Þjónusta netfyrirtækja

Svara

Höfundur
jolnir
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mið 27. Jún 2012 15:14
Staða: Ótengdur

Þjónusta netfyrirtækja

Póstur af jolnir »

Nú er ég einfaldlega kominn með nóg af "þjónustunni" hjá sora fyrirtækinu sem kallar sig Síminn, og var að velta fyrir mér hvernig hvort þetta væri eithvað skárra hjá hinum fyrirtækjunum sem bjóða upp á net?
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta netfyrirtækja

Póstur af tdog »

Hvernig „soraþjónustu“ færðu/eða ekki hjá Símanum?
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta netfyrirtækja

Póstur af rapport »

jolnir skrifaði:Nú er ég einfaldlega kominn með nóg af "þjónustunni" hjá sora fyrirtækinu sem kallar sig Síminn, og var að velta fyrir mér hvernig hvort þetta væri eithvað skárra hjá hinum fyrirtækjunum sem bjóða upp á net?
Details or it didnt happen...

Höfundur
jolnir
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mið 27. Jún 2012 15:14
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta netfyrirtækja

Póstur af jolnir »

Ég hef nú bara ávallt fengið lélega þjónustu hjá þeim, sem er nú mjög skrítið þar sem það er nú líka skráður fyrirtækja sími hjá þeim sem fær vænan reikning á mánuði, það er basically hálfkjört teninga kast hvort maður komist á netið og hefur verið þannig í vel yfir ár, og hefur maður í raun bara gefist upp á að hringja í þjónustu línuna hjá þeim Þar sem það hefur nú ekki virkað hingað til.


Svo hef ég nú annað gott dæmi um þessa þjónustu hjá þeim, en þá var ég að hjálpa ömmu gömlu og afa við það að fá sér net, en ég var búinn að böslast við að fá þá til að setja þetta í gang í yfir 3 vikur og ávallt sagt að ég væri að setja þetta upp vitlaust og ekkert væri að hjá þeim, þar til ég hringdi í þá heimtaði endurgreiðslu á þessu öllu því þetta virkaði ekki neitt, þá skindilega virkaði þetta daginn eftir, hafa örugglega haldið að gamli kallinn væri að setja þetta upp sjálfur og því ekki einusinni athugað hvort vandamálið væri hjá þeim sjálfum eða bara ætlað að svindla á öldruðum kallinum.


en ég var nú aðalega að gera þennan þráð til að sjá hvort þetta væri eithvað betra annarstaðar.
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta netfyrirtækja

Póstur af intenz »

Hef verið hjá Símanum síðan ég fékk fyrst ADSL, er mjög sáttur. Hef aldrei lent í einhverju major böggi, bara af og til bilanir, en það gerist örsjaldan.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1519
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta netfyrirtækja

Póstur af Benzmann »

mér finnst vodafone langbestir overall, bæði í samskiptum og þjónustu, vinn mikið við uppihald á netkerfum hjá ýmsum fyrirtækjum, og þegar það kemur að því að maður þurfi að glíma eitthvað við ISP, þá kemur vodafone best út að mínu mati,

síminn er með það glataða þjónustu að mínu mati, mér líður stundum þegar ég er að tala við fólkið hjá símanum að ég sé að tala við simpansa.

annars er ég búinn að venja mig á það, að ef ég þarf að glíma eitthvað við símann, þá hringi ég bara beint í vinkonu mína sem vinnur þar, og fer að þræta bara við hana og kenna henni um allt :D
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta netfyrirtækja

Póstur af wicket »

Þú munt fá alla flóruna af svörum hér og í raun ekki komast að neinni niðurstöðu.

Ég persónulega vel Símann og bendi öllum þeim sem mig spyrja á þá. Er með allt mitt þar og fyrirtækið sem ég vinn hjá (600 starfsmenn) þar sem ég rek netkerfin og sé um tölvumálin hjá er hjá Símanum.

Þjónustan er yfirleitt góð, upptíminn er betri en allt bæði á einstaklings og fyrirtækjatengingunum og allt bara virkar.

En svo færðu svör sem mæla með Vodafone, Hringdu, Hringiðjunni, Símafélaginu en eflaust ekki Tal. MAn ekki eftir því að hér hafi verið talað vel um Tal :)
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta netfyrirtækja

Póstur af natti »

jolnir skrifaði: Ég hef nú bara ávallt fengið lélega þjónustu hjá þeim [Símanum]
...
en ég var nú aðalega að gera þennan þráð til að sjá hvort þetta væri eithvað betra annarstaðar.
Það eru til horrorsögur um flest fyrirtæki, sem og sögur um afbragðsþjónustu.
Með stærri fyrirtæki (Símann/Vodafone) þá er auðveldara að finna fleiri sögur um hvorutveggja.
Ef þú ert óánægður með Símann þá geturu athugað Vodafone, og öfugt.
Eða jafnvel skoðað aðila eins og Hringdu/Símafélagið...


Benzmann skrifaði: mér finnst vodafone langbestir overall, bæði í samskiptum og þjónustu, vinn mikið við uppihald á netkerfum hjá ýmsum fyrirtækjum, og þegar það kemur að því að maður þurfi að glíma eitthvað við ISP, þá kemur vodafone best út að mínu mati,

síminn er með það glataða þjónustu að mínu mati, mér líður stundum þegar ég er að tala við fólkið hjá símanum að ég sé að tala við simpansa.
Það hafa allir sína sögu að segja.
Ég hef t.a.m. fengið mun betri þjónustu frá Símanum* en Vodafone, mestmegnis sökum þess að ég hef betri tengiliði hjá Símanum en Vodafone.

Vodafone var hinsvegar með afbragðs þjónustu á "stjórnborðinu" eftir skrifstofutíma hérna fyrir kreppu.
Eftir kreppu ákvað Voda hinsvegar að slaufa þessari þjónustu, þannig að nú eru Síminn og Vodafone eins hvað varðar fyrirtækjatengingar, öll þjónusta skal vera á skrifstofutíma, eða þá að fyrirtækið borgar útkall.


*Smáa letrið: Ég vinn hjá dótturfyrirtæki Símans.
Mkay.
Skjámynd

Prentarakallinn
Ofur-Nörd
Póstar: 233
Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Þjónusta netfyrirtækja

Póstur af Prentarakallinn »

Hef persónulega verið hjá flestum símafyrirtækjum og verð að segja síminn er verstur af þeim öllum en það er samt alltaf vesen. Mæli með Tal fynnst þeir vera bestir og minnst vesen hjá þeim en Vodafone eru líka fínir. Er bara hjá símanum núna vegna ljósnets og fékk allar sjónvarpsstöðvarnar frítt í mánuð með :happy
Ryzen 5 2600X|MSI B350 TOMAHAWK|GTX 1070 8GB|Corsair Vengeance 16GB 2666MHz|AOC C24G1 144hz|Corsair GS600|Corsair Carbide 400C|AMD Wraith Prism
Svara