Fartölva í skólann [tölvunarfræði]

Svara
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Fartölva í skólann [tölvunarfræði]

Póstur af Sallarólegur »

Kvöldið.
Er að velta fyrir mér kaupum á fartölvu fyrir tölvunarfræðina. Er ekki viss með budget, né merki, en var eitthvað að pæla í 13" vél.

Eru einhverjir reynsluboltar hér sem geta leiðbeint mér?
Það heillar mig að vera með létta og litla vél t.d. 13", fór t.d. að skoða þessar:
http://tolvutek.is/vorur/fartolvur/11-14-tommur/asus" onclick="window.open(this.href);return false;?

Aftur á móti pæli ég líka í því hvort það sé ekki kannski betra að vera með 15-17" skjá til að geta unnið í mörgum gluggum.
Annar möguleiki væri að vera með einhvern mega smooth external monitor t.d. 13" sem fittar í tösku, veit ekki hvort það sé raunhæft, en þá væri 13" vél flawless.

Hef lengi verið hrifinn af Asus því þeir virðast vera með góða hönnun og lága bilanatíðni.

Langar líka í Mac til að geta duddað í tónlist með, en hef heyrt að það sé hevý basl með forrituninni, svo það er kannski úr myndinni.

Hvað þarf maður öfluga vél í þessa fræði? Eru ekki nokkrir búnir að fara í gegnum þetta hér, nýlega?
Er tilbúinn að skoða allt, jafnvel notaðar vélar, en ekki mikið eldri en eins árs.



Mbk.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva í skólann [tölvunarfræði]

Póstur af dori »

HÍ eða HR? Mac ætti ekki að vera meitt basl í HÍ.

Annars held ég að það sé mjög óraunhæft að vera með ext monitor í töskunni. Hafðu samt líka í huga að flest verkefni sem þú kemur til með að vinna í, sérstaklega fyrstu misserin, eru ekki mjög löng og þ.a.l. kemst allt context inná m.a.s. litla skjái. Ég myndi ekki nenna 17" skjá. Ég myndi skoða 13"/14" eða jafnvel 15". En það er auðvitað alltaf smekksatriði.

En þetta er alvega sama og hvaða skólatölva sem er. Passaðu bara að velja tölvu sem er sturdy í uppbyggingu þannig að hún þoli vel hnjaskið sem fylgir því að vera opnuð/lokuð mjög oft á dag og alltaf verið að henda ofaní tösku. Ég myndi leggja meira uppúr því en að hún sé sérstaklega kraftmikil.
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva í skólann [tölvunarfræði]

Póstur af CendenZ »

dori skrifaði:HÍ eða HR? Mac ætti ekki að vera meitt basl í HÍ.

Annars held ég að það sé mjög óraunhæft að vera með ext monitor í töskunni. Hafðu samt líka í huga að flest verkefni sem þú kemur til með að vinna í, sérstaklega fyrstu misserin, eru ekki mjög löng og þ.a.l. kemst allt context inná m.a.s. litla skjái. Ég myndi ekki nenna 17" skjá. Ég myndi skoða 13"/14" eða jafnvel 15". En það er auðvitað alltaf smekksatriði.

En þetta er alvega sama og hvaða skólatölva sem er. Passaðu bara að velja tölvu sem er sturdy í uppbyggingu þannig að hún þoli vel hnjaskið sem fylgir því að vera opnuð/lokuð mjög oft á dag og alltaf verið að henda ofaní tösku. Ég myndi leggja meira uppúr því en að hún sé sérstaklega kraftmikil.

..til að bæta við ;)

Þá myndi ég svo fá mér dokku og 24'' skjá heima, annað er bara tómt rugl :)
Ég er búinn að eiga lappa með 17 '' wuxga skjá, geðveik upplausn en að rogast með 3.5 kg tölvu í skólann er allt of mikið vesen, batteríð eyðist á nótæm og þetta er bara allt of fyrirferðamikið.
Ég er núna með 14 tommu Dell, E6400. Algjör eðall og svo dokku heima. Ég er búinn að prófa bæði og get lofað þér því að það margborgar sig að gera þetta svona ;)
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva í skólann [tölvunarfræði]

Póstur af Pandemic »

Ég er með i3 vél með Intel HD graphics 3000 korti og hún hefur aldrei klikkað. Svo þú þarft ekkert öfluga vél.
Það er ekkert vesein með Apple tölvur, ef þú þarft að nota Visual studio þá notaru bara virtual vél eða bootcamp.

Edit: ég valdi i3 útaf batterísendingu og er sjálfur með 14,4 tommu skjá.
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva í skólann [tölvunarfræði]

Póstur af Sallarólegur »

Þakka svörin, keep 'em coming! Held að Mac sé ekki málið útaf verðinu.

Það sem ég gleymdi auðvitað að nefna er að ég væri til í að geta duddað í smá 3D vinnslu með, í Cinema4D (ekkert hardcore video rendering, bara stills) plús FL Studio og PS, Flash ofl.

Sammála því að vélin þarf að vera mjög sturdy, það er auðvitað númer 1, 2 og 3.

Þessi lúkkar rosa næs:
http://buy.is/product.php?id_product=9208559" onclick="window.open(this.href);return false;
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

hrabbi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 07. Feb 2008 00:14
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva í skólann [tölvunarfræði]

Póstur af hrabbi »

Sturdiness, nettleiki/portability, og rafhlöðuending skiptir mig mestu máli. 14" skjár gæti verið ágætis málamiðlun á milli 13.3" og 15.6", en hærri upplausn skiptir meira máli að mínu viti.

Aflið er ekkert issue, a.m.k. ekki í HÍ. i3 er fínt.

En hvernig er það eru ekki Ivy bridge fartölvur á leiðinni til landsins? Skjákortið í þeim á að vera töluvert betra en 3000. Gæti verið sniðugt að bíða eftir skólatilboðunum í haust, eða jafnvel að kaupa erlendis frá.

stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva í skólann [tölvunarfræði]

Póstur af stebbi23 »

Ég keypti mér Asus U30JC fyrir um 1 og hálfu ári fyrir skólann og hún er að funkera drullu vel...i3 alveg að gera sig...
Ef ég myndi fá mér vél í dag þá myndi ég líklega fá mér þessa, http://www.bt.is/vorur/vara/id/17398" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva í skólann [tölvunarfræði]

Póstur af Jimmy »

Zenbook vélarnar eru að koma virkilega vel út.

Veit reyndar ekki hvenær þær eiga að koma út, en Asus eru byrjaðir að monta sig af 2nd gen zenbook vélunum, 11.6"/13.3" með betra lyklaborði, betra touchpad, IB örgjörvum að sjálfsögðu, og 1080p IPS skjám. :shock:

-edit-
eiga að byrja að shippa snemma í Júní skv. anandtech.
~
Svara