Internetvandræði (hraðabreyting).

Svara
Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Internetvandræði (hraðabreyting).

Póstur af DJOli »

Sko. þannig er mál með vexti að ég hef undanfarin tvö ár verið með adsl tengingu hjá símanum.
Einhverntíma í fyrra (ef ég man rétt) fékk ég kunningja minn sem vinnur 'hjá símanum' til að prófa tengihraða minn við símstöð, og kom þar upp að línan þolir upp í 2400kB/s.
Það sem ég geri er að hringja niður í símann og spyrja hvort hægt sé að hækka aðeins hraðann á tengingunni minni þar sem ég sé fyllilega meðvitaður um það að línan geti borið meira en hún hafi verið að gera, og þá er hraðanum breytt (og sést það inni á routernum, úr 16.000 í 19.174).

Eftir að hafa séð netið (niðurhal) hægara síðustu daga ákveð ég að kíkja inn á routerinn og sé að þá er búið að breyta niðurhalshraðanum mínum úr 19,174, niður í 12.158
Og það sem ég er að pæla í núna er hvurslags stælar þetta séu eiginlega, ég er skráður með 16mb tengingu, en þrátt fyrir það er hraðinn hjá mér lækkaður niður í 12 :mad .

Spurning hvort maður segi þessu ekki bara upp og hafi samband við Hringdu.

Með fylgja skjáskot.
Mynd
Mynd

Tæknileg aðstoð fær allavega símtal frá mér á morgun.
Last edited by DJOli on Fös 23. Nóv 2012 00:54, edited 1 time in total.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Einhver hjá símanum lækkaði hraðann til mín.

Póstur af AntiTrust »

Alveg óþarfi að hringja þangað froðufellandi, DSLAM búnaðurinn keyrir DSL línur niður um hraða sjálfvirkt ef hann nemur leiðinlega miklar truflanir/noise á línunni. Það er heldur ekki endilega að marka þessar upplýsingar á routernum, stemma þær við niðurhalshraðann hjá þér? Hvað ertu t.d. að fá í prófunum á speedtest.siminn.is ?
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Einhver hjá símanum lækkaði hraðann til mín.

Póstur af Gúrú »

Almáttugur. Heldurðu að Símafyrirtækið þitt noti routerinn til að hamla nethraða viðskiptavina?

Nei. Það er gert mun innar í kerfinu.

Hvað sem þessi router mælir er ekki nákvæmlega það sem þú heldur. Hvort hann er að mæla mesta upp og mesta niðurhraða frá gangsetningu
eða hvað veit ég ekki en það er 100% ekki "hámarkshraði nettengingarinnar stilltan (þarna) af Símafyrirtækinu"
Modus ponens
Skjámynd

Xberg
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Sun 12. Feb 2012 02:16
Staða: Ótengdur

Re: Einhver hjá símanum lækkaði hraðann til mín.

Póstur af Xberg »

Þeir eru gulltryggðir fyrir þessu, Stendu með skýrum stöfum "Hraði allt að 16 Mb/s" og þú ert að fá 12 Mb sem er ekkert slæmt miða við allt að 16 Mb tengingu
Pc 1: CPU: FM1 X4 A6-3650 Quad@2.6.GHz * Cooling: 92.mm 2x4.pipe * Móbo: FM1 GA-A75-D3H * 8GB DDR3 1600MHz 2x4GB * 120GB SSD * 40" FuLL HD
PC 2: CPU: AM3+ X8 FX-8350@4.2.GHz * Cooling: 2x120mm 2x6.pipe * Móbo: AM3 GA-970A-UD3 * 16GB DDR3 1600MHz 2x8GB * 120GB SSD + 4x2.Tb * 5x 120.mm Fans
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Einhver hjá símanum lækkaði hraðann til mín.

Póstur af tdog »

Tjillaxaðu, þetta er sjálfvirkt villuvarnarkerfi. Veistu það að símalínan þin getur ábyggilega borðið meira en 24meg, örugglega 28-30, en það þýðir bara stutt burst af bitum í einu – og svo aftenging. Og þessi bandwidth up down segir ekkert um settann hraða hjá þér, bara hvað módemið mælir til símstöðvar. Þú ert heldur ekki að borga fyrir constant 16 meg, heldur mest 16 meg við bestu mögulegu tæknilegu skilyrði.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Einhver hjá símanum lækkaði hraðann til mín.

Póstur af DJOli »

upplýsingarnar stemma.
ég er að ná 1100kB/s max á µtorrent.

hef verið með næstum því stöðugt 1600kB/s+ í meira en ár.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Einhver hjá símanum lækkaði hraðann til mín.

Póstur af AntiTrust »

DJOli skrifaði:upplýsingarnar stemma.
ég er að ná 1100kB/s max á µtorrent.

hef verið með næstum því stöðugt 1600kB/s+ í meira en ár.
Hvað segja hraðapróf?
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Einhver hjá símanum lækkaði hraðann til mín.

Póstur af Gúrú »

AntiTrust skrifaði:
DJOli skrifaði:upplýsingarnar stemma.
ég er að ná 1100kB/s max á µtorrent.
hef verið með næstum því stöðugt 1600kB/s+ í meira en ár.
Hvað segja hraðapróf?
Hvað segja hraðapróf eftir að þú slekkur á routernum, leyfir honum að hvíla sig í 2 mínútur og ræsir hann aftur?

Áhugaverðari spurning.
Modus ponens
Skjámynd

MagneticRock
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2012 13:07
Staða: Ótengdur

Re: Internetvandræði (hraðabreyting).

Póstur af MagneticRock »

Myndi nú aðeins slaka á, símfyrirtækið græðir ekkert á því að "skrúfa niður" í tengingunni þinni, og gera það aldrei handvirkt.
Eins og var sagt fyrr í þræðinum þá eru sjálfvirkar prófíl stýringar á DSLAMinum hjá öllum sem breytir prófílnum á tengingunni þinni ef noise verður of mikið eða t.d. resync eru of mörg og utan skekkjumarka.
Ef þú varst með 19+ prófíl á tenginunni þinni síðast þegar þú skoðaðir það þá hefur þú sennilegast verið á 16+tv prófíl eða 12+2xtv prófíl.
Mjög líklega hefur línan ekki verið að haldast stöðug nægjanlega vel til að halda þeim prófíl óáreitt.

Prufaðu bara að hringja í símann og spurja að því hvort þú sért með vandræðaprófíl, ef það er þá áttu alveg að geta beðið þá um að taka það af og setja þig handvirkt á venjulegan prófíl, en þá verðuru að gera þér grein fyrir því að tengingin gæti orðið óstöðugri fyrir vikið.
Intel I7 3770 K | MSI Z77A-GD65 | 16GB Veng 1600 Mhz | MSI N670GTX OC | Corsair GS800v2 | CM Stormtrooper |
OCZ 240GB Agi3 | 2xPhilips 24" | Razer -->Naga+Imperator-Blackwidow-Charcharias-Sphinx.
Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Internetvandræði (hraðabreyting).

Póstur af DJOli »

Tengingin hefur aldrei verið óstöðug fyrr en nýlega þegar rafmagnið fór að slá út, en það hefur verið að gerast undanfarna viku (eða tvær) vegna veðurs.

Fékk mér ekki sjónvarpslykil fyrr en fyrir tæplega einum og hálfum mánuði.
Var annars bara með netið fyrir tölvur, og ekkert flóknara en það.
16mb tenging 'hækkuð' upp í tæp 20.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Internetvandræði (hraðabreyting).

Póstur af DJOli »

Þetta er komið í lag :)

Routerinn sýnir 19.193.
µTorrent nær 1.800+kB/s.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Svara