Hvað græði ég á að overclocka?

Svara
Skjámynd

Höfundur
tomasjonss
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 18:20
Staðsetning: Þar sem loftið hættir að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himninum
Staða: Ótengdur

Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af tomasjonss »

Sælir piltar og stúlkur sem stunda þann sið að klukka yfir.
Er að velta fyrir mér, ég er með intel Q6600 2.4 ghz. Mundi það breyta miklu að yfirklukka hann upp í 3.2?
Ég er að spá hvort að breytingin sé það mikil að það sé þess virði eða hvort menn séu í flestum tilvikum að gera þetta upp á sportið.

Vegna þess að þeir geti það.

Takk
Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2257
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Staðsetning: 109 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af Gunnar »

Eg klukkad minn utaf eg get þad og til ad spila nýustu leikina i godum gæðum.
Og a þeim tíma utaf folding @ home.
Skjámynd

Höfundur
tomasjonss
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 18:20
Staðsetning: Þar sem loftið hættir að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himninum
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af tomasjonss »

Með því að fara með örgjörvann upp í 3.2. verður tölvan mun hraðari við það. Finnur þú mikinn mun?
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af GuðjónR »

Ég efast um það, það eru aðrir hlutir sem skipta miklu meira máli en nokkur auka MHz
T.d. SSD drif, jafnvel fresh install og nýjir driverar.

Þú getur líka eyðilagt örgjörvann þinn með overclocki.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af dori »

Ef þú ert ekkert að maxa örgjörvann þá er ólíklegt að þú finnir fyrir einhverjum mun. Ef þú tekur eftir því að örgjörvinn (eða jafnvel bara 1-2 kjarnar á honum) eru að maxa þegar þú spilar leiki þá myndi það örugglega borga sig.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af GuðjónR »

En hafiði einhverntíman spáð í það hvort og þá hversu mikið þið skerðið líftímann á örgjörvanum með því að maxa hann svona?
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af Daz »

GuðjónR skrifaði:En hafiði einhverntíman spáð í það hvort og þá hversu mikið þið skerðið líftímann á örgjörvanum með því að maxa hann svona?
Hvenær hittirðu síðast einhvern sem sagði "jæja, örgjörvinn minn kláraðist í gær"? Held að þær rannsóknir sem til eru á líftíma örgjörva gefi til kynna að líftíminn sé mun lengri en mögulegur notkunartími. Yfirklukkun er talin geta skert líftímann, en það er lítt rannsakað (eftir því sem ég best man).
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af worghal »

GuðjónR skrifaði:En hafiði einhverntíman spáð í það hvort og þá hversu mikið þið skerðið líftímann á örgjörvanum með því að maxa hann svona?
ég held ég hafi lesið að líftími örgjörfa væri 15 ár og að overclocka skerði þann tíma um 2 ár... ég held ég verði búinn að uppfæra fyrir þann tíma.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af GuðjónR »

Daz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:En hafiði einhverntíman spáð í það hvort og þá hversu mikið þið skerðið líftímann á örgjörvanum með því að maxa hann svona?
Hvenær hittirðu síðast einhvern sem sagði "jæja, örgjörvinn minn kláraðist í gær"? Held að þær rannsóknir sem til eru á líftíma örgjörva gefi til kynna að líftíminn sé mun lengri en mögulegur notkunartími. Yfirklukkun er talin geta skert líftímann, en það er lítt rannsakað (eftir því sem ég best man).
hehehe hef reyndar lent í því, en þá var það yfirklukkun sem fór yfir strikið og kláraði örrann.
Örgjövar geta lifað áratugum saman og ekki ofnotkun sem sem drepur þá, frekar það að þeir verða úreldir og þeim hent.
Ég hef samt einu sinni lent í því að örgjörvi drapst, aldrei yfirklukkaður eða neitt, hann bara dó.
Vel heppnuð yfirklukkun ætti því líklega ekki að hafa áhrif, jafnvel ekki þótt hún tæki 10 ár af örgjörvanum þá skiptir það engu máli.
Skjámynd

Höfundur
tomasjonss
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 18:20
Staðsetning: Þar sem loftið hættir að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himninum
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af tomasjonss »

SKemmtilega og frískandi umræður hérna.

Ástæðan að ég set þetta fram er að athuga hvort menn séu að finna mikinn mun eftir að þeir hafa níðst á gripnum.

Hvort það sé þess virði að eyða tíma í kynna sér og læra allt um yfirklukkun og svo kannski er það ekki að skila neinu svakalega miklu. Virðist þurfa að kynna sér þetta vel og rækilega svo maður bræði ekki úr örgjörva eða rústi móðurborðinu.
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af Fletch »

Í stuttu máli græðir þú hraðvirkari tölvu, með litlum sem engum auka kostnaði, nema þá helst öflugri kælingu :twisted: Vissulega er margt annað sem hefur áhrif á hraða tölvunar en CPU er stór þáttur.

Þegar framleiðendur eru að koma með nýja línu af örgjörvum er þeir seldir á mismundi hraða, og misdýrir. Samt getur þetta verið nákvæmlega eins örgjörvar, eini munurinn að þeir keyra á hærri tíðni frá framleiðanda.

Með smá knowhow og nokkrum mínútum í bios getur því keyrt hægvirkari örgjörvan og sama eða meiri hraða en dýrasti og sparað þannig pening.
En hjá flestum sem eru að overclocka er þetta hætt að snúast um það að spara á ódýrari CPU heldur að smíða sem hraðvirkustu tölvuna :8)
AMD Ryzen 5900x * Nvidia GTX 3080 Ti * Asus ROG Crosshair VIII Hero * 32GB Samsung B-Die @3800MHz (14-14-14-28)
CPU & VGA WaterCooled * CaseLabs T10 * Corsair HX 1200i * LG 38GL950 * Motu M2 / Yamaha HS8 + Presonus T10 Sub
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af SolidFeather »

http://www.bit-tech.net/hardware/cpus/2 ... ad_q6600/1" onclick="window.open(this.href);return false;

Græðir eitthvað smá.

Það var ekkert hrikalega flókið að overclocka E6400, henti bara FSB í 400 og jók voltin þangað til hann varð stable ;D
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af KermitTheFrog »

Græðir alltaf eitthvað á því en spurningin er sú hvort þú takir eftir því eða hvort annar vélbúnaður sé að takmarka vinnslugetu tölvunnar.

fremen
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 18. Jún 2008 13:35
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af fremen »

Flestir overclocka fyrir e-peen. 3DMark scores o.s.frv. og geta verið með flotta undirskrift hingað og þangað.

Nema kannski þeir sem eru að rendera eða eitthvað svoleiðis kannsi(?), allavega græðirðu ekki rass á þessu fyrir leikina nema þú sért með það stórt skjákort að örgjörvinn sé farinn að verða bottleneck.

Þegar menn hafa lately verið að prófa BF3 t.d. í flottri grafík og 1920*1080 eða svoleiðis upplausnum þá er það alltaf skjákortið sem er að bottlenecka langt á undan örgjörvanum.

Gamers hafa ekkert með það að gera, alvöru CPU users hafa eitthvað með það að gera.
Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Staðsetning: Siglufjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af AciD_RaiN »

I do it cuz it's cool \:D/
Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com
Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2324
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af mundivalur »

Þú finnur alveg mun á þessu! 2.4-3.2ghz er slatti og færð meira út úr skjákortinu en maður finnur ekkert á hækka í td. í 2.6-2.8ghz
Gerðu 3Dmark 06 test á 2.4 svo á 3.2ghz
Græðir ekkert fyrir leiki :face

k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af k0fuz »

ég átti Q6600 sem ég yfirklukkaði í 3.2ghz, ég fann kannski smávegis mun, ég man það ekki alveg. Ég yfirklukkaði hann fyrst útaf ég hélt að tölvan yrði mikið hraðari og mig hafði langað að prufa það og experimenta bara
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af Minuz1 »

Í flestum tilfellum er það ekki cost effective að overclocka, í flestum tilfellum er betra að sleppa því að kaupa betri kælingu og fá sér bara dýrari CPU/GPU (or whatever)
+ tíminn sem þarf til þess að rannsaka hvað og hvernig þú gerir það er ekki sem overclockers taka með í reikninginn.

Ef þú villt gera þetta að hobbý-i, þá by all means go nuts.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Hvað græði ég á að overclocka?

Póstur af chaplin »

@ OP: Líklegast alveg smá - hef átt nokkra Q6600, frábær örgjörvi. Setti hann samt í um 3.6 GHz til að kreista smá meira power úr honum og það skilaði sér mjög vel. Græðir líklegast alveg e-h á því.

Örgjörvarnir skemmast ekki nema farið sé í öfga yfirklukkun - þeir geta hinsvegar "degrade"-að (man ekki íslenska orðið). En það er þó ótrúlega lítið, menn hafa keyrt yfirklukkaða i7-920 í + 4.0 GHz í fleiri ár að folda (ásamt mörgum 775 örgjörvum) án vandræða.

Eins og sagt er, þegar örgjörvinn þinn deyr útaf yfirklukkun, þá er hann hvortið er oðrinn úreltur. ;)
GuðjónR skrifaði:En hafiði einhverntíman spáð í það hvort og þá hversu mikið þið skerðið líftímann á örgjörvanum með því að maxa hann svona?
U MAD? :troll
Daz skrifaði: Hvenær hittirðu síðast einhvern sem sagði "jæja, örgjörvinn minn kláraðist í gær"?
Haha :lol:
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Svara