Kaup á tölvuvörum í New York

Svara

Höfundur
traustis
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Þri 04. Mar 2003 11:18
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Kaup á tölvuvörum í New York

Póstur af traustis »

Sælir,
ég er að fara til New York og ég ætla að kaupa mér hljóðkort og mús

Varðandi hljóðkortið er ég ekki viss en hef heyrt að Creative Soundblaster live 5.1 sé gott og líka Creative Audigy 2. Hvort á ég að kaupa ? Ég er með Sennheiser Hd 497 og ætla að fá mér Seinnheiser Hd 595 (seinna) ég mun bara nota heddfón

Og varðandi mús þá ætla ég að fá mér mx510

En það er einn hlekkur, hvernig er að panta svona vörur í gegnum bandarískar netbúðir og láta senda það þangað sem ég verð. Eða á ég ekki að kaupa þetta gegnum netbúðir ?

Vona góð svör
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

þú hefur ekkert að gera með 5.1 hljóðkort ef að þú ætlar bara að nota headphone, ég myndi bara skella mér á eitthvað 2 þús. kort hérna heima

Höfundur
traustis
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Þri 04. Mar 2003 11:18
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af traustis »

MezzUp skrifaði:þú hefur ekkert að gera með 5.1 hljóðkort ef að þú ætlar bara að nota headphone, ég myndi bara skella mér á eitthvað 2 þús. kort hérna heima
Okay, en munar engu þar á hljóðgæðum ?
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

jú! alsekki kaupa þér 2000kr hljóðkort! reyndu að finna gott stereo M-Audio kort. það skiptir líka máli í leikjum að vera með gott kort uppá hardware 3d, meiraðsegja þótt þú sért bara með stereo. ef þú ert mikill leikja kall, þá myndi ég hiklaust taka eitthvað creative kort, alveg þess virði að íhuga Audigy2. annars ef þu´ert bara í tónlistinni, farðu þá og finndu m-audio kort.
"Give what you can, take what you need."

Höfundur
traustis
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Þri 04. Mar 2003 11:18
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af traustis »

Já ég er mikið í cs, þannig að ég tek audigy2

En er einhver með reynslu af því að versla þarna úti ?

ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Staða: Ótengdur

Póstur af ErectuZ »

Ég er nú bara með innbyggt hljóðkort :lol:
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

Veit ekki alveg hvort ég myndi nenna að eyða tíma mínum í New York að versla svona ódýra hluti. Í fyrsta lagi er New York er ekkert sérstaklega ódýr borg og þú þarft, eins og í öllum borgum, að vita hvar þú átt að versla til að fá góð verð.
Við erum kannski að tala um að þú værir að spara í mesta lagi 5000 krónur við kaup á mús og hljóðkorti m/v verð á Íslandi. Er virkilega þess virði þegar þú ert búinn að eyða 50.000 í flugmiða og öðru eins í hótel, mat o.sfrv. að eyða kannski 2-3 tímum í að finna góða tölvubúð í New York til að spara 5000 krónur?

Mér finnst það allavega ekki ....

En þú getur svosem tekið Audigy2 kort ef þú rekst á það. Held að Circuit City sé svona þeirra BT úti í Bandaríkjunum og því auðvelt að finna það.

Mundu svo að það er söluskattur í NY. Um 8% ef ég man rétt. Þú sleppur ekkert við hann þótt þú sért útlendingur.

Netverslanir vilja ekki senda á hótelherbergi svo það er örugglega út úr myndinni.

Og passaðu þig svo að á að taka engar myndir af alríkisbyggingum. Las í í NY Times í gær um einn útlending sem tók vídjómynd af FBI byggingu í NY og lenti í 4ja mánaða varðhaldi! Endaði með því að FBI kallinn sem handtók hann þurfti að berjast fyrir því að sleppa honum því gæjinn var augljóslega blásaklaus.
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Það er eiginlega mjög erfitt að versla við netverslanir í USA.. ef þú ert ekki með kreditkort sem gefið er út í USA og ert ekki að láta senda á sama heimilisfang og kreditkortið er skráð á.

Bara fara á google og leita að tölvubúðum í NYC.. hljóta amk. einhverjar að vera með heimasíðu. Eða kíkja í tölvublöð eins og PC Magazine..

Svo virkar alltaf að spyrja á hótelinu..
Svara