Það sem ég er að leita eftir er ekki minna en 50", það smellpassar á vegginn í stofunni milli skápana þar, svefnherbergið mitt er hinum meginn við stofuvegginn og tölvan er akkúrat á sama stað og sjónvarpið en ég ætla að bora gat í gegnum vegginn svo ég geti tengt tölvuna beint við sjónvarpið. Ég ætla s.s. að nota sjónvarpið meira sem tölvuskjá en sjónvarp, hef lítið vit á muninum á milli plasma og lcd en ég vil helst ekki einhverja svaka umræðu um það hér, vil bara fá í stuttu máli hvað hentar mér best miðað við mínar aðstæður

Hvað varðar fjarlægð frá veggnum þá myndi ég sitja að mestu í u.þ.b. 3,30m frá og ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af birtu sem gæti glampað á skjáinn en það er samt yfirleitt ekki mikið myrkur inní stofu.
Ég myndi helst vilja geta keypt heimabíó með eða amk. hátalarasett, þarf ekki dvd spilara þar sem ég mun spila allt bara beint frá tölvunni, og ég er helst að leita að hátalarasetti sem er þráðlaust, nenni ekki að standa í einhverju snúruveseni þó það sé svosem alveg hægt að fela bakvið lista.
Budgettið er 350þús. en það má alveg fara eitthvað aðeins hærra en það, sérstaklega ef ég get keypt heimabíóið/hátalarasettið í leiðinni
