TP-link router, ljósleiðari frá GR og óþekktar tölvur

Svara

Höfundur
JonH
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 28. Des 2012 12:43
Staða: Ótengdur

TP-link router, ljósleiðari frá GR og óþekktar tölvur

Póstur af JonH »

Sælir.

Ég er með TP-link router (TL-WR2543ND) og ljósleiðara frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Routerinn er tengdur á hefðbundinn hátt, þ.e.a.s. með ethernetkapli úr einu af portum ljósleiðaraboxins yfir í WAN-port routersins. Flestar stillingar á routernum eru eins og þær koma frá framleiðanda (fyrir utan þetta venjulega eins og WiFi) og kveikt er á eldveggnum. WAN MAC address routersins er skráð á ljósleiðaraboxið.
Það furðulega, og það sem ég botna ekki alveg í, er hvers vegna ég sé ókunnar tölvur (þ.e.a.s. tölvur sem eru ekki á LAN-inu en eru á ljósleiðaranetinu einhvers staðar í hverfinu) hjá mér? Ef ég er í makka og fer í Go->Network og fæ yfirlit yfir þær tölvur sem eru á LAN-inu að þá sé ég stundum þessar ókunnu tölvur (þessar tölvur sjást reyndar ekki á Windows tölvum þegar ég fer í My Computer og Networks). Þetta væri skiljanlegt ef ég væri tengdur beint í ljósleiðaraboxið en svo er ekki, ég er á bakvið router. Ég hef prófað að tengja annan nákvæmlega eins router við og það sama gerist. Einnig hef ég prófað að tengja router af annarri tegund og þá gerist þetta ekki.

Einhver sem hefur hugmynd um hver skýringin á þessu gæti verið?
Svara