Ég er að leita að upplýsingum um skjái __ATH EKKI AÐ KAUPA__.
Það sem ég er að leita af er góður skjár sem er með upplausnina 1920x1200 eða meira og er 24" eða meira. En samt ekki yfir 100 þúsund kalli.
Mér finnst mjög erfitt eitthvað að finna þannig skjái og flestir eru 1920x1080 drasl sem ég vill ekki sjá.
Ég er að leita að þessu til að taka við af Samsung SyncMaster 245BW sem ég hef átt í hátt í 5 ár og hann er farinn að sýna ýmsa veikleika... ( dæmi: https://www.youtube.com/watch?v=Zghl0NHYms4" onclick="window.open(this.href);return false; ).
sé ekki alveg tilganginn í að kaupa þenna asus skjá á þessu verði en mæli reyndar með dell skjánum.. en í hvað ætlaru annars að nota skjáinn í, leiki eða myndvinnslu ? fer svolítið eftir því
svanur08 skrifaði:Ákkuru vilja menn minna "wide" skjá 16:9 er meira wide heldur en 16:10?
Það er ekkert minna við 16:10, hann er jafn stór á einn kantinn (16) og stærri á hinn (10 vs 9)
Hann er samt ekki jafn wide aspect ratio, bara með hærri upplausn á hæðina. Ef að 16:9 skjár væri 1200 pixlar á hæð væri hann meira en 1920 pixlar á breidd.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1
Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
En hér erum við að tala um hæðina, ekki breiddina.
Breiddina er gott að hafa fyrir kvikmyndagláp, þar sem að flestar kvikmyndir eftir 1944 voru gerðar í ~16:9 hlutfalli.
En þá er æskilegt að hafa nógu góðan skjá til að sjá smáatriðin, sérstaklega í dag þegar boðið er upp á allt þetta háskerpufínerí.
En hér erum við einmitt eins og ég giskaði áður á, að tala um forritara, og í forritun getur hver tomma í skjáhæð skipt máli upp á línufjölda kóðans sem skjárinn getur sýnt.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
24" er alltaf 24" sem þýðir að ef hlutfall lang hliðar versus aðlægrar skammhliðar breytist, þá er langhliðin alltaf sú sama, það er, horn í horn. 16:10 er ekki jafn breiður og 16:9 sem er þá um leið, lægri sama hvað ef um sömu stærð á skjá er að ræða.
Garri skrifaði:24" er alltaf 24" sem þýðir að ef hlutfall lang hliðar versus aðlægrar skammhliðar breytist, þá er langhliðin alltaf sú sama, það er, horn í horn. 16:10 er ekki jafn breiður og 16:9 sem er þá um leið, lægri sama hvað ef um sömu stærð á skjá er að ræða.
Ákkurat, eins og 50 tommu skjár sem er 21:9 wide (eins og í bíó) er ekkert svakalega stór eins og 50 tommu 16:9 skjár. hann væri sambærilegur og 40 tommu skjár í 16:9 ---> http://www.displaywars.com/50-inch-21x9-vs-40-inch-16x9" onclick="window.open(this.href);return false;
Og í raun væri 22 tommu 16:10 sambærilegur og 24 tommu í 16:9 sirka sést hérna hvað 16:9 er doldið meira wide ---> http://www.displaywars.com/22-inch-16x1 ... -inch-16x9" onclick="window.open(this.href);return false;
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1
Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE