Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Svara

Höfundur
iceair217
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:49
Staða: Ótengdur

Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af iceair217 »

Sælir

Af þessum fartölvum hver er bestu kaupin fyrir ritgerðarskrif, vinnu á Excel, heimasíðugerð og létta myndvinnslu. Mjög mikill kostur ef hægt er að tengja vélina við sjónvarp og horfa á kvikmyndir. Engir tölvuleikir verða spilaðir. Gott lyklaborð er líka stór kostur


http://www.advania.is/tilbod" onclick="window.open(this.href);return false; Bæði E5430 og E6430

http://www.samsungsetrid.is/vorur/659/" onclick="window.open(this.href);return false;

http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 6,655.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;

http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 1,655.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;


B.kv
Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af valdij »

Thinkpad tölvurnar eru premium tölvur og án efa besta quality sem þú færð í svona ferðatölvum. Kosta auðvitað sitt en held að margir hérna geti vottað um hversu solid þær eru.

Persónulega fýla ég þó Samsunginn mikið og sú vél er líka á góðum prís.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af lukkuláki »

LENOVO!
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af Gislinn »

iceair217 skrifaði:Sælir

Af þessum fartölvum hver er bestu kaupin fyrir ritgerðarskrif, vinnu á Excel, heimasíðugerð og létta myndvinnslu. Mjög mikill kostur ef hægt er að tengja vélina við sjónvarp og horfa á kvikmyndir. Engir tölvuleikir verða spilaðir. Gott lyklaborð er líka stór kostur

B.kv
Ég á nýlega Lenovo T-series fartölvu, ég fíla lyklaborðið á henni mjög vel og er mjög sáttur með mína. Myndi hiklaust mæla með að þú takir Lenovo! :happy
common sense is not so common.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af rapport »

Samsung vélin virðist vera best.

Skjákort + 8Gb flash raidað til að flýta ræsingum oþh. sáþað ekki áhinum vélunum...

Höfundur
iceair217
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:49
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af iceair217 »

Sælir og takk fyrir svörin.

Lenovo tölvurnar hljóma mjög vel ef maður sér ekki verðmiðann.

Er einhver sem er eigandi að Samsung tölvunni sem ég linka á sem getur sagt mér frá reynslu sinni? Mér finnst speccarnir í þeirri vél mjög góðir (reyndar ekki SSD diskur) í samanburði við dýrari Dell vélina.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af rapport »

iceair217 skrifaði:Sælir og takk fyrir svörin.

Lenovo tölvurnar hljóma mjög vel ef maður sér ekki verðmiðann.

Er einhver sem er eigandi að Samsung tölvunni sem ég linka á sem getur sagt mér frá reynslu sinni? Mér finnst speccarnir í þeirri vél mjög góðir (reyndar ekki SSD diskur) í samanburði við dýrari Dell vélina.
Vélin er með 8Gb flash SSD sem á að flýta allri vinnslu og ræsingu.

Veit ekki hvernig það er með hinar vélarnar, sá það ekki tekið fram í fljótu yfirliti, annars eru Lenovo vélar ætíð gótt val.

gislih09
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 03:50
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af gislih09 »

Á mjög svipaða vél og þessi 14" Samsung, mín er að vísu 15,6" og með 8gb RAM og I7 örgjöva og svo er einhverskonar dual-skjákort fídus.

Hef átt svipaða Dell og Lenovo vél líka, hataði Dell vélina af ástríðu, Lenovo vélin var ágæt(mjög durable) en frekar súr þegar kom að leikjum eða einhverskonar myndvinnslu eða einfaldlega bara til að horfa á myndir í tölvunni.

Samsung vélin er hinsvegar yfirburðar besta fartölva sem ég hef átt. Batterýið fer létt með 6 tíma í rólegri vinnslu og í talsverði vinnslu er hún að duga 3-4 tíma. Þetta SSD flash dæmi er SNILLD og svinvirkar. Hún startar sér frá köldu á einhverjum 15 sek og þegar hún er á sleep er hún kominn í fullt fjör eftir 1,5 sek. Hef notað hana í basic tölvuleiki, til að horfa á þætti, mikla office vinnu(m.a. þunga excel líkana gerð) matlab og önnur forrit og hún hefur leikið sér að öllu sem ég kasta á hana. Skemmir heldur ekkert fyrir hvað hún er töff og hversu lítið fer fyrir henni.

Mín er líka með upplýst lyklaborð(sem er hægt að stilla) sem er brilliant, veit ekki hvort það er á þessari týpu. Glare-skjárinn er líka mjög þæginlegur, sérstaklega ef þú ert reglulega að nota tölvuna í mismunandi aðstæðum, ætla ekki að segja að það sé þæginlegt en það er í raun og veru hægt að vera með vélina í sólbaði, í það minnsta dugar hún mjög vel í að blokka út birtu og sólarljós.

Gjörsamlega brilliant vél, hef átt haug af fartölvum og enginn kemst nálægt þessari. Eina sem ég get sett út á hana er að netkortið sem ég er með í vélinni(Broadcom 802.11n) sem mér sýnist líka vera á þessari vél er lélegt. Þ.e.a.s drægnin á wi-fi'inu er ekkert spes, en mér skilst að það sé lítið mál að skipta því út ef það angrar þig mikið.

Unnaro
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Fös 14. Jan 2011 01:15
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af Unnaro »

Ég á líka 15,6" týpuna af Samsung tölvunni og er virkilega sáttur með hana. Þessi týpa sem þú linkar á ætti auðveldlega að höndla þessa hluti sem þú nefnir.

Build qualityið virðist mjög gott, ramminn utan um skjáinn er mjög nettur sem skilar sér í enn fyrirferðaminni tölvu og svo sakar ekki hvað hún er flott með þessu burstaða áli.

Félagi minn á 14" týpuna sem er eins útlits á allan hátt nema náttúrulega ennþá fyrirferðaminni (Dell tölvan er algjör hlunkur) og með einu minna USB tengi.

Kom mér líka á óvart hvað það er þægilegt að vera með upplýst lyklaborð.

Allar þessar tölvur eru með HDMI tengi svo það er lítið mál að tengja þær við sjónvarp.
Samsung Series 7 - Intel i7 3615QM - 8gb 1600hz - 1tb hd - GeForce GT630m

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af biturk »

ég á samsung fartölvu og ég er himinlifandi með hana, næsta fartölva verður líka samsung!
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

inservible
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Mán 13. Sep 2010 11:04
Staðsetning: Jörðin
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af inservible »

Lenovo ekki spurning, er sjálfur með t420 núna og hún er flawless!
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af AntiTrust »

inservible skrifaði:Lenovo ekki spurning, er sjálfur með t420 núna og hún er flawless!
Agreed. Samsung vélin er sleek en toppar ekki T430, nowaynohow.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Unnaro
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Fös 14. Jan 2011 01:15
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af Unnaro »

AntiTrust skrifaði:
inservible skrifaði:Lenovo ekki spurning, er sjálfur með t420 núna og hún er flawless!
Agreed. Samsung vélin er sleek en toppar ekki T430, nowaynohow.
Lenovo vélarnar eru náttúrulega ótrúlega solid en specarnir eru það svipaðir Samsung vélinni og verðmunurinn það gríðarlegur að mér finnst ekki spurning að Samsung vélin er besti kosturinn þarna.
Samsung Series 7 - Intel i7 3615QM - 8gb 1600hz - 1tb hd - GeForce GT630m
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af SolidFeather »

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=44055" onclick="window.open(this.href);return false;

Case closed?
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af AntiTrust »

Unnaro skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
inservible skrifaði:Lenovo ekki spurning, er sjálfur með t420 núna og hún er flawless!
Agreed. Samsung vélin er sleek en toppar ekki T430, nowaynohow.
Lenovo vélarnar eru náttúrulega ótrúlega solid en specarnir eru það svipaðir Samsung vélinni og verðmunurinn það gríðarlegur að mér finnst ekki spurning að Samsung vélin er besti kosturinn þarna.
Sammála því að Samsung vélin sé líklega "best bang for buck" - en svo koma auðvitað aðrir faktorar inní þetta, áreiðanleiki, endingartími, rafhlöðuending (bæði per hleðslu og yfir höfuð) og flr. Ég myndi reyndar seint versla mér vél hjá Nýherja sjálfur, verðið þar er bara absúrd m.v. hvað er hægt að fá vélarnar á pantaðar að utan með öllum gjöldum.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Talmir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Fös 27. Sep 2002 01:04
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af Talmir »

Eftir að hafa notað fartölvur frá ýmsum aðilum (asus, HP o.fl) þá endaði ég nýlega á einni Lenovo T530. Á meðan allar hinar voru við það að brotna af hjörunum eftir ár af notkun (ég ferðast mikið með fartölvuna, er alltaf að opna og loka svo hjarirnar eru veiki punkturinn) sem orsakaði að þær urðu hálf ónýtar þó svo hardwareið væri ennþá alveg up to spec.

Lenovo tölvan hinsvegar er með verulega hátt build quality. Ég býst við að hardwareið verði úrellt löngu áður en tölvan sjálf lætur eitthvað á sjá. Ef Lenovo heldur þessu áfram þá verða þeir deffo fartölvuframleiðandinn sem ég leita í í framtíðini.
Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Staða: Ótengdur

Re: Val á milli Dell, Lenovo og Samsung Fartölvur

Póstur af GrimurD »

Mín Lenovo t410 var að ná 2 ára aldri í mánuðinum og það sést varla á henni. Batteríið í henni er einnig eðal, eftir 2 ár með meðal til mikla notkun þá nær 9 sellu batteríið ennþá 6 tímum í léttri vinnslu, var 6-7 tímar best þegar hún var ný. Fyrir mér segir það nóg hversu áreiðanlegar þessar vélar eru þar sem allar ferðatölvur sem ég hef átt þar til að ég keypti þessa hafa verið með 10 mín batterí eftir sama líftíma og verið að hrynja í sundur. Ef þú ert ekki heavy gamer þá er lenovo tölvan klárlega sú sem þú átt að versla þar sem hún endist tvöfalt til þrefalt lengur en flestar aðrar tölvur. Eini ókosturinn er þessi okurálagning sem Nýherji setur á þær, oft ódýrara ða panta þær að utan með sendingarkostnaði og öllum sköttum heldur en að versla nýja frá nýherja.
Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB
Svara