Frýs alltaf í leikjum

Svara
Skjámynd

Höfundur
Sveinn
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Sun 07. Sep 2003 20:04
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Frýs alltaf í leikjum

Póstur af Sveinn »

Ókei! ekki nýtt en ég er með vandamál og ég ákvað að "pósta" því hérna.
En það er eiginlega ekki létt að útskýra en ég reyni.

Málið er að þegar ég er búinn að vera smá stund í lekjum frjósa þeir alltaf! Dæmi um leiki eru það til dæmis Diablo II, Street Legal Redline, og bara allir leikir sko :evil: . Ég eiginlega veit ekkert hvað ég á að segja meira, en ég er með(ef það skiptir máli) Intel p4 2.8 örgjörva, Ati Radeon 9600XT, Zalman 7000CN Cooper og hérna AI7 móðurborð.

Ef ykkur vantar að vita meira þá bara póstiði því :P

Arnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Arnar »

Getur verið svakalega margt.

En ég hef lent í svona, þá var minnið gallað.

Testaðu að keyra memtest86

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Póstur af Snorrmund »

Arnar ef þetta væri minnið myndi þá ekki Prime95 lika frjósa? veit að hann getur alveg keyrt það "endalaust". Held að þetta sé hitinn á skjákortinu.. Sveinn: Er overdrive disableað? man að þegar það var disableað þá náðiru nokkrum auka mínutum, áður en hún fraus.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Póstur af Daz »

Ef að vandamálið er hiti eða álag er hægt að sannprófa það með því að keyra einhvern benchmarks, t.d. 3dMark2003 eða eitthvað úr SiSoft Sandra, eitthvað sem reynir á tölvuna (eins og leikir gera).
Svara