Er í lagi að hafa 3 minni í sama kassanum, einhversstaðar heyrði ég að það yrði að vera 2 eða 4, einnig heyrði ég að minnin yrðu öll að vera alveg eins er þetta satt.
Eitt enn, ég er að fá mér Mushkin 512, ætti ég að fá mér einhverja kælingu á þau?
Það er svo sem ekkert að því að vera með 3 minnis kubba, en ef þú ætlar að nota þér Dual Channel þá þarftu að vera með kubba í pörum. Ótrúlega mörg móðurborð eru reyndar bara með 3 slot.
Varðandi kælingu.. skemmir (yfirleitt ) ekkert en ég veit ekki hvort það er nauðsynlegt.
Það er svo sem ekkert að því að vera með 3 minnis kubba, en ef þú ætlar að nota þér Dual Channel þá þarftu að vera með kubba í pörum. Ótrúlega mörg móðurborð eru reyndar bara með 3 slot.
Hvað er Dual Channel, ég hafði bara hugsað mér að hafa 3 Mushkin 512...
machinehead skrifaði:Hvað er Dual Channel, ég hafði bara hugsað mér að hafa 3 Mushkin 512...
Ok Dual Channel virkar nokkurn veginn þannig að minnið er á tveim aðskildum "channels" sem gerir örgjörvanum kleift að lesa úr/skrifa í bæði minninn samtímis. Virkar þannig að þú ert með kubba í pörum í slot 0 og 2 og/eða slot 1 og 3. Og náttúrulega þarf þá að vera með 2 eða 4 kubba.
Veit ekki hvort er td. betra, að vera með 1gb dual chanel(2x512) eða 1,5gb single channel(3x512) þar sem meira minni gæti aukið afköst tölvunar líka.. bara á annan veg.
já, það virkar jafn vel. ef þú ert með 3 kubba, þá er það MIKIÐ hraðatap að fara úr dual channel úr singlechannel, en þú ert samt að græða meira minni, svo þú getur unnið með fleiri forrit í einu og í þyngri vinslu, hún myndi bara taka meiri tíma. annars held ég að þú getir líka verið með dual channel þannig að þú sér með 2x256 og 2x512. þannig að 256mb kubbarnir vinni saman og 512mb saman, það er samt líklega ekki jafn hratt og þegar maður er með 4x256.