Af hverju ekki Wii ?

Svara
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Af hverju ekki Wii ?

Póstur af GuðjónR »

Ég vildi ekki stela þræðinum XboX 360 eða PS3?
Stundum hef ég verið að spá í leikjatölvu fyrir krakkana, og þá langar mig helst í Wii er það aðalega út af leikjum eins og Zelda, Super Mario seríurnar og Sonic.
Þið sem eruð búnir að prófa þetta allt saman, er maður að gera vitleysu með að kaupa Wii?
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af DJOli »

Ekki misskilja vinur, Sonic er Sega karakter.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af GuðjónR »

DJOli skrifaði:Ekki misskilja vinur, Sonic er Sega karakter.
Ertu að segja að Sonic sé ekki til fyrir Wii?
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af Klemmi »

Ég myndi skilja það svoleiðis, en það er auðvitað bara fásinna.

https://www.google.is/search?sugexp=chr ... 0wXmydilDg" onclick="window.open(this.href);return false;
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af stebbi23 »

Nintendo Wii er ekki með eins góða graffík og PS3 og Xbox en spilunin og leikjaúrvalið, þá sérstaklega fyrir yngri kynslóðina er talin vera mun betri af mörgum, og þegar þú ert 8 ára þá er þér skítsama hvernig grafíkin er á meðan leikurinn er skemmtilegur.

Enda hefur hún selst mest af núverandi kynslóð leikjatölva.
Worldwide sales figures
Wii – 95.85 million as of 31 March 2012[8]
Xbox 360 – 65.8 million as of 12 January 2012[52]
PlayStation 3 – 63.9 million as of 31 March 2012[53]


T.d. eru Super Mario Galaxy 1 & 2 á Nintendo Wii, í 2. og 3. yfir bestu dæmdu leiki allra tíma á allar leikjatölvur á gamerankings.com
http://www.gamerankings.com/browse.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Annað sem heillar fólk með Wii er að byrjunarpakkinn er mun ódýrari en með Xbox og PS3.

svo er líka það að yfirleitt með Nintendo tölvur að það er hægt að nota leiki úr týpunni á undan.
T.d. er búið að tilkynna nýja Wii HD tölvu og nýja fjarstýringu Wii U með skjá sem eiga að koma út fyrir næstu jól.
Nýja tölvan verður með leikina í HD en það góða er að það verður hægt að nota gömlu Wii leikina í hana líka.

Og það eru btw alveg fullt af Sonic leikjum fyrir Wii, og svo er náttlega
Donkey Kong
Zelda
Super Mario
Super Smash Bros
Conduit
og fullt af skemmtilegum barna og fjöldskylduleikjum.
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af Tiger »

Ég myndi hiklaust fá mér Wii ef ég væri að fara að kaupa leikjatölvu í dag. Finnst lang frumlegustu og skemmtilegustu leikirnir fyrir hana. Og tala um góða grafík í 6 ára gömlum leikjatölvum er svolítið hæpið, ef ég vill góða grafík spila ég á pc tölvunni minni í 100+fps ofl.
Mynd

J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 908
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af J1nX »

bróðir minn á bæði xbox 360 og wii og ef ég kíki í heimsókn til hans í eikkerja leikjaspilun þá förum við nánast undantekningarlaust í wii tölvuna, nema ef Fifa þorfin er of mikil.. alltof gaman að sötra nokkra bjóra og leika sér í wii :D
Skjámynd

Kveldúlfur
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Þri 31. Maí 2011 12:51
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af Kveldúlfur »

J1nX skrifaði:bróðir minn á bæði xbox 360 og wii og ef ég kíki í heimsókn til hans í eikkerja leikjaspilun þá förum við nánast undantekningarlaust í wii tölvuna, nema ef Fifa þorfin er of mikil.. alltof gaman að sötra nokkra bjóra og leika sér í wii :D
Bjór + wii er awesome, örugglega skemmtilegasti leikurinn með öli er Raymonds raving rabbits, bara skemmtilegur leikur. Ef ég myndi kaupa mér leikjatölvu þá væri það ábyggilega wii.
Skjámynd

Orri
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af Orri »

Flestir þeir sem ég þekki sem keyptu sér Wii fannst hún voða sniðug og skemmtileg fyrst, en eftir 1-2 mánuði var hún farin að safna ryki.
Það var bæði því leikirnir voru af skornum skammti (þarf ekki að vera það lengur) sem og að þetta motion gaming hentar ekki fyrir alla leikjaspilun, þá sérstaklega "hardcore" leikjaspilun (setti hardcore í gæsalappir því annars verð ég skotinn niður af PC elitum :) )
Hinsvegar fyrir krakka gæti Wii verið alveg mjög sniðug leikjatölva, enda eiga krakkar það til að vera mun lengur að fá leið á hlutunum :)
Ég veit samt ekkert hvernig staðan hjá Wii er í dag.

Myndi samt líka mæla með því að skoða Playstation Move og jafnvel Xbox Kinect.
Vissulega er það dýrari pakki en þú getur notað PS3 og Xbox 360 í fleiri hluti heldur en motion leiki fyrir krakkana :)

En þú verður líka að hafa það í huga að Nintendo eru búnir að kynna nýju Wii tölvuna, Wii U, sem á að koma út í haust (Q4 2012 segir Wikipedia), og því hugsanlega þess virði að bíða frekar eftir henni.
Einnig munu Sony og Microsoft eflaust kynna nýju tölvurnar sínar fljótlega, en þó örugglega lengra í þær.
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af Bjosep »

Eina skiptið sem ég hef spilað á wii spiluðum við Super mario world 2 eða galaxy 2 ... er ekki alveg viss hvað hann hét. Hrikalega skemmtilegur mario leikur. Auk þess er náttúrulega hægt að spila gömlu nintendo leikina í (ekki í hylkjum væntanlega ;) ) og í sjálfu sér miklu gáfulegra (að mínu mati) að fá sér wii en að vera að eltast við gamlar nintendo tölvur.
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af upg8 »

BTW Það er hægt að spila mjög marga Wii leiki í emulator á PC miklu betri gæðum en á Wii ;)

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

inservible
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Mán 13. Sep 2010 11:04
Staðsetning: Jörðin
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af inservible »

Console fyrir familíuna ekki spurning besta leikja vél sem ég hef keypt krakkarnir 4 og 6 ára geta hangið í þesu endalaust og læra þetta fljótt...Fyrir utan það að new super mario er geggjaður leikur. Buy it!
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af upg8 »

Ef einhver ykkar á Wii leiki og Wii fjarstýringar og er til í að prófa emulator þá er þetta smá samanburður á gæðum ;)
Viðhengi
MarioWii.jpg
MarioWii.jpg (90.06 KiB) Skoðað 1305 sinnum
MarioPC.jpg
MarioPC.jpg (581.81 KiB) Skoðað 1303 sinnum

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af lukkuláki »

Börnin mínir hafa skemmt sér vel í Wii. Strákurinn er að spila call of duty og eitthvað online og ég setti Netflix á hana.
Lét svo einhvern náunga krakka hana og fékk eitthvað um 200 leiki á flakkara hjá honum og við leikum okkur stundum í henni öll fjölskyldan í keilu ofl.
Ég myndi segja að Wii er stórfín leikjatölva þó það sé til eitthvað betra þá er hún bara alveg mjög skemmtileg.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af dandri »

Wii er awesome, mæli eindregið með Mario Cart. Skemmti mér konunglega við að spila hann í heilt ár
AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750
Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af fannar82 »

Er með eina 4ára og einn 6 ára þau fýla Wiið alveg í tætlur :)
[b](\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob![/b]
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af Daz »

Ég á Wii og bara Wii (og PS2, sem er kannski sambærileg?) Mér finnst hún fín, væri alveg til í að nota hana meira, en ég er svosem enginn hardcore leikjamaður. Mario Galaxy er fín skemmtun, ég kláraði hann, annað hef ég nú ekki náð að klára (til samanburðar kláraði ég síðast HL2 í PC). Ég á reyndar einhverja PES útgáfu í Wiiið (úú þrefalt i), hef engann samanburð við aðra leiki, en mér finnst stjórnunin í honum sniðug. Benda á leikmann til að senda á hann og teikna hlaupalínur.

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af capteinninn »

Wii er skemmtileg, ég á eina slíka en hún er bara gerð fyrir casual gamers, fékk mér Xbox og finnst hún betri. Ég hef ekki snert á Wii örugglega í meira en ár. Sumir leikir eru samt alveg frábærir eins og t.d. Zelda Twilight Princess sem var mjööög góður.

Þarf eiginlega að dusta af henni rykið og kaupa mér nýja Zelda.
Þú getur líka homebrew-að tölvuna og notað í stofunni til að spila dvd og ég held líka avi file-a og fleira.


Fyrir krakka er þetta algerlega málið, Kinect er víst líka vinsælt hjá krökkum.
Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1510
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af andribolla »

GuðjónR skrifaði:
DJOli skrifaði:Ekki misskilja vinur, Sonic er Sega karakter.
Ertu að segja að Sonic sé ekki til fyrir Wii?
ég á Wii og Sonic leik fyrir Wii

http://images.search.yahoo.com/search/i ... =wii+sonic
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju ekki Wii ?

Póstur af GuðjónR »

Takk fyrir svörin, eftir þessar reynslusögur þá er alveg klárt mál að ég kaupi Wii handa krökkunum (og mér auðvitað :oops: )
Ætla samt aðeins að bíða með það þar sem nýja kynslóðin er væntanleg í haust. :happy
Svara