Hjálp með val á allsherjar home media setup

Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af valdij »

Magni81 skrifaði:Þetta hljómar allt mjög spennandi ennn þetta er geimflaugavísindi fyrir hinn almenna notanda(t.d. mig). Er einhvar sem selur út svona þjónustu eða ráðgjöf sem þið vitið af? Setja upp software og hardware. Tengja allt saman og.fl.
+1
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af appel »

*FRUSSS*

Jáhá, þarna fór bjórinn minn fyrir lítið. Ég las upphafsinnleggið upphátt fyrir vinnufélögum mínum, og þeir hlógu, og nota bene það eru helstu sérfræðingar í sjónvarpsmálum á Íslandi.

"The lengths people will go to" til þess að fá afþreyingarefni heim í stofu er ótrúlegt. Mér finnst þessi þráður vera tákngervingur fyrir ruglið sem er í gangi á Íslandi á þessu sviði, og í raun á alþjóðavettvangi. Maður á eftir að kíkja á þennan þráð nánar síðar í rannsóknartilgangi.

Ekki það að upphafsinnleggjarinn sé eitthvað að missa sig, þetta er bara lýsandi fyrir þau vandamál sem "venjulegt" fólk er ætlast til þess að leysa með öll þessi "smart" tæki og hökkuðu "ólöglegu" græjurnar.

Á amma þín og pabbi að nota sömu uppsetningu? Hvað gerist svo þegar eitthvað bilar og þú (sem settir þetta upp fyrir þau) ert í sumarfríi á Spáni? Það er nefnilega ótrúlegt hvað sjónvarpsgláp er nauðsynlegt mannskepnunni.
*-*
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af AntiTrust »

Ég skil ekki innleggið þitt appel.

Afhverju hlógu þeir? Eina sem mér finnst hlægilegt við þetta er að það sé ekki í boði að fá sömu tækni heim í hús löglega og paid for og hægt er að fá frítt með öðrum leiðum, alveg burtséð frá löglegheitum á efni, þetta er hægt að útfæra alveg jafn vel að mestu leyti með notkun á löglega fengnu efni.

Sé því miður heldur ekkert hvað það tengist málinu að þeir séu sérfræðingar í sjónvarpsmálum? Ættu þeir (og aðrir sem koma að þessum sömu málum, hvar sem það er..) þá ekki frekar að taka til sín kröfur neytenda og finna leiðir til þess að útfæra það heldur en að hlægja að því? OP, eins og við margir viljum bara mikið flottara setup en býðst uppsett af fyrirtækjum hérlendis amk í dag. Aftur, sé ekki hvað er hlægilegt við þetta - og það var heldur held ég enginn að bera þetta saman við aðrar þjónustur til að byrja með, sem mér sýnist þú á óljósan hátt vera að verja? :)

Það sem t.d. Plex er að gera í dag var fyrir 2-3 árum ótrúlega flókið í framkvæmd, jafnvel ómögulegt að mörgu leyti. Það er ekki langt þangað til að þetta verður allt saman algörlega idiotproof 'next-next-finish' ferli, sem verður hægt að setja upp á hvaða heimili sem er, burtséð frá markaðs- og aldurshóp.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

SkaveN
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 316
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 00:26
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af SkaveN »

Væri gaman að vita hverjir "sérfræðingar í sjónvarpsmálum á Íslandi" eru? vil endilega ná tali af þeim víst þeir hlægja af okkur aulunum sem erum að basla við að setja upp okkar eigin home media lab ;) gæti fengið góð ráð eflaust!
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af appel »

Ég er ekki að reyna að verja content mál á Íslandi, þau eru hlægileg, en það er ekki íslenskum aðilum að kenna, erlendir efniseigendur eru á allt annari öld staddir.

Það sem mér finnst svona "fáránlegt" er hve mikið effort þarf til þess að fá það sem maður vill í þessum heimi. Hví er þetta ekki bara hægt löglega? T.d. fá myndlykil frá Símanum eða Vodafone of bamm.. maður er með aðgang að öllu þessu contenti og ódýrt. Alveg tæknilega mögulegt, löglegt, og allt, en það virðist alltaf stranda á.... content eigendum sem vilja ríghalda í contentið sitt einsog það sé að renna þeim úr greipum. Vandamálið er að pirate bay er alveg sama um erlenda content eigendur, og pirate bay er líklega stærsta afþreyingarmiðstöð Íslands... sem er sorglegt og aðeins content eigendunum að kenna.

Sorglegast er að þetta verði normið á Íslandi. Ekki það að fólk sé að "stela", það mun alltaf vera, heldur að það bara sé ekkert annað í boði.
*-*
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af AntiTrust »

Þarna erum við að tala saman appel. Fannst fyrra svar gefa meira til kynna yfirlæti eða hroka, eins og við værum bara að vera frekjur, en það hefur mjög greinilega bara verið misskilningur hjá mér.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af appel »

AntiTrust skrifaði:Þarna erum við að tala saman appel. Fannst fyrra svar gefa meira til kynna yfirlæti eða hroka, eins og við værum bara að vera frekjur, en það hefur mjög greinilega bara verið misskilningur hjá mér.
Já. Ekki skilja mig sem svo að ég sé að gagnrýna OP, heldur frekar er ég að gagnrýna það að OP ÞURFI að leggjast út í þetta... og fyrir því eru margvísar ástæður... engar tæknilegar.
*-*

Magni81
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 16:51
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af Magni81 »

Eins og staðan í dag á mörgum heimilum þá er bara mikil þörf á einhverju þægilegu home-made setupi þar sem allt efni er á einum stað og aðgengilegt af öllum tækjum heimilisins. T.d. heimilistölvu og fartölvu, farsíma, græjur og sjónvörp(og græjur sem fylgja þeim).

Höfundur
gislih09
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 03:50
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af gislih09 »

Þetta er náttúrulega galið, ef ég gæti fengið alþjóðlegt úrval af sjónvarpsefni með texta í HD gæðum beint í sjónvarpið með ásættanlegu viðmóti og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af erlendu niðurhali myndi ég að sjálfsögðu nýta mér þá leið og tilbúinn að borga ágætis summu mánaðarlega fyrir "the complete package"

Íslenskar sjónvarpsútsendingar því miður að alltof litlu leyti í háskerpu, úrvalið er brandari og efnið í mörgum tilfellum of gamalt, umfjöllum um fótbolta döpur, sérstaklega þegar mið er tekið af kostnaði og þjónustur á borð við Netflix ekki fáanlegar nema með ólöglegum hjáleiðum og þá er utanlandsniðurhalið til ama.

En meðan ég get bjargað mér með hjálp internetsins og snillinga á spjallborðum eins og þessu með nokkura klukkustunda amstri og haldið kostnaði innan skynsemismarki fyrir sjálfbært setup til framtíðar þá kvarta ég ekki of mikið. :)

Varðandi ömmur og feður þá er þetta setup nú aðallega hugsað fyrir sjálfan mig, vini og kærustuna, læt það nú vera að reyna yfirhöfuð að útskýra þetta fyrir fólki sem lærði vélritun á ritvél, hvað þá þeim sem fæddust fyrir þann tíma!

Höfundur
gislih09
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 03:50
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af gislih09 »

Búinn að versla aðeins,

http://hataekni.is/is/vorur/5000/5020/50PA5500/" onclick="window.open(this.href);return false;
&
http://hataekni.is/is/vorur/6000/6005/YHTS401BL/" onclick="window.open(this.href);return false;
&
http://buy.is/product.php?id_product=9209306" onclick="window.open(this.href);return false;

og skella í "temp" plex server á lappanum, so far er þetta algjör unaður. Next step að redda server tölvu og kynna mér betur þessi forrit sem þið snillingarnir bentuð mér á!
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af Jón Ragnar »

Er ég eini gæjinn sem notar Xbox 360 og TVersity :megasmile

Sjúklega þæginlegt en slow.

Er að velta fyrir mér options með almennilegt setup með Plex/XBMC og Roku

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Skjámynd

starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af starionturbo »

Ég er með deluge (torrent), sabnzbd+, couchopotato, sickbeard, headphones á server sem notar svo Plex til að scanna og miðla content.
XBMC clients tala við mysql db á server til að allir séu með sama content.

Langar mjög mikið í NAS hýsingu, en það verður $$$.

Svo var ég að setja upp XBMC 12.0, þá er næsta skref að kaupa TV Tuner og miðla stöðvum.
Birkir Rafn Guðjónsson
Web Application Developer
HTPC: GA-73PVM-S2H # Intel E8200 @ 3.2Ghz # 2GB 800mhz
Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af gardar »

valdij skrifaði:
Magni81 skrifaði:Þetta hljómar allt mjög spennandi ennn þetta er geimflaugavísindi fyrir hinn almenna notanda(t.d. mig). Er einhvar sem selur út svona þjónustu eða ráðgjöf sem þið vitið af? Setja upp software og hardware. Tengja allt saman og.fl.
+1

http://www.taeknisveitin.is/" onclick="window.open(this.href);return false;

Höfundur
gislih09
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 03:50
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af gislih09 »

Búinn að vera svoldið tæpur á tíma svo ég hef látið forritapælinguna og HTPC/Server vél alveg á hold.

Er hinsvegar að lenda í miklum vandræðum, ég á vísu eftir að prófa tengja roku spilaran og allar græjurnar wired og sjá hvort það breyti einhverju en ég er samt ekki alveg að sjá það fyrir mér að það breyti öllu.

Plex svínliggur og roku spilarinn er mjög flottu í því sem hann gerir vel, þegar kemur hinsvegar að .avi og file'um sem hann ræður ekki við þá fer allt í tjón. Prófaði að horfa á allskyns formött í Galaxy S3 gegnum 3g af wi-fi tengdri fartölvu og hann fór létt með öll formött og allt í blússandi gleði. Þegar kemur hinsvegar að því að spila .avi eða í raun nánast allt annað en .mp4 þá kemur mjög langur loading tími, stundum mynd í 1-2 mín og svo er skellt aftur í nýjan loading tíma og eftir 10 mín kemur einföld melding um að þetta sé unavailable.

Prófa að tengja roku spilaran og lappan beint við router á morgun og sé hvort það breyti einhverju, þetta gæti svo sem hugsanlega verið stillingaratriði en ég vildi bara byrja kanna hvort ég hefði verið að miskilja þetta. á Roku með Plex að geta streamað file formöttum sem spilarinn styður ekki eða gengur það einfaldlega ekki upp? Draumalausnin mín inniheldur server vél sem ég get falið vel og vandlega og látið Roku um alla afspilun.

Ef þetta gengur ekki sýnist mér ég verða henda í HTPC og er svona farinn að hallast að því að það sé jafnvel einfaldasta lausnin.

Væri allavega ágætt að vita hvort þetta sé hægt eða hvort þetta séu tóm vandræði og allt eins gott að gleyma þessum möguleika og fara beint í HTPC?
Skjámynd

Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 233
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af Sidious »

Er APTV3 þá betri eða einfaldari kostur?

http://www.sfgate.com/business/prweb/ar ... 178486.php" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp með val á allsherjar home media setup

Póstur af AntiTrust »

gislih09 skrifaði: Plex svínliggur og roku spilarinn er mjög flottu í því sem hann gerir vel, þegar kemur hinsvegar að .avi og file'um sem hann ræður ekki við þá fer allt í tjón. Prófaði að horfa á allskyns formött í Galaxy S3 gegnum 3g af wi-fi tengdri fartölvu og hann fór létt með öll formött og allt í blússandi gleði. Þegar kemur hinsvegar að því að spila .avi eða í raun nánast allt annað en .mp4 þá kemur mjög langur loading tími, stundum mynd í 1-2 mín og svo er skellt aftur í nýjan loading tíma og eftir 10 mín kemur einföld melding um að þetta sé unavailable.
Ekki bara þú sem virðist vera að lenda í þessu, grunar að þetta sé frekar issue með nýjasta PMSinn frekar en Roku - Roku-ið á að geta spilað öll formöt í gegnum Plex.

Sjá nánar hér: http://forums.plexapp.com/index.php/top ... r-on-roku/" onclick="window.open(this.href);return false;
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Svara