Sælir.
ég var á mínu venjulega morgunvafri og rakst á þessa síðu http://pcpartpicker.com" onclick="window.open(this.href);return false;
þetta er á margann hátt mjög líkt vaktinni nema þeir eru bara með ódýrasta verðið per hlut í stað hlut per búð.
á þessari síðu er einnig sniðugur hlutur sem væri flottur hér, http://pcpartpicker.com/ca/parts/partlist/" onclick="window.open(this.href);return false; að búa til sína eigin inkaupalista
Helvíti er þetta sniðugt. Endilega einhver sem er sniðugur í forritun að koma svona upp
Kæmi sér vel þegar það er verið að biðja um hjálp við samsetningu á tölvum hérna á vaktinni. Láta þá t.d. koma fram hvort hluturinn sé til á lager eða ekki og það ætti að vera hægt að panta hlutina í gegnum okkur
Þetta eru reyndar bara draumórar en þetta væri algjör snilld.
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
Þetta lítur frábærlega út, það eru nokkrir hlutir þarna sem eru sniðugir, t.d. Price History, þannig að það sé auðvelt að sjá hvernig hlutur hefur þróast í verði.
Ég var einu sinni að spá í að gera svo gott sem nákvæmlega svona. Það er bara svo erfitt að koma svona gæluverkefnum fyrir þegar maður er í fullri vinnu og á fullu að sinna öðrum áhugamálum.
Sá annað á þessari síðu, það var að láta mann vita þegar verðið hefur lækkað í x mikla upphæð, væri skrambi sniðugt.
ps. fá skilaboð þegar var hefur lækkað um x mikla upphæð væri líka snilld
Hvað um þessa hugmynd fyrir fjótlegar uppfærslur á verðum, að notendur gætu sett inn athugasemdir fyrir verðtöflurnar sem er á vaktinni-harðir diskar, minni...
Þannig um leið og einhver rekur sig á að verð stenst ekki, vara er búin o.sv.frv. þá gætu notendur séð/sett inn athugasemd um það við verðin í töflunni.
Svona einhvers konar, 'comment' í fljótandi glugga...erfitt/gerlegt/ekki sniðugt?
Held að það sé erfitt að vera sífellt að fletta verðum upp og afhverju ekki þá að nýta sér hjálp frá samfélagi notenda hérna?
Mér finnst að það ætti að vera löngu búið að skella inn verðvaktar dálk með Músum og lyklaborðum. Jafnvel hljóðkortum og kælingum. Aldrei of margir dálkar í verðvakt.
braudrist skrifaði:Nú, ég sem hélt að að Guðjón sæti sveittur fyrir framan tölvuna hvern einasta dag og kvöld að uppfæra þetta jafnóðum.
Svoleiðis var þetta í mörg ár, eiginlega alveg þangað til fyrir ári síðan
Ég segi nú bara Kudos
eitthver hefði gefist uppá þessu fyrir löngu síðan
GuðjónR skrifaði:
worghal skrifaði:búðirnar uppfæra bara sýnar upplýsingar á sínum síðum svo er bara róbóti sem les þessar upplýsingar og byrtir svo hér.
Hárrétt, svoleiðis er þetta gert í dag.
hve nákvæmt er það, virkar róbótinn á allar síður jafn vel eða sérstök sölukerfi betur en önnur o.s.f.?
"Róbótinn" virkar á allar síður jafn vel, ef það kemur upp eitthvað vandamál þá lætur róbotinn vita og það er lagfært. Eftir að kerfið var tekið upp fyrir meira en ári síðan þá hefur bara held ég eitt issue komið upp þrátt fyrir að sumar verslanir hafi skipt um vefsíður, en það var "user error" hjá Guðjóni