Álagning?

Allt utan efnis
Skjámynd

tomasjonss
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 18:20
Staðsetning: Þar sem loftið hættir að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himninum
Staða: Ótengdur

Re: Álagning?

Póstur af tomasjonss »

Nenni ekki að tala við þig heldur. Finnst 15 þúsund til 20 þúsund kall innflutt frá Köben sömu verslun vera bara fjandi mikið. - Ég hef búið þarna og bilið á milli landanna er ekki svona mikið á matvælamarkaði.

Annars er gáttaður á þessu öllu saman.

Svo virðist sem að fólki, nema fámennum hópi, sé orðið sama þó það sé tekið í rassgatið á hverjum degi. Þrælslundin hér er dásamleg alveg.

Þó að fyrirtæki okri á íslendingum, ríkisstjórnin skattpíni fólk, bankar og lánafyrirtæki hyrði eignir, yptir fólk bara öxlum og beygir sig eftir sápunni.

p.s. Ef þú kíkir upp í horn vinstra megin á elko.is stendur þar skýrum stöfum vefverslun Elko. Auðvitað er það sambærilegt að bera saman verð í tveim vefverslunum.

P.P.S sem ég vil þó taka fram og hefði kannski átt að gera í byrjun að oft er hægt að gera ágæt kaup hjá tölvubúðum. Tala nú ekki um þegar verðstríð eru í gangi eða tilboðsdagar.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Álagning?

Póstur af dori »

Ég hef ekki búið í Danmörku þannig að þú leiðréttir mig ef ég hef rangt fyrir mér. Danmörk (og flest lönd í Evrópu) hafa ekki lögbundna 2ja ára ábyrgð á raftækjum eins og tíðkast hérna. Þegar íslensk verslun vill selja raftæki (og ætlar sér að standa við lögbunda ábyrgð) þá þarf hún að áætla hversu stórt hlutfall af vörunni mun bila innan 1 árs (þá þarf að borga fyrir að senda út og höndla ábyrgðarmál) og hversu stórt hlutfall mun bila innan 2ja ára (þá þarf að laga eða koma með nýja vöru án þess að fá neitt frá framleiðanda).

15-20 þúsund í þessu tilfelli er rétt um 10% af söluverði hlutarins. Ég held að það sé sirka eðlilegt ef þú gerir ráð fyrir því hversu mikið þarf að gera við eða skipta út á seinna ári ábyrgðar.

Ég veit alveg að verslun á Íslandi er dýr. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því af hverju hún er dýr sem er eitthvað sem þú virðist ekki gera (gott dæmi um vanþekkingu er að gera skilja ekki af hverju þú borgar vsk af flutningskostnaði). Þegar ég kaupi hluti tek ég mér yfirleitt smá stund í að finna þá á netinu og skoða hvort það mun borga sig að kaupa þá að utan eða hvort ég vil fá hann strax með því að rölta útí búð. Það er alveg merkilega oft sem biðin er ekki þess virði...

Og ekki fara að blanda matvælaverði inní þetta. Það er miklu flóknara mál þar sem fullt af pólitík hefur áhrif á alls konar tolla, skatta og niðurgreiðslur í báðum þessum löndum.

EDIT: ég hafði ekki séð þessi "ps" og "pps" hjá þér.

1) Verðin í Elkó vefverslun og Elkó hérna á Íslandi eru þau sömu, ekki satt? Þar með ekki sambærilegt.
2) Þú gerir góða díla í tölvuverslunum alltaf því að það er mjög lítil álagning á flesta tölvuhluti.
Skjámynd

tomasjonss
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 18:20
Staðsetning: Þar sem loftið hættir að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himninum
Staða: Ótengdur

Re: Álagning?

Póstur af tomasjonss »

Varðandi ábyrgðarmál er ekkert mál að bæta við t.d. ári fyrir lítinn pening. Fyrir utan það, getur þú tryggt vöru gegn afar vægu gjaldi hjá tryggingafélögum.

Þegar kemur að smærri raftækjum, léttari er nánast undantekningalaust miklu hagstæðara að flytja það inn sjálfur. Þetta með vsk af sendingarkostnaði er debat sem ég nenni ekki út í. Þó sumir haldi það, þá er Ísland ekki nafli alheimsins og allar þær reglugerðir sem búnar eru til af ótal pappakössum eiga ekki við á öllum öðrum stöðum. Til dæmis á Spáni þar sem ég bjó í fjögur ár borgar þú ekki gjald af því þó einhver manneskja í USA rölti út í pósthús og borgi þar nokkrar krónur til að senda þér pakka. En má vera að þetta sé hreinlega misjafnt eftir löndum. Þekki það ekki nægilega vel.

Auðvitað er þetta sambærilegt.
Vélin kostar hjá Elkó í Köben 110 kall síðan bætist vsk við.
Vélin kostar hjá Elkó Íslandi 155 þúsund
Hundrað og 160 þúsund hjá Nyherja.
ALlt þrennt vefverslun.

Nenni ekki að ræða þetta frekar. Það er mín skoðun að okrað sé hér á raftækjum. Aðrir eru ósammála og finnst verð hér til fyrirmyndar. Fyrst þið hafið svona gaman af þessu, að næst þegar þið farið út í búð, takið þá með ykkur nóg af sandi svo þetta sé eins þurrt og hugsast getur.

Hef þetta ekki lengra. Biðst forláts ef ég hef móðgað einhvern. Hættum þessu núna. Förum út og smíðum okkur sólpall. Það er komið sumar.

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Álagning?

Póstur af Tbot »

ÉG sé ekki betur en að flest allir gera að gera smá mistök í þessum dæmum.

á Íslandi er 25.5% vsk en í Danmörku minnir mig að sé 25% moms

Þannig að í Elko verslunni í danmörku er verið að selja vöruna með moms. Þetta þýðir að innkaupsverð til innflutningsaðila hér er lægra.
Svara