tdog skrifaði:Farðu í iðnnám, stúdentspróf gefur þér ekki SHIT í lífinu nema vesen við að finna þér almennilega vinnu,.
Það er eiginlega öfugt farið í dag. Færð ekki shit með iðnnám (engin spes laun). En þú verður að hafa stúdent til að komast í Háskóla. Ef þú ætlar í Háskóla bara með gráðu iðnnámi þá þarftu að taka frumgreinadeild. Sem er yfirleitt 2 ár.
Ísland er bara orðið svo mikið Háskóla samfélag. Færð ekki neitt í dag nema að hafa Háskólagráðu. Í gamla daga gat duglegt og gáfað fólk unnið sig upp í bönkum, skrifstofufyrirtækjum og.fl. án neinnar menntunar en í dag eru svo margir með háskólagráðu að annað fólk á ekki sjens í stöðurnar.
Þegar ég var ungur þá tók ég bara iðnnám í smíði. Sé mikið eftir því í dag. Er í Háskóla núna rúmlega þrítugur að ná mér í meiri menntun til þess að auka innkomuna.
Taktu náttúrufræðibraut í Fs og kláraðu stúdent. Farðu svo í Háskóla í tölvunarfræði.