Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
hæhæ
Smá vesen á mér. Er á næturvöktum og hef alltaf tengt fartölvuna mína í gegnum vinnunetið með netsnúru en allt í einu kemst ég ekki inn. Prófaði fartölvu vinnufélaga míns og það virkaði.
Nú kann ég lítið á þetta, en getur verið að það sé búið að loka á aðgang að netinu bara á minni tölvu? ég prófaði að strauja tölvuna en það gerði ekkert gagn. Einhverjar hugmyndir?
Smá vesen á mér. Er á næturvöktum og hef alltaf tengt fartölvuna mína í gegnum vinnunetið með netsnúru en allt í einu kemst ég ekki inn. Prófaði fartölvu vinnufélaga míns og það virkaði.
Nú kann ég lítið á þetta, en getur verið að það sé búið að loka á aðgang að netinu bara á minni tölvu? ég prófaði að strauja tölvuna en það gerði ekkert gagn. Einhverjar hugmyndir?
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Búinn að setja upp driver eftir að þú straujaðir hana.
Virkar tölvan þín m. kapli annarsstaðar?
Virkar tölvan þín m. kapli annarsstaðar?
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Er reyndar ekki búinn að prófa tengja hana með kapli heima en sýnist allir driverar virka. Finnst bara eitthvað svo ólíklegt að landspítalinn sé að loka á tölvuna. En þetta virkaði ekki fyrir né eftir straujun.
getur fikt í ip-adressum og slíku breytt einhverju?
getur fikt í ip-adressum og slíku breytt einhverju?
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
haha, kannski getur rapport svarað þér
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
haha þetta er kannski ekki staðurinn til að vera að fá aðstoð við svona hluti á opnum vef? fannst þetta bara svo saklaust eitthvað
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 285
- Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Já, það getur gert það.stankonia skrifaði: getur fikt í ip-adressum og slíku breytt einhverju?
Hvort þú sleppir því að slá inn ip-tölu eða ekki fer algjörlega eftir því hvernig uppsetningin er á netkerfinu.
Prófaðu fyrst að hafa enga ip-tölu á netkortinu og sjá hvort það virki. Þá ætti vélin að fá sjálfkrafa tölu frá DHCP þjóni á netkerfinu.
Ef það virkar ekki, þá þarftu að komast að því hvaða ip-tölu pool er notað fyrir vélarnar og skrá inn samskonar tölu ásamt default gateway. Ath. að það getur búið til árekstra á netkerfinu og því varhugavert.
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Já ok ætla prófa að taka út ip töluna en þori ekki að gera neitt meir. Veit ekki hvort það skiptir máli en ég fæ 100 Mbps í hraða en fær ekki internet access á IPv4 og 6.
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Setja þetta upp rétt, allt ætti að vera auto í dag, nema þú hafir upplýsingar um annað. Hvernig er þetta stillt hjá vinnufélaganum?
Eins og beggi90 skrifar, vertu viss um að fartölvan virkar annarstaðar, setja upp drivera!
Var sama snúra notuð til að tengja tölvu vinnufélagans? Ef nei, prófa aðra snúru.
Ef það er búið að loka á þig þá geturðu mögulega breytt MAC address og hostname til að komast hjá því. Hinsvegar þar sem þú ert að starfa á spítala finnst mér varhugavert að mæla með því og mæli með því frekar að þú útilokir alla aðra hluti fyrst. Sömuleiðis finnst mér það ólíklegt, nema auðvitað þú hafir verið að gera eitthvað af þér.
Eins og beggi90 skrifar, vertu viss um að fartölvan virkar annarstaðar, setja upp drivera!
Var sama snúra notuð til að tengja tölvu vinnufélagans? Ef nei, prófa aðra snúru.
Ef það er búið að loka á þig þá geturðu mögulega breytt MAC address og hostname til að komast hjá því. Hinsvegar þar sem þú ert að starfa á spítala finnst mér varhugavert að mæla með því og mæli með því frekar að þú útilokir alla aðra hluti fyrst. Sömuleiðis finnst mér það ólíklegt, nema auðvitað þú hafir verið að gera eitthvað af þér.
Corsair Carbide 400Q|Gigabyte Nvidia 1070|AMD R7 2700X|Gigabyte X470 Aorus Gaming 5|EVGA SuperNOVA 750 G3
-
- Besserwisser
- Póstar: 3111
- Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Landspítalinn segirðu, þeir hafa líklegast tekið eftir nýrri umferð um gagnatengil sem ekki hefur farið um umferð áður og lokað á hann.
Það var amk raunin þegar ég vann þarna fyrir nokkrum árum
Kemstu ekki á lsh-gestir þráðlausa netið?
Það var amk raunin þegar ég vann þarna fyrir nokkrum árum
Kemstu ekki á lsh-gestir þráðlausa netið?
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Það er bannað að tengja sínar eigin vélar við net spítalans og nú er búið að banna MAC addressuna þína.stankonia skrifaði:Er reyndar ekki búinn að prófa tengja hana með kapli heima en sýnist allir driverar virka. Finnst bara eitthvað svo ólíklegt að landspítalinn sé að loka á tölvuna. En þetta virkaði ekki fyrir né eftir straujun.
getur fikt í ip-adressum og slíku breytt einhverju?
Notaðu getsanetið, þráðlaust og heitir LSH-Gestir, gæti ekki verið auðveldara, átt að geta fengið notendanafn og lykilorð í 1000 á kvöldin eða 1550
fyrir kl.17
Lestu þér svo til um hvaða reglur gilda í tölvuumhverfinu áður en þér dettur svona vitleysa í hug aftur...
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Geri mér alveg grein fyrir að þetta sé bannað, en þetta er svona dæmi þar sem allir gera þetta og því reynir maður sjálfur að halda því áfram. En ég er þá hættur að fikta í þessu og er farinn að hugsa minn gang.
takk annars fyrir svörin.
takk annars fyrir svörin.
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Til hvers að vera að beintengja vélina þegar það er opið WiFi net í boði?
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
það er ekki wifi í boði allstaðar á lsh. en það má loka þessum þráð mín vegna.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Ef þú færð ekki aðgang að tölvu í vinnunni, ættir þú þá ekki að vera gera eitthvað annað?AntiTrust skrifaði:Til hvers að vera að beintengja vélina þegar það er opið WiFi net í boði?
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
það er auðvitað allt fullt af tölvum hér, gallinn er að þetta eru allt sýndarvélar sem gerir það að verkum að þær eru allar ferlega hægar og varla hægt að horfa á video í þeim. ég notaði mína tölvu nær eingöngu til að horfa á NBA á nóttunni meðan það er rólegt.
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Rapport - Ætlaru að segja mér að LSH séu það töff að þið séuð að nota VDI?
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Við erum með um 600 sýndarvélar, 600 fartölvur, 2.200 borðtölvur og 7.000 notendur.AntiTrust skrifaði:Rapport - Ætlaru að segja mér að LSH séu það töff að þið séuð að nota VDI?
Spítalinn er með alveg afskaplega fámenna tölvudeild sem er að afkasta alveg fáránlega miklu m.v. tölvudeildir á öðrum sambærilegum stofnunum erlendis.
Við erum um 70 en sambærileg deild erlendis væri um 250 manns.
Samt erum við að gera margt betur en kollegar okkar á Norðurlöndunum.
@stankonia
Tölvurnar eiga ekki að vera afþreying fyrir starfsfólkið, þetta eru vinnutæki og sýndarvélarnar eru hraðvirkari í ræsingu og vinnslu í kerfum spítalans en almennar borðtölvur. Að fá e-h stream til að virka smooth er EKKI forgangsmál.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3697
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Ég held að hann hafi nú ekkert verið að kvarta yfir því, bara útskýra af hverju hann vildi tengja sína eigin vél.rapport skrifaði: @stankonia
Tölvurnar eiga ekki að vera afþreying fyrir starfsfólkið, þetta eru vinnutæki og sýndarvélarnar eru hraðvirkari í ræsingu og vinnslu í kerfum spítalans en almennar borðtölvur. Að fá e-h stream til að virka smooth er EKKI forgangsmál.
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Engin móðgun meint rapport, en mér finnst þetta nú vera full yfirvaldsleg og hræsnaraleg svör. Ef manneskjan er á næturvakt og það er rólegt, þá finnst mér ekkert að því að hún "drepi tímann" með smá vefrápi, gefið að það sé ekkert sem þurfi að gera.rapport skrifaði:Ef þú færð ekki aðgang að tölvu í vinnunni, ættir þú þá ekki að vera gera eitthvað annað?
Get ekki betur séð en að þú sért helling hér á Vaktinni á vinnutíma.
Annars er ég vissulega sammála þér að það er ekki hægt að gera þá kröfu að vinnan útvegi net til afþreyingar, væri því eðlilegast að hún notaði gestanetið eða útvegaði sér sjálf neti í gegnum 3G.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
átt þú ekki að vera gera eitthvað annað en að hanga á vaktinni? nei segi svona ég er alveg sammála klemma þetta er allt gróft hjá þér.rapport skrifaði:Ef þú færð ekki aðgang að tölvu í vinnunni, ættir þú þá ekki að vera gera eitthvað annað?AntiTrust skrifaði:Til hvers að vera að beintengja vélina þegar það er opið WiFi net í boði?
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vinnan búin að loka á netið hjá mér?
Líklega rétt, þetta var aðeins of gróft en það var sannleikskorn í þessu.MatroX skrifaði:átt þú ekki að vera gera eitthvað annað en að hanga á vaktinni? nei segi svona ég er alveg sammála klemma þetta er allt gróft hjá þér.rapport skrifaði:Ef þú færð ekki aðgang að tölvu í vinnunni, ættir þú þá ekki að vera gera eitthvað annað?AntiTrust skrifaði:Til hvers að vera að beintengja vélina þegar það er opið WiFi net í boði?