appel skrifaði:Tæknin til að flytja gögn yfir kopar er sífellt að bætast. Koparinn sem í gamla daga flutti bara símtöl gat svo flutt 14 kbit, en núna 50 mbit, innan bráðs 100 mbit, og svo er verið að prófa enn nýja tækni sem leyfir 1 gbit. Koparinn er því ekkert á útleið. Kosturinn við kopar er að hann er nú þegar í jörðinni, er endingargóður, og öll hús eru með hann. Ljósnetið hjá Símanum hefur kostað 1/10 af því sem ljósleiðaravæðing Orkuveitunnar hefur kostað, hefur tekið mun skemmri tíma og nær til mun fleiri á skemmri tíma.
Þegar ég tengdist við ljósnetið þá kom bara gæji til mín í 1 mín, tók gamla routerinn, tengdi nýjan, og all done.
Ljósleiðarinn er ekkert að borga sig, kostar hundruð þúsund króna að tengja einn viðskiptavin, grafa upp hálfan garðinn og svo er ljósleiðarinn það illa lagður að ég hef heyrt miklar efasemdir um endingu hans. En það skiptir svosem ekki máli, enda borga skattborgarar þetta. Svo þegar koparinn er kominn í sömu bandvíddargetu þá fara að renna á menn tvær grímur hvað varðar þessa ljósleiðaravæðingu kostaða af skattborgurum.
Satt að segja veit ég ekkert hvað verður ofan á, kopar eða ljósleiðari til lengdar, eftir 10-20-30 ár. Ljóst er þó að koparinn er ekkert að fara, og meirihluti þjóðarinnar á eftir að nota hann umtalsvert á næstu árum og jafnvel áratugum. Ljósleiðarinn verður líka með, en þó veltir maður fyrir sér kostnaðinum við það kerfi til lengdar. Á einhverjum tímapunkti fá menn nóg af niðurgreiðslum og kostnaðinum verður velt yfir á neytendur.
En ljósleiðari vs. kopar, bara umræðan um hvort er nýtískulegra eða álíka, finnst mér doldið asnaleg. Þetta snýst bara um þjónustuna sem þú færð á tengingunni, ekki hvort tæknin samræmist hugsjón þinni um nútímalega tækni. Kopar er bara kopar, hann er enn lagður allsstaðar, og er ekkert úreldari en vatnsleiðslurnar.
Skattborgararnir sáu um kostnaðinn við að leggja koparinn á sínum tíma.
Koparinn mun aldrei ná sömu bandvídd og ljós, fyrir því eru nokkrar ástæður, s.s. truflanaáhrif eftir því sem tíðni hækkar í koparnum, þ.e. cross talk, og umhverfisáhrif.
Ekki hef ég heyrt mikið um prófanir á koparnum þar sem hraðinn er kominn í Tbit/s
Það er hægt að fá koparstrengi sem styðja Cat 6 eða gigabit en þeir eru orðnir sverari en gömlu símastrengirnir. Það er að vísu ekki mikið mál að keyra 50 mbit á Cat5 strengina en ég held að sumir gömlu símastrengirnir verði í smá vandræðum þá.