Ég er með það vandamál að ég get ekki hostað leiki í Warcraf 3. Villan er sú að ég þurfi að opna port 6112. Hér er mynd af henni: http://easy.go.is/mutt/Villa_i_wc3.bmp
Svo var ég að lesa mig um þetta, og þá fann ég leiðbeiningar fyrir D-Link router. Ég er með Speed Touch router.. Í leiðbeiningunum stóð: 4. At this screen, there are different routes you can take, depending on your router. Your ultimate goal is to find the section labeled either "Special Applications (AP)" or "Ports" or something along those lines..
Ég veit ekkert hvað er hvað, getur einhver sagt mér sagt mér hvað er þetta sem ég á að finna?
Hei, ég er líka með svipað vandamál... Ég get ekki hostað servera. Ég kann heldur ekki að stilla routerinn til að ég geti það. Er það eina sem maður þarf að gera er að opna port? Þarf ekki að gera neitt annað?
inside ip skrifa venjulegu og fyrir neðan einhverja aðra held að það byrji á 10.0.0.eitthvað og svo skrifaru portið gerir alveg það sama nema í flippanum breytur í hitt man ekki hvað það heitir....
Stillingarnar þínar eiga að vera sona á þessari síðu:
Protocol: TCP
Inside IP: IP talan þín
Inside port: 6112
Outside IP: 0.0.0.0
Outside port: 6112
Til þess að finna IP töluna þína, ferðu í Start-Run, skrifar cmd og ýtir á enter. Skrifar svo ipconfig , ýtir á enter, og þar stendur ip talan þín fyrir aftan "IP address" (gæti breytst við hvert restart......)
setur ip töluna sem er á þinni tölvu fyrir routerinn(ekki internet ip) í default server og þá er það komið mjög auðvelt og fínt nema að það sé einhver önnur þarna svo þú sért ekki að skemma fyrir neinum(átti þennan router)