Sælir, keypti mér svona græju fyrir jólin og hefur hún verið að virka vel, núna ákvað ég aðeins að taka til hjá mér því að ég var að nota alltof langa snúru fyrir svona stutta vegalnegd. Ég tek græjuna úr sambandi og skipti í minni snúru (sem að fylgdi með) en núna eftir að ég gerði þetta segir fæ ég alltof svona -> <- merki yfir lan kassan. Ef að ég næ tengingu er netið alveg ógeðslega slow og segir forritið ekki hvað þetta eru mörg mbps. Ef að einhver þekkir til þessara græju þá eru öll ljósin skærgræn ekkert flökt á milli rauðs eða appelsínuguls sem að þetta er vanalega. Vonandi er einhver hérna sem að veit hvað er að og hvað er hægt að gera til að laga þetta.
Mbk, Victor.
|Macbook Air 2013|
|NZXT H440W|ASUS P8Z68-V/GEN3|Intel i5 2500k|MSI 560TI Twin Frozr III|16GB Corsair Vengence DDR3 1600mhz|EVGA 750W Modular|
! VERSLA EKKI VIÐ TÖLVUVIRKNI !
Þetta er leyst (for now) ég ákvað að unplögga báðum gaurunum á sama tíma og stinga þeim í á "sama" tíma og komst ég þá inná netið. Og kom þá upp hvað netið var mörg mbps, en svo allt í einu datt þetta út en þetta er búið að vera í gangi í nokkra tíma án þessa að stoppa núna. Takk fyrir hjálpina .
|Macbook Air 2013|
|NZXT H440W|ASUS P8Z68-V/GEN3|Intel i5 2500k|MSI 560TI Twin Frozr III|16GB Corsair Vengence DDR3 1600mhz|EVGA 750W Modular|
! VERSLA EKKI VIÐ TÖLVUVIRKNI !
Þetta gerist reglulega með mína græju að netið verður svona hægt, ég tek allt úr sambandi og bíð aðeins og set svo aftur, stundum skipti ég líka um lan snúru en þetta virðist alltaf virka hjá mér, veit ekkert hver ástæðan fyrir þessu er samt
Aukin straumnotkun á greininni eða tenging raftækja við greinina sem gætu nýtt sér þessa burðarbylgju. Helst dettur mér í hug einhversskonar furðuleg tegund spennubreytis sem gæti á einhvern hátt ruglað ethernetsamskiptin. Prófaðu að nota tengin á álagslausri grein, s.s bara þeir í sambandi og ekkert annað á greininni.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú