Ok, þarna er ekkert component tengi. Gula er composite video, og svo er stereo hljóð með því (rautt og hvítt).
Það sem þú þarft að gera er að græja break-out kapal úr S-Video/Mini-din tenginu á skjákortinu, sem er með composite video á hinum endanum, svona kapall:
http://www.pccables.com/images/ATI_GeFo ... e_9PIN.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;
Þessi er með component video (blátt, rautt, grænt), composite video (gult) og s-video (ljós-grátt).
Svo þarftu 3.5mm jack í RCA fyrir hljóð, svona:
http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=301968" onclick="window.open(this.href);return false;
Ef þú vilt nota SCART tengið á sjónvarpinu þarftu að fá þér SCART kubb:
http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=303335" onclick="window.open(this.href);return false;
Svo tengirðu break-out kapalinn í skjákortið og gula endann í gula input-ið á scart-kubbinum. Tengir svo 3.5mm jack-inn í out tengið á hljóðkortinu og rauða og hvíta endann í rautt/hvítt á scart-kubbinum, stillir hann svo á input og stingur í samband við SCART tengið á sjónvarpinu.
Ef þú vilt ekki nota SCART, þá geturðu tengt gula úr break-out kaplinum og rautt/hvítt úr hljóðkortinu beint í gult/rautt/hvítt á sjónvarpinu.