AEG er drasl í dag, átti þvottavél og þurrkara sem dóu eftir annarsvegar 4 ár og hins vegar 3 ár og 1 mánuð.GuðjónR skrifaði:Í gær þá beilaði þvottavélin mín heldur betur, sló út rafmanginu á húsinu og mér sýnist eins og tromlan hafi dottið niður um svona 5cm...
Þetta er AEG sem ég keypti "íslanska parið" á sínum tíma og núna 7 árum síðar er þurrkarinn búinn að bila og núna þvottavélin..helv...drasl.
Ætla að kanna hvað kostar að gera við vélina, ef það fer yfir 50k þá hendi ég henni frekar. En hvernig sem fer þá er ég að spá í aðra vél, erum það mörg að það væri gott að vera með 1-2 vélar.
Búinn að skoða á netinu hvað er í boði, ætla ekki að kaupa dýra vél því þær endast ekkert betur, heimilistæki í dag eru ekki gerð til að endast lengur en 5-7 ár hversu dýr sem þau eru.
Er að spá í þessa... einhverjar reynslusögur?
Mæliði með einhverju sérstöku? ... budget...c.a. 100k.
Mæli alls ekki með Hotpoint eða Aniston, ódýrt, en ert líka að fá endingu eftir því.
Whirlpool eru svo misjafnir að get ekki mælt með þeim, rosalega algengt að lenda á einhverjum mánudagseintökum sem eru sífellt að bila.
Mæli hins vegar með Miele, rándýrar, en þeir eru að garantera allt að 10 ára endingu m.v. ~2,5klst notkun á dag, sem er væntanlega svipaður notkunartími og með þessa 10 ára endingu hjá Samsung. Svo skemmir ekki fyrir að þetta eru tiltölulega hljóðlátar vélar.
** edit **
whoops, var ekki búinn að sjá budgetið
Hef einnig ágæta reynslu af Candy þvottavélum, ein slík entist mér í 7 ár.