Nitruz skrifaði:Kannski ekki málið að gera nýjan þráð, þannig að ég gróf upp þennan.
Spurninginn er svo: Hvar fást ódýrir rafgeymar í bíl (nýjir) ?
Fer eftir ýmsu.
Ódýrastir er rafgeymasalan í Hafnarfirðinum miðað við gæði. Vandinn er sá þegar þú ert að kaupa rafgeymi, þá má "nýji" rafgeymirinn ekki vera gamall þ.e.a.s ekki búinn að standa ónotaður lengur en max 3 mánuði, þá þarf að hlaða hann aftur upp til að viðhalda gæðum og endingu rafgeymisins. Þegar rafgeymar eru í svona miklu magni þá er þetta ekki gert, heldur pantað para eftir sölu. þ.e.a.s á 2 vikna til mánaðar fresti, til að viðhalda nýjum og endingargóðum lager.
Ef einhver ætlar að selja þér rafgeymir sem er mjög "ódýr" þá er hann í flestum tilfellum búinn að lenda í þeim hremmingum að tæmast, standa lengi, vera orðinn gamall, eða sýra farið af honum. Þá er þetta ekki góður rafgeymir og þú ert bara að fleygja peningunum þínum, getur alveg eins brennt peninganna. Það sem gerist er að rafgeymirinn er alveg góður fyrst þegar þú byrjar að nota hann, en síðan byrjar að falla af sellunum og þá byrjar að leiða á milli þeirra eftir smá tíma, þá hættir hann að halda hleðslu og eiginleikum góðs rafgeymis og þá hættir bíllinn að starta.
Svo sorrý myndi ekki vera að leita að "ódýrasta" rafgeyminum, heldur ódýrari rafgeymir miðað við gæði.
Veit samt að Báhás voru að selja rafgeyma á mjög ódýru verði, seinast þegar ég vissi voru þetta drasl rafgeymar sem voru búnnir að standa lengi og eru í raun orðnir ónýtir.