ætla að kaupa spjaldtölva

Svara

Höfundur
sirkus
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Þri 04. Jan 2011 18:58
Staða: Ótengdur

ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af sirkus »

Ég ætla að fá mér spjaldtölvu, en það er svo mikið úrval. Hún á eftir að vera notuð í sitt lítið af hverju, það helsta : flakka um netið, horfa á myndir og þætti, lesa bækur.

Það var einn sem benti mér á Point of View ProTab2 IPS 9.7'' hjá tölvutek, lýst reyndar mjög vel á hana. Síðan rakst ég á þessa síðu, þá fékk ég smá bakþanka.
Þyrfti að vera hægt að spila myndir og skoða ljósmyndir af geymslu á local netinu. (veit ekki hvort þetta sé hægt)

Allar ráðleggingar eru vel þegnar :megasmile
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af KermitTheFrog »

Hef dágóða reynslu af Point of View tölvunum og get sagt með góðri samvisku að IPS vélin er þrusugóð fyrir peninginn.
Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 674
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af flottur »

Ég hef reyndar bara reynslu af 7" point of view tölvunni og hún kostaði bara 20.000kr en miða við svona ódýrt og einfalt tæki þá gef ég þessu góða dóma.
Tók soldin tíma að venja mig á að ýta aðeins fastar á glerið miða við að maður þurfi bara að ýta frekar laust á ipad-inn, en annars stendur þetta alveg undir væntingum.

http://www.tolvutek.is/vara/point-of-vi ... ldtolva-v4

Þetta með að skoða ljósmyndir og spila myndefni af local vél hefur reynst bara mjög vel eftir að ég hlóð niður ESfilesharing forritinu á android market(frítt að sjálfsögðu) á spjaldtölvuna.

Flakka um netið, skoða póst, lesa bækur hefur verið ekkert vesen á þessu 20.000kr leikfangi þannig að ég get vel ímyndað mér að IPS vélin geri ennþá betri hluti

Hef reyndar verið að pæla í að fá mér 10" týpuna en hef ekki látið verða af því þar sem ég ákvað að setja ssd í fartölvuna í staðinn.
Custom desktop
Work Laptop : Lenovo Thinkpad E15
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af KermitTheFrog »

Gott ber að taka fram að feelið á skjánum á IPS Point of View vélinni er nánast eins og að nota iPad.

Gömlu PlayTab vélarnar sem voru í ódýrari kantinum eru með resistive snertiskjá sem er ekki eins næmur og capacitive snertiskjáirnir sem eru í nýrri og dýrari módelum.

Höfundur
sirkus
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Þri 04. Jan 2011 18:58
Staða: Ótengdur

Re: ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af sirkus »

takk, ég ákvað að skella mér bara á þessa vél :D

thehulk
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Þri 20. Júl 2010 15:36
Staða: Ótengdur

Re: ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af thehulk »

Þú veist að þú ert að fá leiðsögn frá sölumanni hjá Tölvutek??

Ég mæli frekar með því að kaupa sér Kindle Fire og setja root á hann, það er miklu betri stuðningur fyrir custom roms og að auki miklu vandaðri græja heldur en eitthvað no-name brand frá kína sem tölvutek kaupir á túkall og margfaldar síðan verðið...
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af Pandemic »

thehulk skrifaði:Þú veist að þú ert að fá leiðsögn frá sölumanni hjá Tölvutek??

Ég mæli frekar með því að kaupa sér Kindle Fire og setja root á hann, það er miklu betri stuðningur fyrir custom roms og að auki miklu vandaðri græja heldur en eitthvað no-name brand frá kína sem tölvutek kaupir á túkall og margfaldar síðan verðið...

Point of View er frá Hollandi og markup-ið hjá Tölvutek er ekkert svakalega hátt á þessum vélum.
Get hinsvegar ekki dæmt hvort þetta séu góðar vélar þar sem ég hef aldrei prófað þær.
Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af Demon »

Ég get ekki dæmt um Point of View tölvurnar en vildi leggja orð í belg með Kindle Fire.
Ég hef núna átt Kindle Fire í sirka hálft ár og get engan veginn mælt með þessari græju sem skjátölvu.
Þetta er fín græja til að lesa bækur (99% af notkun minni hefur farið í það).

Að horfa á video er hinsvegar ekkert spes, volume takkar eru ekki til staðar á græjunni og það er seinlegt að fara alltaf í eitthvað menu til þess að stilla volume á snertiskjá.
Að skoða netið gegnum kindle fire er líka ekkert spes þar sem snertiskjárinn er bara ekki nógu góður miðað við iPad eða sambærilega snertiskjái.
Það verður fljótt þreytandi og ég nota ég mikið frekar bara laptop í það heldur en þetta tæki.

Þannig að, Kindle Fire != ódýr iPad.

AronOskarss
has spoken...
Póstar: 176
Skráði sig: Sun 06. Feb 2011 14:50
Staða: Ótengdur

Re: ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af AronOskarss »

20þ og 100þ græjur... maður býst auðvitað við meiru frá 100þ kallinum.

Kyndillinn hja kærustunni er samt búinn að reynast vel og gerir allt sem eg bið hann um. Hefði mátt vera betri skjár, alveg sammála því, en á ICS með 3.0 kernell er allt mjög smooth.
Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af Demon »

Um 70-80 þúsund kall reyndar (á buy.is). En það er að sjálfsögðu rétt, kindle er mikið ódýrari en iPad.
Að mínu mati þá bara nennir maður ekki að nota þetta sem spjaldtölvu.

Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af Tesy »

Bæta við 20þ og fá þér iPad 2? eða 30þ fyrir iPad 3.
ASUS X570-F | Ryzen 9 3900XT með Noctua NH-D15 | ASUS 1080ti | 32GB 3200MHz RAM | 2TB Samsung 970 EVO Plus NVMe
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af KermitTheFrog »

thehulk skrifaði:Þú veist að þú ert að fá leiðsögn frá sölumanni hjá Tölvutek??

Ég mæli frekar með því að kaupa sér Kindle Fire og setja root á hann, það er miklu betri stuðningur fyrir custom roms og að auki miklu vandaðri græja heldur en eitthvað no-name brand frá kína sem tölvutek kaupir á túkall og margfaldar síðan verðið...
Reyndar tæknimanni, og sem tæknimaður sem tekur á móti þessum vélum í viðgerðir og aðra slíka meðhöndlun þá tel ég mig hafa nokkuð góða reynslu af þessum vélum.
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af Minuz1 »

thehulk skrifaði:Þú veist að þú ert að fá leiðsögn frá sölumanni hjá Tölvutek??

Ég mæli frekar með því að kaupa sér Kindle Fire og setja root á hann, það er miklu betri stuðningur fyrir custom roms og að auki miklu vandaðri græja heldur en eitthvað no-name brand frá kína sem tölvutek kaupir á túkall og margfaldar síðan verðið...
Þetta kemur allt saman frá kína eða nánasta umhverfi.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

AronOskarss
has spoken...
Póstar: 176
Skráði sig: Sun 06. Feb 2011 14:50
Staða: Ótengdur

Re: ætla að kaupa spjaldtölva

Póstur af AronOskarss »

... það ber kannski að taka fram að það er ómögulegt að nota þetta sem spjaldtölvu með stock Android, með það er ég sammála.
Þá er þetta bara fínn bókalesari og fátt annað gott. En ég get ekkert séð að þessu þegar ég er búinn að fikta, gera og græja.
Nema skjárinn mætti vera stærri.

Þannig þeir sem telja sig ófæra eða vilja ekki roota og finna sér rom, ættu að kaupa eitthvað annað.
Svara