loxins skrifaði:tlord skrifaði:auðkennislykillinn á að koma í veg fyrir að einhver sem er búinn að setja spyware í tölvuna þína og hlera allt sem þú gerir í langan tíma geti farið í heimabankann þinn og stolið.
það er semsagt gengið útfrá því að ég sé með sýkta vél. sem er soldið spaugilegt.
Ef ég gleymi lykilorðinu, get ég þá fengið nýtt úthlutað með því að hringja í bankann og svara "öryggis"spurningunum mínum?
af hverju má ég ekki bara hafa áhyggjur af minni vél og árásum á hana og bankinn hefur áhyggjur af sínum vélum.
ef einhver brýst inná minn reikning þá er það mér að kenna. ég hlýt að bera ábyrgð á minni vél.
þetta snýst sem sagt um það að bankinn hefur ekki áhyggjur yfir því að einhver sé að brjótast inní bankann og stela heldur hefur hann áhyggjur að einhver sé að brjótast inn hjá mér, í raun búinn að brjótast inn samkv. tlord.
Bankinn er að gæta eigin hagsmuna.
Ég stórefast um að ef það hverfa allt í einu 500.000 krónur af reikningum þínum að þú myndir bara segja "fokk it, þetta var mér að kenna".
Þú myndir hringja beint í bankann og hella þér yfir manneskjuna sem svarar í símann. Svo myndirðu hóta því að hætta í viðskiptum og færa þig yfir í hinn bankann sem að "er annt um öryggi viðskiptavina".
Ekki að segja að þetta sért endilega þú, en það er fullt af viðskiptavinum sem haga sér svona.
En jú, mér finnst þetta spurninga kerfi alveg kengþroskaheft.
Ef ég svara þessum spurningum satt þá getur einhver sem að þekkir mig auðveldlega giskað á svörin og ef ég bulla einhver svör þá er ég búinn að gleyma þeim eftir 5 mínútur.
Væri nær að einfaldlega þvinga notendur til að búa til sterkt lykilorð og jafnvel koma með meldingu um að breyta því einu sinni í mánuði.
Hvernig er það annars, ef ég gleymi lykilorðinu, get ég þá fengið nýtt úthlutað með því að hringja í bankann og svara "öryggis"spurningunum mínum?