að vera að reyna að setja xp upp á svona thinkpad druslu síðan fyrir helgi. fæ alltaf eitthvað helvítis BSOD. engar tölvur eru fullkomnar. thinkpad er ekkert betra en hvaða crap sem er. þær bila víst og hafa galla!
gnarr skrifaði:þótt hún sé "designed for win2000" á samt að vera hægt að setja winxp á hana. ég hef sett winxp upp á 10 ára gamla tölvu.. ef hún var þá ekki eldri.
Tölvu sem var framleidd fyrir '95? Mætti ég nú biðja um spekkana á henni.....?