ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Klemmi skaut mér skelk í bringu. Hann seldi mér 128gb SSD og þegar ég opnaði pakkann var hann í kassa af 256gb disk. Hélt ég þyrfti að senda hann til baka og vesen en diskurinn alveg perfect og hann gerði mér meir að segja greiða í leiðinni sem honum bar engin skylda að gera. Algjör ljúflingur...
methylman keypti af mér minni og var snöggur að borga. Topp náungi þar á ferð líka
Hrós dagsins fær Slubert, keypti af honum PNY GTX580 kort, lagði inn á hann fyrirfram og hann sendi mér svo kortið í pósti. Gekk mjög vel fyrir sig, og ánægjulegt að vera í viðskiptum við hann.
Ég verslaði við bulldog, lagði inn á hann og treysti honum fyrir því að senda til mín sem hann auðvitað gerði. Var snöggur að koma þessu í póst þar sem ég er á Akureyri og hann í Keflavík. Setti pakkan í góðar umbúðir svo það mundi ekkert koma fyrir vöruna, ég mundi versla af honum aftur.
Stubbur13 skrifaði:Ég verslaði við bulldog, lagði inn á hann og treysti honum fyrir því að senda til mín sem hann auðvitað gerði. Var snöggur að koma þessu í póst þar sem ég er á Akureyri og hann í Keflavík. Setti pakkan í góðar umbúðir svo það mundi ekkert koma fyrir vöruna, ég mundi versla af honum aftur.
Ég keypti EVGA X79 Classified móðurborð og i7 3930K örgjörva af Tiger og allt gekk eins og í sögu Hann var svo almennilegur að skutla þessu til mín líka til Keflavíkur Ég myndi hiklaust versla af honum aftur :drekka
Fékk Antec 1200 kassa frá Bulldog lagði inná hann helming sendum hann með póstkröfu þvert yfir landið í ekki neinum pakkningum kom að dyrum mínum heill og alveg í skikkjanlegu formi , alltaf gott að koma heim frá lannnngri vakt finna út
að litla barnið fékk hús lagði restinna inná hann... áreiðanlega fljótasta sala vaktarinnar ! sýnir bara hverjir eru traustir!
vil þakka Bulldog enn og aftur fyrir viðskiptin
reyndar eftir að fá skrúfur til að festa diskana mína og svona clip on fyrir auka viftu innan í og og réttar skrúfur fyrir hliðarhurðirnar :S
Last edited by ASUStek on Lau 04. Ágú 2012 21:09, edited 1 time in total.
Keypti fartölvu af HR og gékk það mjög fljótt fyrir sig og leið og vélin byrjaði að hitna þá hafði hann samband við tölvutek og fékk þá til að rykhreinsa og skipta um kælikrem á örgjörva..
Topp náungi og mundi hiklaust hafa viðskipti við hann aftur. (Frekar leiðinlegra fyrir hann að hafa svona kröfuharðan kaupanda )
Keypti GTX560 Ti af HR og allt gekk eins og í sögu, vel pakkað inn og í kassa, bauðst jafnvel til að setja það í vélina hjá mér ef allt færi til fjandans, því ég er soddan nýliði