Hef ég prófað á dominos.is og pantamat.is, en alltaf lendi ég í veseni með það.
Á dominos.is klikkar oft að spyrja mig hvort það eigi að sækja eða senda, þá enda ég á að þurfa að hringja og tjékka á því hvort pizzan er ekki send. Það hefur nefnilega gerst að ég hef beðið og beðið og svo hringt og þá var bara skráð að það ætti að sækja pizzuna. Ég hef farið í gegnum þetta pöntunarferli hjá þeim nokkrum sinnum og það er ekki spurt sérstaklega um hvort það eigi að senda eða sækja. Doldið fatlað.
Svo á pantamat.is, var akkúrat núna að panta. Svo bíð ég og bíð... hringi svo í staðinn sem ég pantaði og tjékka á því hvort þetta sé að koma, því pöntunin er 15 mín over-due. Þá segja þeir "ah, ég sé þetta hérna núna. sendi þetta af stað núna." (örugglega 30 mín í þetta þá).
Í alvörunni, best að sleppa að panta mat á netinu, maður brennir sig alltaf á þessu. Best að hringja og tala við manneskju og þá veit maður að þetta er komið í réttan farveg.
Væl væl væl
