Dauður skjár á Fartölvu ?
Dauður skjár á Fartölvu ?
Er með fartölvu sem kveikir á sér að er virðist nema það skjárinn er alveg blank ? Einhver sem veit hvað gæti verið... skjákort ?
Gulli
-
- Vaktari
- Póstar: 2037
- Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Dauður skjár á Fartölvu ?
Hehe, tjékkaðu hvort takkinn þarna sem gerir skjáinn svartan sé ekki fastur inni, gerðist einu sinni við mig.gullis skrifaði:Er með fartölvu sem kveikir á sér að er virðist nema það skjárinn er alveg blank ? Einhver sem veit hvað gæti verið... skjákort ?
Re: Dauður skjár á Fartölvu ?
Ég fann engan slíkan takka... þetta er btw tölvan hjá frænku minni. Var þar í heimsókn í gær og fann ekki í fljótu bragði.. þetta er hp tölva ef ég man rétt.
Gulli
Re: Dauður skjár á Fartölvu ?
Skoðaðu sjáinn VEL undir ljósi og sjáðu hvort þú sérð nokkuð útlínur af iconum og taskbar. - Ef það sést, þá er annaðhvort inverterinn farinn eða baklýsingin í skjánum. Ef það vottar ekki fyrir neinni mynd, tengdu skjáinn við utanáliggjandi skjá og sjáðu hvort þú færð upp mynd.
Ef þú færð upp mynd á utanáliggjandi skjáinn er skjárinn eða skjákapallinn bilaður/ónýtur. Ef þú færð ekki upp mynd á utanáliggjandi skjáinn er skjástýringin/móðurborðið líklega bilað. Lítið hægt að gera í slíkum aðstæðum, stundum hægt að 'baka' það í lag en ekki svo algengt að það virki.
Ertu viss um að vélin ræsi eðlilega? Heyriru Windows login hljóðið t.d. ?
Ef þú færð upp mynd á utanáliggjandi skjáinn er skjárinn eða skjákapallinn bilaður/ónýtur. Ef þú færð ekki upp mynd á utanáliggjandi skjáinn er skjástýringin/móðurborðið líklega bilað. Lítið hægt að gera í slíkum aðstæðum, stundum hægt að 'baka' það í lag en ekki svo algengt að það virki.
Ertu viss um að vélin ræsi eðlilega? Heyriru Windows login hljóðið t.d. ?
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Re: Dauður skjár á Fartölvu ?
Nei reyndar heyri ég það ekki... En deginum áður þá var ég í tölvunni (voru að skipta um router) og þá var hún heillengi að kveikja á sér.... tölvan með ónýtt batterí og helst ekki í gangi nema vera í rafmagni.
Last edited by gullis on Mán 28. Jan 2013 06:19, edited 1 time in total.
Gulli