Vandamál með fartölvu sem slekkur á sér

Svara

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Vandamál með fartölvu sem slekkur á sér

Póstur af capteinninn »

Frænka mín á aðeins eldri fartölvu sem hefur virkað alveg ágætlega hingað til en núna slökknar á henni sitt á hvað.

Rafhlaðan er steindauð og hún er með hana bara í sambandi en samt slökknar allt í einu á henni bara alveg randomly.

Er búinn að prófa að skipta um hleðslutæki því mig grunaði að það væri vandamálið fyrst en þetta heldur áfram, veit einhver hvað þetta getur verið?

J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 908
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með fartölvu sem slekkur á sér

Póstur af J1nX »

er hún ekki bara að ofhitna? :P

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með fartölvu sem slekkur á sér

Póstur af Bjosep »

Hvaða stýrikerfi er þetta?

Ef ofhitnun er ekki vandamálið þá dettur mér helst í hug að þetta tengist windows 7, ef það hefur verið sett á tölvuna í millitíðinni.

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með fartölvu sem slekkur á sér

Póstur af capteinninn »

Held hún sé með Vista á sér. Er eitthvað forrit sem mælir hita og save-ar hitastigið þannig að ég geti séð það hækka og hækka þar til hún slekkur loks á sér?

Fann strax eitt forrit þegar ég googlaði cpu heat monitor sem heitir Real Temp en mér sýnist það ekki save-a hitastig heldur bara hvað það er hverju sinni
Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2334
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með fartölvu sem slekkur á sér

Póstur af Klaufi »

Tengið illa farið fyrir spennubreytinn?

Slekkur hún á sér, as in keyrir stýrikerfið niður, eða deyr bara á henni?

Er þetta nokkuð Dell tölva?
Mynd

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með fartölvu sem slekkur á sér

Póstur af capteinninn »

Þetta er mjööög líklega hiti. Var slökkt á henni í alla nótt og hún virkaði fínt í svoldinn tíma og svo slökknaði á henni. Ég kveikti á henni svona 10 mín seinna og hún slökkti frekar hratt á sér.

Ég ætla að kaupa þrýstiloft í dag eða morgun og prófa að rykhreinsa hana.

Mér fannst samt svoldið fyndið að þetta er 5-6 ára gömul fartölva skilst mér á frænku minni en hún er með 64-bit örgjörva og AMD x1200 skjákorti sem hefur örugglega verið frekar gott á sínum tíma.
Toshiba Satellite
Svara