Canon EOS 1100D

Svara
Skjámynd

Höfundur
Fallout
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fim 03. Mar 2011 11:42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Canon EOS 1100D

Póstur af Fallout »

Sælir, ég var að fikkta í nýju cannon vélinni minni og þegar ég var að skoða valmöguleikana í henni þá sá ég að það væri hægt að formatta minniskorti í henni, þá birti hún viðvörun um að ef ég formattaði kortið þá myndu allar myndirnar mínar náttúrulega hverfa svo ég vel að hætta við en þegar ég fer til baka þá er kortið tómt ! :face

Fjandinn hugsaði ég og vissi strax að kortið hlyti að hafa formattasts en var nokkuð viss um það ætti að vera hægt að bjarga myndunum mínum með recovery forriti ef ég tæki ekki neinar nýjar myndir á kortið.

Nú er ég búinn að prófa c.a. 10 forrit (þar á meðal eitt frá framleiðendum minniskortsins) en það er eins og myndirnar hafi bara gufað upp.

Hefur einhver hér lent í svipuðu og náð að endurheimta myndirnar sínar ?

Vignirorn13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:26
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Canon EOS 1100D

Póstur af Vignirorn13 »

Hef lent í svipuðu en náði ekki að endurheimta myndirnar til baka.. Það er vesen og vinna að reyna að fá þær til baka.

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Canon EOS 1100D

Póstur af Bjosep »

Ég hef ekki lent í þessu vandamáli né þurft að fást við það áður ...

Ertu að nota kortalesara til að lesa kortið eða stingurðu myndavélinni bara í samband?

Vignirorn13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:26
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Canon EOS 1100D

Póstur af Vignirorn13 »

Bjosep skrifaði:Ég hef ekki lent í þessu vandamáli né þurft að fást við það áður ...

Ertu að nota kortalesara til að lesa kortið eða stingurðu myndavélinni bara í samband?
Hef notað bæði og prufaði helling af forritum og þetta er bölvað vesen. !
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Canon EOS 1100D

Póstur af zedro »

Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

Vignirorn13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:26
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Canon EOS 1100D

Póstur af Vignirorn13 »

prufaði þetta en það virkaði ekki .. en reyndu og segði mér útkomuna :D
Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Staða: Ótengdur

Re: Canon EOS 1100D

Póstur af Oak »

Hef bjargað af minniskorti en ekki útaf þessari ástæðu en ég notaði PowerDataRecovery.
i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64
Skjámynd

Höfundur
Fallout
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fim 03. Mar 2011 11:42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Canon EOS 1100D

Póstur af Fallout »

Ertu að nota kortalesara til að lesa kortið eða stingurðu myndavélinni bara í samband?
Ég tók kortið úr vélinni og setti það í fartölvuna.
Hef lent í svipuðu en náði ekki að endurheimta myndirnar til baka.. Það er vesen og vinna að reyna að fá þær til baka.
Bömmer, mig er farið að gruna að ég muni heldur ekki endurheimta mínar það skrítna er hins vegar að forritin finna elstu myndirnar sem voru teknar þegar verið var að prófa vélina eða til að skýra þetta betur :
  • (1) Vélin prófuð með nokkrum myndum - þeim er eytt handvirkt
    (2) fullt af myndum teknar - færðar yfir í tölvu og hún látin eyða þeim
    (3) fleiri myndir teknar - sumum eytt handvirkt <-- hér formattaðist
Myndirnar úr nr 1 finnast alltaf í öllum skönnum en það er bara eins og hinar hafi gufað upp :catgotmyballs er mögulegt að kortið hafi verið deep formattað ? þegar ég valdi að hætta við formattið þá tók ég ekki eftir að vélin væri að vinna eitthvað t.d. að formatta kortið (ef hún gerði það) myndirnar voru bara farnar :thumbsd
ég var mjög spenntur fyrir þessum kost því ég hef mikið notað hin 3 forritin frá piriform en því miður þá fann deep scan ekki neinar nýjar myndir
Hef bjargað af minniskorti en ekki útaf þessari ástæðu en ég notaði PowerDataRecovery.
kíki á þetta og læt ykkur vita :D
Svara