Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Svara
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af Hargo »

Konan er með Macbook Air 128GB fartölvu sem var keypt í desember 2010. Undanfarið var hún farin að kvarta að vélin væri alltaf svo hæg, vélin væri að frjósa í 15-30 sekúndur (bara loading músar iconið sem gaf til kynna að vélin væri að vinna) og væri hreinlega ekki að hegða sér eðlilega. Ég tók backup af vélinni með Time Machine, enduruppsetti stýrikerfið með recovery USB lyklinum sem fylgdi og loadaði svo backupinu aftur inn á vélina eftir enduruppsetningu. Við það virtist vélin virka fínt í 2-3 vikur en er komin aftur í sama farið núna.

Hvað gæti verið vandamálið? Eplavírus?

Maður er ekki með mörg tól til að bilanagreina þessar Macbook Air vélar miðað við hefðbundnar PC fartölvur. Hvernig á ég að prófa þennan innbyggða 128GB SDD sem er integrated á móðurborðinu? Vinnsluminnið er líka integrated á móbóið. Eru einhver tól sem Apple bjóða upp á við bilanagreiningu? Ég nenni ekki að senda vélina í ábyrgðarviðgerð til epli.is ef ég get sjálfur ekki fundið bilunina eða fengið hana stöðugt fram, þá munu þeir bara segjast ekki hafa fengið bilun fram og rukka mig um skoðunargjald.
Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af Squinchy »

Spurning um að prófa clean install (þ.a.s. ef þú gerðir það ekki) og sjá hvernig tölvan hagar sér án þess að setja inn backup af time machine, hvaða OS eru þið með á vélinni ?
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af beggi90 »

Geturðu ekki keyrt memtest þó að minnið sé innbyggt á móðurborðinu?
Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af Oak »

repair permission í disk utility er líka gott að prufa.
i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af worghal »

þetta er harði diskurinn, þetta gerðist með eina macbook sem ég er með, keypti nýjann disk og allt virkar fínt.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af tdog »

Farðu með hana í Epli.is í viðgerðarmat. Þetta er ábyrðgarmál.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af Hargo »

Mig grunar einmitt að þetta sé SSD diskurinn. Veit einhver hvernig þeir hjá epli.is prófa hann eða hvort þeir geri það yfir höfuð? Þeir hljóta að vera með einhver tól til þess. Ég hef notað HD Tune til að prófa SSD diska við PC tölvur með ágætum árangri, virkar svipað eins og memtest.

Ég geri þá ráð fyrir að það þurfi að skipta um móðurborð í vélinni ef að SSD diskurinn er að gefa sig.
Squinchy skrifaði:Spurning um að prófa clean install (þ.a.s. ef þú gerðir það ekki) og sjá hvernig tölvan hagar sér án þess að setja inn backup af time machine, hvaða OS eru þið með á vélinni ?
Mér datt einmitt í hug hvort þetta gæti tengst einhverju í gögnunum/forritunum sem hún er með uppsett á vélinni. Vélin er samt aðallega bara notuð í iPhoto og til vefráps.
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af tdog »

Þeir keyra AHT (Apple Hardware Test). Ef þeir vilja ekki skoða hana, skaltu fara með vélina í Macland og láta þá skoða hana.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af Squinchy »

tdog skrifaði:Þeir keyra AHT (Apple Hardware Test). Ef þeir vilja ekki skoða hana, skaltu fara með vélina í Macland og láta þá skoða hana.
Epli getur sett hana í hardware test meðan þú bíður án kostnaðar, þar sem vélin er en innan ábyrgðar (þ.a.s. ef hún er keypt á KT einstaklings en ekki fyrirtækis) myndi ég ekki fara með hana í macland þar sem þeir eru ekki með viðurkennt apple verkstæði
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af Hargo »

Er að keyra AHT as we speak. Ræsti vél og hélt niðri D takkanum. Er að keyra extended hardware test, vonandi koma einhverjar niðurstöður sem varpa ljósi á vandamálið.
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af Hargo »

Spurning hversu umfangsmikið (eða lítið) þetta AHT test er. Kláraðist á 26 mín, no faults found.

Opes
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af Opes »

Epli er með ASD (Apple Service Diagnostics) fyrir vélina sem er töluvert ítarlegri prófunarhugbúnaður.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af GuðjónR »

Opes skrifaði:Epli er með ASD (Apple Service Diagnostics) fyrir vélina sem er töluvert ítarlegri prófunarhugbúnaður.
Takk fyrir þessar upplýsingar!!
PRIME_BBCODE_SPOILER_SHOW PRIME_BBCODE_SPOILER: Kíkja hér
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Air sem hægir á sér og frýs

Póstur af Hargo »

Sýnist ég þá þurfa þetta tól fyrir þessa vél.

Nú er bara að vaða í gegnum spam og fake draslið sem maður fær upp þegar maður googlar þetta, úff.
Svara