coldcut skrifaði:
@playman: mac-address filtering gerir ekki neitt fyrir þig ef crackarinn er "determined" og í rauninni tefur þetta hann bara örlítið.
Það var það sem ég átti við
að setja "MAC address registration" stoppar ekki "man in the middle attack"
en þá ertu búin að stoppa svona um 95% þeirra sem eru að stela sér neti.
já sérð kannski það sem ég skrifaði í síðasta svari
coldcut skrifaði:Já, en málið með SSID-ið er svolítið "Security through obscurity". Ég er mjög á móti þeirri hugsun en málið er að það eru 99% líkur á því að ef einhver ætlar að sniffa mitt network þá er hann amateur cracker að missa sig í u83r1337-skapnum og nýkominn með backtrack á usb kubb sem hann keyrir upp í staðinn fyrir windows XP-ið sitt. Þegar svoleiðis er á ferð þá hugsar maður svolítið: "æji ég þarf ekki frábærar varnir en ef ég set sem flestar þá eru mestar líkur á að hann klikki á einhverju eða gefist upp".
Sum stýrikerfi gætu átt í vandræðum og þú gerir gestum erfiðara fyrir með því að þurfa að setja upp netið á tölvunni manually.
Ég bara sé ekki tilganginn þar sem þetta veitir ekki neitt öryggi.
Pandemic skrifaði:Sum stýrikerfi gætu átt í vandræðum og þú gerir gestum erfiðara fyrir með því að þurfa að setja upp netið á tölvunni manually.
Ég bara sé ekki tilganginn þar sem þetta veitir ekki neitt öryggi.
Ef maður vill vera "öruggur" þá myndi ég gera allt sem GuðjónR sagði og bæta við einu og það er að slökkva á öllu sem heitir Easy-wifi/Pin mode/Wi-Fi Protected Setup.
Wi-Fi Protected Setup er það eina sem hefur verið brotið af þessum nýju öryggisfídusum og þannig er fólk t.d að komast inná Vodafone routerana.
Svo er eitt, hraðinn á WiFi jókst verulega þegar ég fór úr wep í wap ...
Ég breytti öllum stillingum eftir að umræðuna í kastljósi fyrr í vetur um öryggi á netinu.
Gerði í raun allt sem var mælt með að gert væri. En maður er aldrei öruggur, bara öruggari
GuðjónR skrifaði:Svo er eitt, hraðinn á WiFi jókst verulega þegar ég fór úr wep í wap ...
Ég breytti öllum stillingum eftir að umræðuna í kastljósi fyrr í vetur um öryggi á netinu.
Gerði í raun allt sem var mælt með að gert væri. En maður er aldrei öruggur, bara öruggari
Ástæðan fyrir hraðaaukningunni er að WPA2 er hardware encryption.
Edit: N staðalinn styður ekki WEP svo það er líklega meiri ástæða
Já akkúrat, ég vildi að ég hefði áttað mig fyrr á þessu þar sem ég er bara með N kort. Þvílíkur hraðamunur!
Núna er ég með:
Actual Speed: 130 Mbps
en var:
Actual Speed: 54 Mbps
Las samt einhversstaðar að N staðallinn ætti að ná 300 Mbps, kannski eru það bara færðilegar tölur.