Er í miklum vandræðum með glænýja tölvu sem ég var að fá frá Tölvutek. Ég setti hana upp í dag, var með Windows 7 á disk tilbúinn að installa og allt leit frekar vel út, þangað til ég kveikti á henni. Tölvan startast og þá kemur þetta error:
"Reboot and select proper boot device or insert boot media in selected boot device and press a key"
Ég hef reynt nánast allt til þess að laga þetta en ekkert hefur virkað. Ég fór í BIOS og tölvan finnur SDD, HDD, USB og diskadrifið eins og ætti að búast en ég kemst ekki framhjá þessum skjá. Ég hef breytt Boot Priority í BIOS yfir í diskadrifið með Windows 7 disknum, virkaði ekki. Setti Windows 7 á USB og lét það sem Boot Priority, virkaði ekki. Opnaði turninn og reyndi að ýta öllu betur í og blása á það eins og í gamalli Nintendo 64 vél en það virkaði ekki.
Ef eitthver hefur lent í þessu eða veit hvað er í gangi þá væri ég mjög þakklátur að fá að vita eitthvað um þetta. Allar hugmyndir um hvernig væri mögulegt að laga þetta eru vel séðar.
Reboot and select proper boot device or insert boot media in
-
- Nýliði
- Póstar: 11
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2012 13:07
- Staða: Ótengdur
Re: Reboot and select proper boot device or insert boot medi
Bruna með vélina niðrí Tölvutek og skutla henni innum lúguna
Intel I7 3770 K | MSI Z77A-GD65 | 16GB Veng 1600 Mhz | MSI N670GTX OC | Corsair GS800v2 | CM Stormtrooper |
OCZ 240GB Agi3 | 2xPhilips 24" | Razer -->Naga+Imperator-Blackwidow-Charcharias-Sphinx.
OCZ 240GB Agi3 | 2xPhilips 24" | Razer -->Naga+Imperator-Blackwidow-Charcharias-Sphinx.