serial ata 160 sem 131 gb wd

Svara

Höfundur
gutti
/dev/null
Póstar: 1396
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Staðsetning: REYKJAVIK
Staða: Ótengdur

serial ata 160 sem 131 gb wd

Póstur af gutti »

'Eg er smá forvitni um serial ata var með ide harða disk sem dó í gær og fékk nýja diskinn borgðai upp í serial um 3000 var í ábyrgð

Þegar ég er að fara formatann harða disk þá segir að sé 131 gb en ekki :cry: 160 GB er búin að ná í bios en ekkert skeður er þá að tapa 30 gb :?:
Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Póstur af fallen »

Hmm, stilltu hann sem basic (hægriklikk á my computer -> manage -> disk management) því hann er væntanlega á dynamic.
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

diskurinn á að vera ca. 151GB
Þú getur prufað þetta hérna, þótt að ég viti ekki hvort að þetta gildi um SATA. endilega segðu okkur síðan hvort að þetta virkaði.

(tekið úr einum FAQ úr safninu sem verður opnað bráðlega)
ég skrifaði:Útskýring
Já, ATA100/133 hefur ekkert að segja um það hvort diskar megi vera stærri en 137GB (128Gb binary) eða ekki.

Því var að vísu haldið fram á þeim tíma sem 120GB+ IDE diskar voru ekki til, en það reyndist rangt. Það sem þetta veltur á er 48-Bit LBA stuðningur, sem þarf að vera til staðar í bæði BIOS & Windows, það eru til fix fyrir Win2K, WinXP o.s.frv til að bæta við 48-Bit LBA stuðningi.

Ef þetta væri satt þá þætti mér frekar skrítið hvers vegna Western Digital og fleiri eru að smíða 250GB+ diska sem keyra á ATA-100!

Kiddi

Lausn:

Windows XP:
Það ætti að nægja að sækja og setja upp Service Pack 1 fyrir WinXP.
Hægt er að sækja hann innalands af static. hugi.is: Service Pack 1 fyrir Windows XP

Allar mínar upplýsingar og meira til er á vef Microsoft: How to enable 48-bit LBA support for ATAPI disk drives in Windows XP

Windows 2000:
Nokkur atriði þurfa að vera til staðar fyrir 48-Bit LBA stuðning, gæti verið að það þurfi aðeins að gera eitt af þessum skrefum, en e.t.v. öll. Ef að þú ert ekki viss er best að framkvæma þau í eftirfarandi röð:
1. Byrjaðu á því að sækja nýjasta Service Pack. Það nægir að sækja SP3 en það skemmir sjaldnast að hafa það nýjasta.
Hægt er að sækja Service Pack'ana innlands af static.hugi.is hérna:
Service Pack 4 fyrir Windows 2000 (nýjasti)
Service Pack 3 fyrir Windows 2000
2. Setjið upp 48-Bit LBA stuðning í registry. Hægt er að gera það með því að sækja þessa skrá og opna hana(tvíklikka og ýta 2svar á OK) eða gera eftirfarandi:
a) Farið í Start->Run, skrifið "regedit"(án gæsalappa) og ýtið á Enter.
b) Finnið og farið í HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Services\atapi\Parameters vinstra meginn.
c) Farið í Edit og Add value. Setjið inn eftirfarandi gildi:
Value name: EnableBigLba
Data type: REG_DWORD
Value data: 0x1
d) Lokið glugganum og endurræsið tölvuna
3. Sækjið og setjið upp nýjustu útgáfu af BIOS fyrir móðurborðið ykkar.
Þetta skref er því miður of flókið til að ég fari að lýsa því í þessum FAQ, en vel gæti hugsast að ég eða einhver muni síðar gera BIOS update guide.
Ef að þið hafið framkvæmt ofangreind skref og enn virkar diskurinn ykkar ekki einsog hann á að gera getið þið gert póst á spjallinu og lýst því sem að þið eruð búinn að gera og vandamálinu ítarlega.

Allar mínar upplýsingar og meira til er á vef Microsoft: 48-Bit LBA Support for ATAPI Disk Drives in Windows 2000


Kv. Gummi//MezzUp

Ath. Allt efni er eign höfundar greinar og öll afritun eða birting í hluta eða held á efni þessu, texta eða myndum, án sérstaks leyfis höfundar er með öllu óheimil. Höfundur tekur enga ábyrgð á efni greinarinnar.
Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1306
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af viddi »

160GB diskarnir eiga að vera 149.05GB

A Magnificent Beast of PC Master Race
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

mjög skrítið.. ég hef aldrei séð disk sem á ða vera 160gb koma út sem 131.. það er alltaf 127 ef það er lba dæmið :roll: :shock:
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

gnarr skrifaði:mjög skrítið.. ég hef aldrei séð disk sem á ða vera 160gb koma út sem 131.. það er alltaf 127 ef það er lba dæmið :roll: :shock:

jamms, fannst það líka ólíklegt. Held að þetta vandamál sé ekki í ATA133, þannig að það er ólíklegt að vandamálið sé líka í SATA, en sakar ekki að reyna.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

jú, LBA48 vandamálið er líka í ATA133.
"Give what you can, take what you need."

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Póstur af Snorrmund »

Þetta gerðist líka hjá mér.. Ég "lét" start laga þetta .. Veit ekkert hvað þeir gerðu en ég veit bara að ég fékk nýjann disk..

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

ég var einu sinni með samsung disk sem átti að vera 160 gb. en hann postaði sem 20 eða 40 gb. eftir mikla rannskónarstarfssemi þá var jumper aftan á disknum til að limita úr 160 í 20 eða 40.

ég var :evil: þegar ég fattaði þetta! og finnst þetta enn mjög heimskulegt!

annars er nokkuð svona jumper sem breytir í 140 gb ? ætti að passa við 131 gb (miðan við 1 kb = 1000)

Höfundur
gutti
/dev/null
Póstar: 1396
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Staðsetning: REYKJAVIK
Staða: Ótengdur

Póstur af gutti »

hi MezzUp þetta er alltaf flókið fyrir mig en þakka ykkur fyrir svörin :lol:
Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Póstur af fallen »

axyne skrifaði:ég var einu sinni með samsung disk sem átti að vera 160 gb. en hann postaði sem 20 eða 40 gb. eftir mikla rannskónarstarfssemi þá var jumper aftan á disknum til að limita úr 160 í 20 eða 40.

ég var :evil: þegar ég fattaði þetta! og finnst þetta enn mjög heimskulegt!

annars er nokkuð svona jumper sem breytir í 140 gb ? ætti að passa við 131 gb (miðan við 1 kb = 1000)


jumperinn cappar diskinn í 32 gb.

sako
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Fim 20. Maí 2004 11:24
Staða: Ótengdur

Póstur af sako »

Sæll.
Ég lenti í sama vandamáli þú þarft að hafa stýrikerfi með service pack 2
og formata hann þannig.
Gömul stýrikerfi sjá ekki stærri diska en 137gb.
Uppfærðu stýrikerfið þitt eða ef þú ætlar að hafa þennan disk undir stýrikerfið þarft þú XP disk með sp2.
Skiptir ekki máli hvort hann sé SATA eða venjulegur.
P.S. það er gamal þráður um þetta efni einhversstaðar.
Svara