Sallarólegur skrifaði:
natti skrifaði:
...
Mér finnst þetta svipuð góð rök og fólkið sem hafði ekki trú á internetinu í fyrsta skiptið. 'Það eru svo fáir sem nota þetta að þetta á aldrei eftir að ganga upp'. Auðvitað verður þetta betra með fleiri notendum, rétt eins og internetið. Snilld að geta séð school zones og hvar hraðamyndavélar eru um land allt, til dæmis þegar maður er að keyra úti á landi og þekkir ekki betur til.
Pirrar mig að lesa svona 'hater' posta, my bad.
Ég get svosem lítið gert í því að það pirri þig að allir sjái ekki ljósið.
Ég var ekki að segja að of fáir myndu nota þetta, ég sé bara ekki að það breyti neitt svakalega miklu.
Þó svo að fullt af fólki myndi byrja að nota þetta, þá breytir það ekki því að þegar þú setur inn "lögreglubíll er hér við mælingar" notification, þá er lögreglubíllinn líklegast farinn á innan við 10 mín.
"Lögreglubíll við mælingar" fær hinsvegar að hanga inn á kortinu amk út daginn, mögulega lengur, og allir aðrir sem eru að nota þetta munu þá hægja á sér að ástæðulausu, enda engin lögregla við mælingar á þessum stað.
Subjectið á þessum pósti snýst um lögreglubíla.
Appið gæti alveg verið sniðugt upp að ákveðnu marki fyrir myndavélar sem eru fastar á staur, jafnvel myndavélabíl sem hefur verið lagt út í kant (svo lengi sem að uppls eru innan við dags gamlar), en lögreglubíl, not so much.
"Known enforcement points"(K.E.P.) gæti mögulega verið gagnlegt fyrir þá sem búa ekki í viðkomandi bæjarfélagi.
En um leið og allir "known enforcements points" eru komnir inn fyrir t.d. höfuðborgarsvæðið, þá eru nú yfirleitt ekki meira en 500metrar milli K.E.P. þannig að ef þú ætlaðir e-ð að fara eftir þessu þá myndiru hvort eð er var á löglegum hraða allan tímann.
Ég gæti alveg eins sagt við þig: "Passaðu þig, einhvernstaðar í bænum er lögreglumaður á vakt. Hann gæti verið hvar sem er."
Þú veist þetta nú þegar og það er engin hjálp í þessu.
Mkay.