Ég er að vesenast í að setja gamla tölvu saman og sama hvað ég hef reynt þá er mér ekki að takast að setja örgjörvakælinguna á. Ég er með
Gigabyte GA-73PVM-S2H móðurborð og var fyrst bara með Intel stock kælingu með svona push pinnum til að festa en það tók smá tíma að ná að festa hana og það tókst ekki alveg í fyrstu tilraun, þá var kælingin greinilega ekki alveg á þar sem örgjörvinn ofhitnaði á nokkrum sekúndum og tölvan slökkti strax á sér. Svo þegar mér tókst það þá fór viftan alveg á fullt til að kæla og það heyrðist vel í henni, hún fór alveg á max snúning, svo ég ákvað að kaupa aðeins betri kælingu en þá varð ástandið bara verra þar sem ég kem nýju kælingunni ekki á sama hvað ég hef reynt
Kælingin sem ég keypti er
Cooler Master Vortex 211Q og er með svona push pinnum til að festa alveg eins og stock kælingin en sama hvað ég reyni þá tekst mér ekki að festa hana, ef ég tek örgjörvann í burtu þá get ég það svo örgjörvinn situr greinilega aðeins hærra en hann ætti að gera. Er eitthvað sem ég get gert í þessu? Hefur einhver hér lennt í svipuðu veseni? Er til kæling sem er hægt að festa á hjá mér?
Er að spá í að kaupa frekar kælingu sem er ekki með svona push pinnum eins og t.d.
CoolerMaster Hyper 212 EVO, en er alveg öruggt að ég lendi ekki í veseni með það líka?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]