Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Svara
Skjámynd

Höfundur
CurlyWurly
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af CurlyWurly »

Nú er ég í raun ekkert búinn að kynna mér það af viti en ég veit, aðallega vegna þess að ég fylgist með hérna á vaktinni, að Intel er búið að boða verðhrun á SSD diskum í ágúst og það eiga líklegast aðrir eftir að fylgja...

En hversu langan tíma tekur svona verðhrun að skila sér til Íslands og hversu miklu myndi þetta breyta í verði hérna?
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af Glazier »

Var búinn að steingleyma þessu væntanlega verðhruni og ætlaði að rjúka útí búð á morgun og kaupa mér SSD..
Þá bíð ég aðeins með það.. amk. þangað til einhver getur sagt hversu langann tíma þetta tekur að skila sér hingað og hversu miklu það kemur til með að muna á verðinu í dag og svo eftir 2 mánuði :)
Tölvan mín er ekki lengur töff.
Skjámynd

Höfundur
CurlyWurly
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af CurlyWurly »

Já, held það sé vit í því. Ætla í það minnsta ekki að fara að blæða 24.000 í SSD disk ef verðið á þessu er að fara að hrynja á næstu tveimur mánuðum eða svo.
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB

siggik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 393
Skráði sig: Mið 07. Feb 2007 18:53
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af siggik »

er þetta ekki bara svipað og með bensínið, þetta á ekkert eftir að skila sér, og ef svo er þá kannski um 2-3 þúsundkalla, valla eitthvað til að taka eftir, allavega hef ég það á tilfiningunni
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af Sallarólegur »

siggik skrifaði:er þetta ekki bara svipað og með bensínið, þetta á ekkert eftir að skila sér, og ef svo er þá kannski um 2-3 þúsundkalla, valla eitthvað til að taka eftir, allavega hef ég það á tilfiningunni
Voðalega eru menn bitrir. Auðvitað skila lækkanir sér, en ef krónan veikist á móti er lítið hægt að gera. Bensín er dýrara í Noregi t.d.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af Klemmi »

CurlyWurly skrifaði:Nú er ég í raun ekkert búinn að kynna mér það af viti en ég veit, aðallega vegna þess að ég fylgist með hérna á vaktinni, að Intel er búið að boða verðhrun á SSD diskum í ágúst og það eiga líklegast aðrir eftir að fylgja...

En hversu langan tíma tekur svona verðhrun að skila sér til Íslands og hversu miklu myndi þetta breyta í verði hérna?
Samkvæmt fréttum að þá verður þetta "verðhrun" aðallega á stærri diskunum, 300, 480 og 600GB týpunum. Á diskum með lægra geymslurými má búast við talsvert minni breytingu, sem í bezta falli gerir Intel diskana samkeppnishæfa hvað varðar verð per GB, þar sem þeir hafa almennt verið dýrari.

Annars kemur svona þráður í hvert einasta skipti sem boðaðar eru einhverjar lækkanir og menn eru endalaust svartsýnir um að tölvuverzlanir ætli að reyna að okra á viðskiptavininum, nýta sér tækifærið til að skila inn meiri gróða.

Ég man ekki eftir neinu tilfelli þar sem þetta hefur verið þannig. Það er það mikil samkeppni á tölvumarkaðnum hér á Íslandi að verzlanir hafa alltaf þurft að halda álagningunni milli 10-30% þar sem að ef þær lækka ekki verð, þá einfaldlega sitja þær uppi með hærra verð en samkeppnisaðilinn og þar með litla sölu.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af Tiger »

Klemmi skrifaði:
CurlyWurly skrifaði:Nú er ég í raun ekkert búinn að kynna mér það af viti en ég veit, aðallega vegna þess að ég fylgist með hérna á vaktinni, að Intel er búið að boða verðhrun á SSD diskum í ágúst og það eiga líklegast aðrir eftir að fylgja...

En hversu langan tíma tekur svona verðhrun að skila sér til Íslands og hversu miklu myndi þetta breyta í verði hérna?
Samkvæmt fréttum að þá verður þetta "verðhrun" aðallega á stærri diskunum, 300, 480 og 600GB týpunum. Á diskum með lægra geymslurými má búast við talsvert minni breytingu, sem í bezta falli gerir Intel diskana samkeppnishæfa hvað varðar verð per GB, þar sem þeir hafa almennt verið dýrari.

Annars kemur svona þráður í hvert einasta skipti sem boðaðar eru einhverjar lækkanir og menn eru endalaust svartsýnir um að tölvuverzlanir ætli að reyna að okra á viðskiptavininum, nýta sér tækifærið til að skila inn meiri gróða.

Ég man ekki eftir neinu tilfelli þar sem þetta hefur verið þannig. Það er það mikil samkeppni á tölvumarkaðnum hér á Íslandi að verzlanir hafa alltaf þurft að halda álagningunni milli 10-30% þar sem að ef þær lækka ekki verð, þá einfaldlega sitja þær uppi með hærra verð en samkeppnisaðilinn og þar með litla sölu.
Ekki alveg rétt að þetta sé bara á þessum stóru....

The performance 520 line will see cuts nearly across the board, with the 60GB version now retailing at $99. Other new prices include: $139 for 120GB, $199 for 180GB, $259 for 240GB, and $594 for 480GB. The 480GB flavor sees a massive 37-percent cut from its current pricing.

Og þetta gerist ekki í ágúst bara, því Newegg er allavegana búnir að lækka 520 línuna nú þegar.
Mynd
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af Klemmi »

Tiger skrifaði:Ekki alveg rétt að þetta sé bara á þessum stóru....

The performance 520 line will see cuts nearly across the board, with the 60GB version now retailing at $99. Other new prices include: $139 for 120GB, $199 for 180GB, $259 for 240GB, and $594 for 480GB. The 480GB flavor sees a massive 37-percent cut from its current pricing.

Og þetta gerist ekki í ágúst bara, því Newegg er allavegana búnir að lækka 520 línuna nú þegar.
Þessi grein hefur farið fram hjá mér, var búinn að lesa á Tom's Hardware að það væri aðallega á stóru diskunum :)
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af wICE_man »

Þetta er nú meiri ekki-fréttin. Intel eru einfaldlega búnir að dragast aftur úr öðrum SSD framleiðendum þar sem það hafa orðið miklar verðlækkanir. T.d. eru Agility 3 diskar (sem eru byggðir á sömu Sandforce stýringunni) þegar fáanlegir hér á Íslandi á svipuðu verði og þessar boðuðu verðlækkanir Intel. Þetta er einfaldlega eltingaleikur við markaðinn og Intel er að reyna í leiðinni að búa til smá buzz í kringum vöruna.

Verð að gefa þeim það, þeir eru snillingar í að sveigja til ímynd fólks að sínum þörfum, fólk hefði átt að vera að spyrja hvers vegna þeir væru ekki löngu búnir að því en í staðinn eru menn svona svaka sáttir :)
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af Tiger »

wICE_man skrifaði:Þetta er nú meiri ekki-fréttin. Intel eru einfaldlega búnir að dragast aftur úr öðrum SSD framleiðendum þar sem það hafa orðið miklar verðlækkanir. T.d. eru Agility 3 diskar (sem eru byggðir á sömu Sandforce stýringunni) þegar fáanlegir hér á Íslandi á svipuðu verði og þessar boðuðu verðlækkanir Intel. Þetta er einfaldlega eltingaleikur við markaðinn og Intel er að reyna í leiðinni að búa til smá buzz í kringum vöruna.

Verð að gefa þeim það, þeir eru snillingar í að sveigja til ímynd fólks að sínum þörfum, fólk hefði átt að vera að spyrja hvers vegna þeir væru ekki löngu búnir að því en í staðinn eru menn svona svaka sáttir :)
Já og nei. Þótt þeir séu með sama sandforce controller er Intel búnir að tweeka sinn til og prófa miklu lengur en aðrir ssd framleiðendur, og er þetta bara fact. Enda valdir áræðanlegustu diskarnir hvað eftir annað. Test sem hinir framleiðendurnir fara ekki í.
Mynd
Skjámynd

Höfundur
CurlyWurly
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af CurlyWurly »

Tiger skrifaði: Ekki alveg rétt að þetta sé bara á þessum stóru....

The performance 520 line will see cuts nearly across the board, with the 60GB version now retailing at $99. Other new prices include: $139 for 120GB, $199 for 180GB, $259 for 240GB, and $594 for 480GB. The 480GB flavor sees a massive 37-percent cut from its current pricing.

Og þetta gerist ekki í ágúst bara, því Newegg er allavegana búnir að lækka 520 línuna nú þegar.
Veistu hversu mikil lækkun á 120 GB diskunum (í prósentum) þetta er, svona til þess að geta reynt að reikna út mögulega lækkun hérna?
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af Klemmi »

CurlyWurly skrifaði:Veistu hversu mikil lækkun á 120 GB diskunum (í prósentum) þetta er, svona til þess að geta reynt að reikna út mögulega lækkun hérna?
120GB diskarnir eru búnir að lækka úr 34.900kr.- frá því í gær og niður í 29.890kr.- í dag ;)

En svo er möguleiki að þetta haldi áfram niður.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

vargurinn
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Mán 02. Jan 2012 01:18
Staðsetning: hafnarfijorden
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af vargurinn »

okei smá off topic en skilaði verðlækkunin sér á amd skjákortum ?
HAF 912 PLUS|i5 3570k|Msi 7850 twin frozr III |Asus P8z77-VLX |8GB Mushkin Blackline 1600 MHz|2TB Seagate|CX600 V2|Coolermaster Hyper 212+//Logitech z523|Logitech G500
Skjámynd

Höfundur
CurlyWurly
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær skilar verðhrun sér til Íslands?

Póstur af CurlyWurly »

Klemmi skrifaði:
CurlyWurly skrifaði:Veistu hversu mikil lækkun á 120 GB diskunum (í prósentum) þetta er, svona til þess að geta reynt að reikna út mögulega lækkun hérna?
120GB diskarnir eru búnir að lækka úr 34.900kr.- frá því í gær og niður í 29.890kr.- í dag ;)

En svo er möguleiki að þetta haldi áfram niður.
Hélt líka að þeir hefðu verið dýrari bara núna rétt um daginn þegar ég var að skoða verðvaktina áðan, held ég spari mér samt ennþá smá pening og fari í Crucial M4 ef Intel lækka ekki meira :-k
CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB
Svara