Oftast bara val milli switcha, ég hef prófað brown og black switches í gaming. Ef ég ætti að dæma þær 2 switch tegundir væru Black switches betri í FPS og brown valið fyrir RTS/MOBA. Þetta er samt örugglega eitthvað sem venst með meiri notkun og hægt að velja um marga aðra switcha.
Hérna er síða sem tekur niður aðal atriðin finnst mér um mechanical lyklaborð og hverju þú ættir að leita að í þeim.
http://www.overclock.net/t/491752/mecha ... oard-guide" onclick="window.open(this.href);return false;
Hérna er svo yfirlit af sömu síðu um flestar gerðir switcha (ekki sama feel frá öllum framleiðendum en sama hugmynd)
http://www.overclock.net/t/491752/mecha ... st_6009482" onclick="window.open(this.href);return false;
Mæli annars bara með því að nota þá sem þér finnst þægilegir og ekki fara eftir netinu í hverjir eru "bestir" fyrir gaming frá einhverjum reviews þar sem hann hefur líklega allt aðrar kröfur um lyklaborðið. Bara taka meðmælin til umhugsunar.
btw, ég myndi ekki setja íslenska stafi sem skilyrði á gaming lyklaborð
þetta lærist fljótt utanað (sérstaklega ef þú ert að forrita) og í þessi einstöku tilvik sem þú ert að leita af tákni ef þú kannt þetta ekki utanað er það bara 5-6 keypresses. Fæstir setja þessa kröfu og því ekki oft umhugað að hafa íslenska stafi á svona borðum (kostar aukalega og/eða þarf oftast stóra pöntun fra framleiðanda til að flytja svoleiðis inn í flestum tilvikum). Macro keys eru líka kannski áheyrslur á eitthvað annað en þessi "reflex" lyklaborð eru notuð í og eru oftast partur af RPG leikjum eins og WoW t.d. þar sem mér finnst mecha lyklaborð ekki vera að skipta sköpun. En bara mitt álit