Kvöldið,
Er að leita mér af vél sem til lengri tíma yrði notuð sem server vél(hýsing.) En short-term yrði hún nýtt sem HTPC(hugsanlega framhald ef það ævintýri gengur vel.)
Geri mér grein fyrir því að diskarnir munu alltaf skila af sér einhverjum hávaða en þar sem ég ætla mér að nota þetta sem HTPC vél í það minnsta til að byrja með er mjög æskilegt og lykilkrafa að vélin sé temmilega hljóðlát.
Er því aðallega að leita af þokkalega hljóðlátri vél sem dugar til í 1080p spilun. Nauðsynlegt að það sé slot fyrir nokkra diska og alls ekki síðra ef nokkrir slíkir eru til staðar í vélinni. Er ekkert sérstaklega að leita mér að einhverju i5/i7 örgjöva og flottu skjákorti en er hinsvegar alveg tilbúinn að skoða slíkt.
Algjör krafa er hinsvegar að hún sé í hljóðlátari kantinum og ráði við 1080p, harðir diskar væri svo stór plús einnig.
Verðið er nokkuð afstætt, tilbúinn að borga hátt í 100þ ef hún uppfyllir öll skilyrði með glæsibrag þó ég sé helst að leita af ódýrari lausn en það. Ef þið eruð með vöru sem þið eruð að reyna selja megiði endilega reyna pranga henni á mig
Þá bara með einkaskilaboðum eða kommentum á þennan þráð.
[ÓE] HTPC/Nas vél
Re: [ÓE] HTPC/Nas vél
Þetta gæti verið málið
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=52769" onclick="window.open(this.href);return false;
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=52769" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: [ÓE] HTPC/Nas vél
Takk fyrir það, var einmitt að senda honum póst