Ég bjó til þessa loftkælingu í dag úr drasli sem var til heima og var ónotað. Ætli það hafi ekki farið svona 40 mín í að gera þetta. Hitapípurnar fékk ég úr gamalli HDD kæligrind.
Klúturinn fyrir ofan er til að fela þetta enda forljótt
Viðhengi
IMG_20120615_220222.png (474.98 KiB) Skoðað 1413 sinnum
þetta virkaði þrátt fyrir að ég hefði gleymt því að nota salt. Það er hægt að gera margt betur og það er gaman að fikta. Eina ástæðan fyrir að ég gerði þetta svona er að ég var að reyna að klára þetta á sem skemmstum tíma og það mátti ekki kosta mig neitt. Mæli með stærri viftu nema þetta eigi bara að vera fyrir 1 hehe. Var líka ekki með ísmola og fyllti þessvegna flöskur af vatni og setti í frost, setti vatn útí. Tók þetta í sundur strax eftir notkun þannig að ég gerði ekki neinar tilraunir til að bæta þetta.