Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af gRIMwORLD »

Hafið þið tekið eftir því hvernig Gagnaveitan haga lagningu ljósleiðara í hverfin? Ég bý á völlunum og var ágætlega spenntur snemma seinasta haust þegar ég fékk dreifibréf inn til mín þar sem þeir voru með áhugakönnun í gangi. Ég skráði mig og ræddi við nokkra nágranna sem gerði slíkt hið sama og beið. Þetta var í sept-okt 2011.
Í des 2011 hringdi ég til að forvitnast og mér sagt að áhugakönnun væri lokið og nú væri verið að vinna úr þessu aðgerðaráætlun. Væntanleg fljótlega eftir áramót.
Janúar og febrúar liðu og ekkert heyrst frá þeim þannig að ég prófaði að senda þeim fyrirspurn á netinu. Fékk ekkert svar. Hringdi til að ítreka fyrirspurnina og fékk loks eitthvað dollusvar um að þetta væri allt í vinnslu.

Í vor þá frétti ég frá vinnufélaga mínum sem býr í annarri götu að hann væri nú tengdur ljósinu hjá Gagnaveitunni. Ég skoða því inn á heimasíðunni hjá þeim og slæ inn húsið mitt, enn ekki tengdur. Ég prófa að slá inn blokkina sem er í sömu götu næst botnlanganum sem ég bý í og viti menn, hún er tengd. Nota bene, blokkin er í ca 25m fjarlægð frá húsaþyrpingunni í botnlanganum.

Ég hringi og fæ engar upplýsingar. Loks eftir að hafa sent póst og ítrekað fæ ég svar þar sem mér er tjáð að sökum lítins áhuga þá var ekki tengt í botnlanganum. Þeir létu því nægja að tengja 75% húsa í götunni en slepptu 18 íbúðum í endanum. Til að missa alveg álit á Gagnaveitunni þá bæta þeir við að engar frekari framkvæmdir séu á döfinni á þessu ári. Málið verður skoðað aftur einhvern tíman 2013.

Eins og ég sé þetta þá virðist Gagnaveitan ekki reyna að tengja hverfi eins og þau leggja sig heldur fara bara styttstu og auðveldustu leiðina í gegn þó það þýði að meirihluti húsa standa eftir ótengd. Vodafone er í samstarfi við Gagnaveituna um lagningu ljósleiðara í hús og er þetta eitt helsta samkeppnistól fyrirtækjanna á netmarkaðnum í dag. Get ekki ímyndað mér að Vodafone sé hrifið af gangi mála hjá Gagnaveitunni.
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af mind »

Það er nú bara einmitt útaf samkeppni sem þetta er svona - samkeppni er markmiðið, ekki þjónusta.

Ljósnet kemur fyrst á þá staði sem lagnir eru til fyrir. Svo er það lagt þar sem ljósleiðaralagnir eru fyrir, svo er farið útí nýjar tengingar þar sem einungis ADSL
Ljósleiðari er lagður fyrst þar sem ljósnet símans er fyrir, sökum samkeppnis.

Svo ef þú ert í t.d. einbýlishúsi, og aðeins ADSL tengingar eru til staðar í hverfinu þínu. Þá ertu líklega mjög seint í röðinni til að fá háhraðatengingu - vegna samkeppni.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af dori »

Fólkið sem svarar í símann hjá Gagnaveitunni veit ekki neitt. Þegar það var verið að leggja þetta hjá mér þá hringdi ég nokkrum sinnum til að spurjast fyrir um hvernig gengi og hvenær það væri áætlað að þetta ætti að detta í gang og fólkið sem svaraði símanum benti mér bara á vefsíðuna.

Svo er allt þetta ferli frekar brotið og kjánalegt IMHO en það er annað mál.
Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af gRIMwORLD »

mind skrifaði:Það er nú bara einmitt útaf samkeppni sem þetta er svona - samkeppni er markmiðið, ekki þjónusta.

Ljósnet kemur fyrst á þá staði sem lagnir eru til fyrir. Svo er það lagt þar sem ljósleiðaralagnir eru fyrir, svo er farið útí nýjar tengingar þar sem einungis ADSL
Ljósleiðari er lagður fyrst þar sem ljósnet símans er fyrir, sökum samkeppnis.

Svo ef þú ert í t.d. einbýlishúsi, og aðeins ADSL tengingar eru til staðar í hverfinu þínu. Þá ertu líklega mjög seint í röðinni til að fá háhraðatengingu - vegna samkeppni.
FYI þá kom ljósnet Símans í hverfið í sumar en þar sem ég er með tengingu frá vinnunni sem er með samning við Vodafone þá er það það eina optionið eins og er. Mér finnst samt lame að tengja bara hluta af húsum í sömu götunni.
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af Daz »

grimworld skrifaði:
FYI þá kom ljósnet Símans í hverfið í sumar en þar sem ég er með tengingu frá vinnunni sem er með samning við Vodafone þá er það það eina optionið eins og er. Mér finnst samt lame að tengja bara hluta af húsum í sömu götunni.
Líklega skiljanlegt ef þú horfir bara á tölurnar. Hagstæðara að leggja inn í blokkir, þar sem þeir ná til fleirri íbúa með styttri kapli. Gallinn við einkafyrirtæki stundum virðast þau einbeita sér að hagnaðinum á kostnað þjónustunnar.
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af tdog »

Daz skrifaði:Gallinn við einkafyrirtæki stundum virðast þau einbeita sér að hagnaðinum á kostnað þjónustunnar.
Enda þurfa þau ekkert að veita öllum þjónustu.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af jericho »

Daz skrifaði:Hagstæðara að leggja inn í blokkir...
Win fyrir okkur fátæklingana sem dreymir um einbýlishús ;)

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af mind »

tdog skrifaði:
Daz skrifaði:Gallinn við einkafyrirtæki stundum virðast þau einbeita sér að hagnaðinum á kostnað þjónustunnar.
Enda þurfa þau ekkert að veita öllum þjónustu.
Það er samt afskaplega leiðinlegt og öfugsnúið þegar verið að hægja á framþróun og halda hlutum frá vissum hluta fólks bara í nafni hagnaðar.

En það er víst heimurinn sem við búum í.
Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af gRIMwORLD »

Daz skrifaði:
grimworld skrifaði:
FYI þá kom ljósnet Símans í hverfið í sumar en þar sem ég er með tengingu frá vinnunni sem er með samning við Vodafone þá er það það eina optionið eins og er. Mér finnst samt lame að tengja bara hluta af húsum í sömu götunni.
Líklega skiljanlegt ef þú horfir bara á tölurnar. Hagstæðara að leggja inn í blokkir, þar sem þeir ná til fleirri íbúa með styttri kapli. Gallinn við einkafyrirtæki stundum virðast þau einbeita sér að hagnaðinum á kostnað þjónustunnar.
Já alveg hugsanlega, en þegar húsin í botnlanganum eru líka fjölbýlishús með 4 til 6 íbúðum (sérinngangar) í hverju húsi þá get ég ekki séð afhverju það mætti ekki leggja allavega inn í hús.
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage

sigurfr
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 23:41
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af sigurfr »

Sæll Grimworld.
Leiðinlegt að þú hafir fengið rangar og misvísandi upplýsingar hjá okkur varðandi lagningu Ljósleiðarans í hverfinu þínu.

Upphaflega þegar við ákváðum að framkvæma í Vallahverfinu ætluðum við bara að blása ljósleiðara í þau Gagnveitu-rör sem voru lögð samhliða uppbyggingu hverfisins. Það var ekki byrjað að leggja rör í nýbyggingahverfi fyrr enn í síðustu áföngunum í Vallarhverfi (líklega um 2005 eða 2006). Hinsvegar í undirbúningi verkefnisins ákváðum við að fara út í að leggja ný rör í hús í hluta hverfisins og sjá til þess að þau yrði ljósleiðaratengd, án þess þó að hyggjast tengja hverfið í heild sinni.
Einhverstaðar verðum við þó alltaf að draga framkvæmdarmörkin einhverstaðar þar sem við höfum alltaf takmarkað fjármagn fyrir uppbyggingu kerfisins. Við erum ekki endilega að miða við að ljúka heilu hverfunum í einu, sem dæmi eru Hlíðarnar í RVK unnar í mörgum áföngum. En það er algengt að við heyrum óánægju raddir frá þeim sem eru nálægt framkvæmdarmörkunum, en við verðum alltaf að draga mörkin einhverstaðar...

Eins og staðan er í dag þá eru ekki frekari framkvæmdir áætlaðar í Vallahverfi, enda höfum við engar skuldbindingar um að ljósleiðaravæða heimili í Hafnarfirði. Hinsvegar hef ég fulla trú á að með tímanum muni frekari ljósleiðaravæðing eiga sér stað í sveitarfélögum þar sem ljósleiðaravæðingin er stutt á veg komin enda hljóta þeir sem stjórna þar að vilja getað boðið sínum íbúum upp á sem besta fjarskiptatengingu og ætti að vera samkeppnisatriði í þjónustu.

Varðandi áhugakönnunina þá var kannaður áhugi á hinu ýmsu hverfum á höfuðborgarsvæðinu án þess þó að loforð um að ljósleiðaravæðingu væri gefið. Við erum í dag búin að tengja hluta af þessum hverfum, eins og hluta af Völlunum og Hjöllunum í KÓP.

Bestu kveðjur
Sigurður
Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af gRIMwORLD »

sigurfr skrifaði: Eins og staðan er í dag þá eru ekki frekari framkvæmdir áætlaðar í Vallahverfi, enda höfum við engar skuldbindingar um að ljósleiðaravæða heimili í Hafnarfirði. Hinsvegar hef ég fulla trú á að með tímanum muni frekari ljósleiðaravæðing eiga sér stað í sveitarfélögum þar sem ljósleiðaravæðingin er stutt á veg komin enda hljóta þeir sem stjórna þar að vilja getað boðið sínum íbúum upp á sem besta fjarskiptatengingu og ætti að vera samkeppnisatriði í þjónustu.
Ég er alveg tilbúinn að skella hluta skuldarinnar á Hafnarfjarðarbæ þar sem þeir gátu ekki framkvæmt eitt lítið verk eins og að semja við Gagnaveituna strax árið 2006 þegar slíkt erindi barst inn á borð bæjarstjórnar. Ákváðu þeir þá að bíða og leita tilboða þar sem þeir töldu Gagnaveituna vera í einokunarstöðu hvað varðar "ljósleiðaraþjónustu" og að semja við slíkt fyrirtæki gæti hugsanlega stangast á við verklagsreglur eða hvað þeir nú vilja kalla það. Ljósleiðaramál í Hafnarfirði hafa gjörsamlega verið sópuð undir teppið síðan þá allavega í bæjarstjórn en auðvitað bárust engin önnur tilboð.

Frétt af vef Hafnarfjarðarbæjar frá því í febrúar 2006 linkur
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af tlord »

Hvaða skuldbindingar HEFUR Gagnaveitan?
Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af gRIMwORLD »

tlord skrifaði:Hvaða skuldbindingar HEFUR Gagnaveitan?
Auðvitað hafa þeir engar "skuldbindingar". Allavega ekki í Hafnarfirði. Afhverju eru þeir að þessu á annað borð? Ef Hafnarfjarðarbær hefði samið við Gagnaveituna um lagningu ljósleiðara þá væri GV skuldbundin til að leggja í öll hús þeas ef samningurinn hljóðaði upp á það. En að taka svona "drive-by" í gegnum hverfi bara þar sem stofninn er finnst mér vera dónalegt þar sem stór hluti hverfisins er ekki nálægt stofninum

Þegar maður er alveg við jaðarinn af þeim húsum sem eru tengd þá getur maður ekki annað en verið fúll að þurfa að bíða lengur.
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af tlord »

grimworld skrifaði:
tlord skrifaði:Hvaða skuldbindingar HEFUR Gagnaveitan?
Auðvitað hafa þeir engar "skuldbindingar". Allavega ekki í Hafnarfirði. Afhverju eru þeir að þessu á annað borð? Ef Hafnarfjarðarbær hefði samið við Gagnaveituna um lagningu ljósleiðara þá væri GV skuldbundin til að leggja í öll hús þeas ef samningurinn hljóðaði upp á það. En að taka svona "drive-by" í gegnum hverfi bara þar sem stofninn er finnst mér vera dónalegt þar sem stór hluti hverfisins er ekki nálægt stofninum

Þegar maður er alveg við jaðarinn af þeim húsum sem eru tengd þá getur maður ekki annað en verið fúll að þurfa að bíða lengur.
hm, ok

þessir þyrftu bara að koma í bæinn, þá myndi aldeilis koma kraftur í GV :lol:

http://tengir.is/" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af GrimurD »

Ég hef alveg heyrt af mörgun svona tilvikum og miðað við það sem ég hef heyrt þá er maður eiginlega bara heppinn ef það er lagt ljósleiðara í hverfið hjá manni ef maður er utan Reykjavíkurborgar. Það er víst í forgangi hjá GR að klára sjálfa Reykjavík áður en þeir fara eitthvað útí það að leggja almennilega í önnur sveitarfélög í kring, eru mestmegnis bara að blása í lagnir sem var búið að leggja í nýrri hverfi og önnur sem var búið að semja um. Ég er einnig á Völlunum og var mjög heppinn með það að vera einn af þeim fáu hér sem hafa möguleika á ljósleiðara.

Ég er bara alltaf að vona það að Vodafone byrji líka með VDSL þar sem að það er mikið fljótara í innleiðingu heldur en að draga ljósleiðara inn á öll heimili og ég skil ekki hvernig þeir ætla að haldast almennilega samkeppnishæfir móti Símanum þegar það er boðið uppá Ljósnet á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem Vodafone er einungis með ADSL tengingar.
Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af Gúrú »

grimworld skrifaði:En að taka svona "drive-by" í gegnum hverfi bara þar sem stofninn er finnst mér vera dónalegt þar sem stór hluti hverfisins er ekki nálægt stofninum
Drive-by? Dónalegt? Give me a break. Þetta er stórskuldugt batterý sem að er ekki einu sinni búið að tengja alla Reykjavík (Hvað heitir þetta fyrirtæki aftur?)
og þér finnst dónalegt að þeir eyði ekki huuundruðum þúsunda í það að tengja 18 íbúðir í Hafnarfirði bara vegna þess að þeir tengdu einhver önnur hús í Hafnarfirði?
Modus ponens
Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af gRIMwORLD »

Gúrú skrifaði: Drive-by? Dónalegt? Give me a break. Þetta er stórskuldugt batterý sem að er ekki einu sinni búið að tengja alla Reykjavík (Hvað heitir þetta fyrirtæki aftur?)
og þér finnst dónalegt að þeir eyði ekki huuundruðum þúsunda í það að tengja 18 íbúðir í Hafnarfirði bara vegna þess að þeir tengdu einhver önnur hús í Hafnarfirði?
Segðu hvað þú vilt um þetta comment. GV er í þessu til að tengja íbúðir, þeir leggja út pening til að tengja það sem er nálægt stofninum hvort sem er. Myndi alveg skilja það ef ég þyrfti að bíða þar sem þeir eru að vinna í öðrum hverfum en að koma inn í hverfi, tengja sumt og fara svo í það næsta er bara til að gleðja sem fæsta á sem flestum stöðum.
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af Gúrú »

grimworld skrifaði:Segðu hvað þú vilt um þetta comment. GV er í þessu til að tengja íbúðir, þeir leggja út pening til að tengja það sem er nálægt stofninum hvort sem er. Myndi alveg skilja það ef ég þyrfti að bíða þar sem þeir eru að vinna í öðrum hverfum en að koma inn í hverfi, tengja sumt og fara svo í það næsta er bara til að gleðja sem fæsta á sem flestum stöðum.
Já það er algjörlega það. Það er ekki það að það er mjög hagkvæmt að leggja ljósleiðarann þegar að það er verið að leggja aðrar lagnir,
og að það mun alltaf kosta það sama að leggja þetta til þín sama hvort að það er í dag eða eftir 3 ár, heldur það að þeir eru að reyna að gleðja sem fæsta á sem flestum stöðum.

Enn og aftur: Hlustaðu á sjálfan þig. :? (Og give me a break)
Modus ponens

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af wicket »

Þetta er góða lúxusvandamálið :)

Í mínum huga ættu eigandi (Orkuveita Reykjavíkur) Gagnaveitunnar að stöðva allar framkvæmdir á meðan þeir eru niður sínar skuldir og ná rekstinrum í ásættanlegt horf. OR er stórskuldugt og ca 12 milljarðar búnir að fara þaðan og yfir í Gagnaveituna skv. því sem maður hefur lesið. Það eru okkar peningar, peningar sem mögulega mættu notað í annað eða á annaðborð sleppt að taka lán fyrir og þannig sloppið við endalausa vexti og lántökukostnað.

sigurfr
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 23:41
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af sigurfr »

grimworld skrifaði: Frétt af vef Hafnarfjarðarbæjar frá því í febrúar 2006 linkur
Takk fyrir linkinn, ég hafði ekki séð þetta.

sigurfr
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 23:41
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af sigurfr »

wicket skrifaði:Þetta er góða lúxusvandamálið :)

Í mínum huga ættu eigandi (Orkuveita Reykjavíkur) Gagnaveitunnar að stöðva allar framkvæmdir á meðan þeir eru niður sínar skuldir og ná rekstinrum í ásættanlegt horf. OR er stórskuldugt og ca 12 milljarðar búnir að fara þaðan og yfir í Gagnaveituna skv. því sem maður hefur lesið. Það eru okkar peningar, peningar sem mögulega mættu notað í annað eða á annaðborð sleppt að taka lán fyrir og þannig sloppið við endalausa vexti og lántökukostnað.
Svo mun einhver annar einhvertíman seinna skrifa nákvæmlega sömu vitleysuna út af því að hann las þetta hérna :face
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af Gúrú »

Svo mætti minnast á það að það eru íbúar Reykjavíkur í gegnum OR og þaðan GR sem að leggja út fyrir stofnkostnaðinum
og standa straum af vaxtakostnaðinum svo að ég gjörsamlega skil ekki þessi hörðu orð þín í garð GR fyrir það að dirfast að leggja
ljósleiðara á hagkvæmum stöðum í Hafnarfirði en ekki hjá þér.
Modus ponens
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af tdog »

Gúrú skrifaði:Svo mætti minnast á það að það eru íbúar Reykjavíkur í gegnum OR og þaðan GR sem að leggja út fyrir stofnkostnaðinum
og standa straum af vaxtakostnaðinum svo að ég gjörsamlega skil ekki þessi hörðu orð þín í garð GR fyrir það að dirfast að leggja
ljósleiðara á hagkvæmum stöðum í Hafnarfirði en ekki hjá þér.
Ekki gleyma okkur Akurnesingum og Borgfirðingum, þó svo að eignaraðild okkar í OR sé aðeins 6.5% þá eru það gríðarlegir hagsmunir fyrir þessi bæjarfélög að þurfa ekki að dæla fé í þetta apparat.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af wicket »

sigurfr skrifaði:
wicket skrifaði:Þetta er góða lúxusvandamálið :)

Í mínum huga ættu eigandi (Orkuveita Reykjavíkur) Gagnaveitunnar að stöðva allar framkvæmdir á meðan þeir eru niður sínar skuldir og ná rekstinrum í ásættanlegt horf. OR er stórskuldugt og ca 12 milljarðar búnir að fara þaðan og yfir í Gagnaveituna skv. því sem maður hefur lesið. Það eru okkar peningar, peningar sem mögulega mættu notað í annað eða á annaðborð sleppt að taka lán fyrir og þannig sloppið við endalausa vexti og lántökukostnað.
Svo mun einhver annar einhvertíman seinna skrifa nákvæmlega sömu vitleysuna út af því að hann las þetta hérna :face
Hvaða vitleysu... OR er stórskuldugt, það er vitað mál og það er búið að ausa peningum, ábyrgjast lán og fleira fyrir Gagnaveituna. Þetta kostar allt peninga, peninga sem eru ekki til. Eina sem ég sagði var mín skoðun að mér finnst að það eigi að slaka á þessum framkvæmdum í stað þess að taka lán, borga kostnað sem því fylgir og allt það. Við verðum þá bara að vera sammála um að vera ósammála um það.

Ég tók ekki 12 milljarða töluna uppúr hatti. Hún er staðfest hér af stjórn Orkuveitunnar, eina eiganda Gagnaveitunnar. Sjá frétt frá júní 2012 : http://www.visir.is/or-hefur-lagt-millj ... 2706169943" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaveitan og lagning ljósleiðara

Póstur af Gúrú »

tdog skrifaði:
Gúrú skrifaði:Svo mætti minnast á það að það eru íbúar Reykjavíkur í gegnum OR og þaðan GR sem að leggja út fyrir stofnkostnaðinum
og standa straum af vaxtakostnaðinum svo að ég gjörsamlega skil ekki þessi hörðu orð þín í garð GR fyrir það að dirfast að leggja
ljósleiðara á hagkvæmum stöðum í Hafnarfirði en ekki hjá þér.
Ekki gleyma okkur Akurnesingum og Borgfirðingum, þó svo að eignaraðild okkar í OR sé aðeins 6.5% þá eru það gríðarlegir hagsmunir fyrir þessi bæjarfélög að þurfa ekki að dæla fé í þetta apparat.
Hárrétt, var aðallega að spila með nafnið. Borgarbyggð hefur þó lukkulega allavegana ekki verið að standa í lánveitingum ("Áttu" að gera það fyrr á árinu).
Það er fáránlegt að vera að kvarta yfir því að það sé ekki lagt í öll hús í Hafnarfirði þegar að stór hluti húsa í sveitarfélögunum sem eiga OR eru ótengd.
wicket skrifaði:Ég tók ekki 12 milljarða töluna uppúr hatti. Hún er staðfest hér af stjórn Orkuveitunnar, eina eiganda Gagnaveitunnar. Sjá frétt frá júní 2012 : http://www.visir.is/or-hefur-lagt-millj ... 2706169943" onclick="window.open(this.href);return false;
Þar af hafa 4,7 milljarðar farið beint í Gagnaveitu Reykjavíkur frá stofnun hennar.
Ekki sé hægt að eyrnamerkja Gagnaveitunni alla þrettán milljarðana í dag, en megnið sé vissulega í fyrirtækinu.
Ekki tólf.
Modus ponens
Svara