ef þú sættir þig við 32" þá er alls ekkert að því

samt þér að segja þá er ég með 40" inn í mínu herbergi og finnst það orðið full lítið

(tækin verða of lítil einhvernvegin fljótt, að mínu mati)
Tækið sem þú linkaðir á er fínt tæki, fullHD þó að ps3 leikir séu nánast undantekningarlaust 720p, en gætir þá sett blu-ray myndir í ps3 í framtíðinni og notið fullHD.
Er með usb þannig að þú getur tengt flakkara eða minnislykil í tækið.
3 HDMi tengið er orðið normið hjá Samsung í dag (voru 4 á nokkrum tækjum í 2011-2012 línunni) flestir að nota sirka 2-3 tengi þannig að það er ekki issue.
Aðalatriðið er samt að fara í verslanir og sjá tækin í gangi...athuga hvort að þér finnist myndin ásættanleg í tækinu og jafnvel fara með minnislykil/disk og fá að spila hann í nokkrum tækjum