Hvernig kemst ég í BIOS stillingar tölvunnar?

Svara
Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Hvernig kemst ég í BIOS stillingar tölvunnar?

Póstur af MezzUp »

Hvernig komast á inní BIOS stillingar tölvunnar.

Ath. Höfundur tekur enga ábyrgð á grein þessari! Hættulegt getur verið að breyta BIOS stillingum tölva!

Margir þurfa einhverntímann að komast inní BIOS stillingar tölvunnar sínar fyrr eða síðar, en það getur verið hægara sagt en gert. Í BIOS er hægt að stilla marga hluti s.s. dagsetningu og tíma, "device boot order", skoðað hitastig örgjörva, overclockað og meira. Það gæti verið að það þurfi aðrar leiðir til að komast inní BIOS á ykkar tölvu, en flestar tölvur í dag nota svipaða aðferð og þessi sem að ég lýsi.

Til þess að komast inní BIOS þarf að smella á takka þegar tölvan er að ræsa sig.

Hvaða takki?
Það er mismunandi á milli framleiðenda, en algengustu takkarnir í dag eru(í réttri röð):
Delete
Escape
F1/F2/F8........

Það stendur oftast á skjánum í ræsingu hvaða takka þú átt að ýta á. Ef að skjárinn hverfur of fljótt er hægt að ýta á Pause takkan(efst hægra meginn) til að "frysta" skjámyndina, síðan er ýtt á einhvern annan takka til að halda áfram.

Hvenær á að ýta á hann?

Eftir að RAM talning hefur farið fram, áður en að stýrikerfið byrjar að ræsa sig. Best er að prófa sig áfram með takkana sem að ég sagði frá hér að ofan. Athugið að ekki er nóg að halda takkanum inni, það verður að smella á takkan, þá ætti að koma upp skjár líkur þessum, þá ertu kominn inní BIOS.
Farðu varlega þó, og ekki vista neinar breytingar nema að þú sést viss um hvað þær gera.

Kv. Gummi//MezzUp

Ath. Allt efni er eign höfundar greinar og öll afritun eða birting í hluta eða held á efni þessu, texta eða myndum, án sérstaks leyfis höfundar er með öllu óheimil. Höfundur tekur enga ábyrgð á efni greinarinnar.
Last edited by MezzUp on Lau 07. Ágú 2004 09:21, edited 4 times in total.
Svara