Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Svara

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af Dúlli »

Góðan daginn ég er hér með nokkrar spurningar, ég er með nokkur skjákort sem hafa S-Video tengi og ég er líka með nokkra svona gæja hér (hlekkur á ljósmynd) þannig ég var að velta fyrir mér hvort það sé hægt að nota þetta tengi til að tengja við sjónvarpið og hafa þá þetta svona S-Video tengi yfir í Component tengi (hlekkur á ljósmynd) og úr component í sjónvarp, myndi það ekki ganga upp ?

Hvernig myndi ég þá fara að því að fá hljóð ?

Er því miður ekki með neinar nákvæmar upplýsingar um sjónvarpið þetta er gamalt túbu sjónvar með Scart og Component tengjum veit ekki hvort það sé eithvað meira í boði, ætla að afla þeim upplýsingum sem fyrst.

En hugmyndinn er ef þetta myndi virka þá myndi ég skella upp HTPC heima hjá kærustunni :happy í stað þessi að nota sjónvarpsflakkara alltaf. Er búin að vera að lesa um þetta á netinu en ekkert beint svar mjög margir að hugsa en ekkert meira en það.

Með fyrir fram þakkir dúlli [-o<
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af hagur »

Júbb, þetta er í raun ekki s-video tengi þó það líti þannig út. Þetta er mini din tengi og flest eldri AtI/Nvidia kort styðja HDTV/component út um þetta tengi og þá einmitt með svona component break-out kapli eins og þú ert með. Til að fá hljóð þarftu að nota bara t.d 3.5mm hljóðútgang úr tölvunni og í audio inngang á TV.

Bioeight
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af Bioeight »

Ágætis upplýsingar um allt : http://www.svideo.com/compaq1700.html

Það eru til 3 mismunandi "S-video" tengi, 4-,7- og 9- pinna.

4-pinna "S-video" eru sjónvörpum , 7-pinna á skjákortum, almenna reglan en veit ekki hvort hún er algild.

Túbusjónvörp eru venjulega ekki með RGB component tengi, vertu alveg viss um að þú sért með það.

Hljóðið er svo bara output á hljóðkortinu/móðurborðinu(eða headphone) og í það sem er á sjónvarpinu, þarft að vita hvað það býður upp á, audio l/r, minijack eða eitthvað annað. það yrði þá sérsnúra eða ný snúra með öllu á.

Myndir af tengjum eru frábærar.

Birt með fyrirvara um að ég veit ekki neitt og má ekki mæla með neinu.
Corsair Carbide 400Q|Gigabyte Nvidia 1070|AMD R7 2700X|Gigabyte X470 Aorus Gaming 5|EVGA SuperNOVA 750 G3

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af Dúlli »

Takk fyrir svarið, Hagur þetta var það sem ég var að leitast eftir, Bioeight ég var búin að finna þetta en þetta svaraði mér ekki spurningunum.

En gæti ég gert S-Video (Tölvutengið á skjákort) sem sagt = S-Video yfir í component og svo nota Component/scart Tengi og nota tengja það í scart tengi Til Að Fá Mynd.

Og fyrir hljóð nota Audio Jack tengið á tölvunni sem sagt nota = Jack yfir í Aux snúru og tengja Aux hliðinna í Component tengið í sjónvarpinu ? Til Að Fá Hljóð.

IL2
Tölvutryllir
Póstar: 657
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Staða: Ótengdur

Re: Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af IL2 »

Er ekki S-Video á sjónvarpinu?

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af Dúlli »

IL2 skrifaði:Er ekki S-Video á sjónvarpinu?
Ef þú skoðar þessa ljósmynd.

Mynd
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af hagur »

Sýndu okkur mynd af tengjunum sem eru á sjónvarpinu.

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af Dúlli »

Ég náði að komast að módeli. Hér eru allir tengi möguleikar.

Mynd
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af hagur »

Ok, þarna er ekkert component tengi. Gula er composite video, og svo er stereo hljóð með því (rautt og hvítt).

Það sem þú þarft að gera er að græja break-out kapal úr S-Video/Mini-din tenginu á skjákortinu, sem er með composite video á hinum endanum, svona kapall:
http://www.pccables.com/images/ATI_GeFo ... e_9PIN.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;

Þessi er með component video (blátt, rautt, grænt), composite video (gult) og s-video (ljós-grátt).

Svo þarftu 3.5mm jack í RCA fyrir hljóð, svona:
http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=301968" onclick="window.open(this.href);return false;

Ef þú vilt nota SCART tengið á sjónvarpinu þarftu að fá þér SCART kubb: http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=303335" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo tengirðu break-out kapalinn í skjákortið og gula endann í gula input-ið á scart-kubbinum. Tengir svo 3.5mm jack-inn í out tengið á hljóðkortinu og rauða og hvíta endann í rautt/hvítt á scart-kubbinum, stillir hann svo á input og stingur í samband við SCART tengið á sjónvarpinu.

Ef þú vilt ekki nota SCART, þá geturðu tengt gula úr break-out kaplinum og rautt/hvítt úr hljóðkortinu beint í gult/rautt/hvítt á sjónvarpinu.

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af Dúlli »

Myndi þetta virka eða er ég bara eithvað ekki að skilja þetta ? allur búnaður sem ég tek fram er ég með eithver staðar í snúru tösku, er því miður ekki með budget fyrir neitt af þessu.



Mynd
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af hagur »

Já, þetta virkar, en þá þarftu að nota S-video útgang úr skjákortinu, tengir það svo við S-video innganginn á SCART kubbnum, þarft semsagt svona snúru:
http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=301661" onclick="window.open(this.href);return false; (S-Vhs og S-Video er sama dótið)
(Sleppir alveg að nota rauða/hvíta/gula)

Vandamálið við S-Video í gegnum SCART er að fæst sjónvörp styðja það. Ef sjónvarpið þitt styður það rétt, þá er það fínt. Ef ekki, þá muntu fá svart/hvíta mynd. Það er þó hægt að leysa með svona stykki: http://www.tolvutek.is/vara/s-vhs-litabreytir" onclick="window.open(this.href);return false;
Myndir bara setja það í samband við S-video snúruna úr skjákortinu og svo í SCART kubbinn.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af Daz »

þú getur örugglega ekki notað jack í jack snúru fyrir hljóðið, þar sem þetta er headphone tengi. Þú getur notað jack-í-hvítt-og-rautt aftur á móti. (kostar einhverja hundraðkalla).
Last edited by Daz on Fim 10. Jan 2013 10:39, edited 1 time in total.

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af Dúlli »

náði að fá mynd svona núna þarf ég að rölta og kaupa eitt svona stykki. http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=301968" onclick="window.open(this.href);return false; veit eithver um besta verði á þessu ? er eithver með svona notað :happy á klink [-o<


Mynd
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tengja S-Video Skjákort í Sjónvarp

Póstur af hagur »

Hugsa að þú fáir þetta varla ódýrara en þetta.
Svara