Er ekki aðal hagurinn í 4G fyrir okkur neytendurna það að það er notað annað tíðnisvið í þetta þannig að það gæti losnað aðeins um notkunina á 3G.
Ég er ekki alveg að sjá þörfina fyrir meiri hraða akkúrat núna fyrir handtækin þar sem þessi 3-22Mb/s duga alveg vel í flest sem maður gerir, en hlutirnir breytast svo sem hratt.
Miðað við að 3G fór af stað fyrir ansi mörgum árum síðan og er núna fyrst orðið "mainstream" þá ætla ég persónulega ekkert að missa vatn yfir því að 4G sé að fara að stað. Langt í land með að það verði eitthvað "möst" fyrir okkur flest.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Það sem er stærsta issueið við farsímanet er hvað það er hár biðtími á þessum samskiptum. 100ms+ er rosalega mikið þegar allir eru vanir ca. 10ms biðtíma á hefðbundnum þráðlausum netum. 4G bætir biðtíma svo gott sem ekkert (m.v. það sem ég hef lesið á netinu).
4G mun vera snilld til að geta horft á háskerpu myndbönd og annað slíkt þar sem það er eitthvað sem þarf mikla bandvídd en flest sem fólk er að gera á farsímaneti eru margir litlir pakkar sem er ekki hægt að buffera (textaskilaboð, vafra á netinu, skoða facebook etc.) og þ.a.l. mun 4G ekki breyta miklu þar.