Kaup á borðtölvu

Svara

Höfundur
AceOfSpade
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fim 18. Nóv 2010 15:28
Staða: Ótengdur

Kaup á borðtölvu

Póstur af AceOfSpade »

Ég hef verið að íhuga það að festa kaup í borðtölvu og öllu tilheyrandi og langaði því að spyrja ykkur hvort þessi pakki sé ekki bara sæmilegur: http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=viewpr ... v=GP_IFERM" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég myndi þá taka út græjurnar þar sem ég á græjur fyrir og skipta út lyklaborðinu og músinni út fyrir þetta hér http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... Y_GB_Aivia" onclick="window.open(this.href);return false;

Heildarverðið yrði þá í kringum 205.000.

En ég væri líka til í að setja saman pakka sjálfur en ég hef bara ekkert vit á þessu. Svo ef þið gætuð aðstoðað mig við að setja saman nýjan og kannski betri pakka að þá væri það vel þegið. Og þá væri best ef íhlutirnir væru í sömu búð því að ég hef ekki hundsvit á að setja saman tölvur.
Tölvan væri notuð í að spila meðal annars WoW, LoL, Minecraft, CS og Team Fortress. En ég mun eflaust fara í þyngri leika þegar ég hef vélina í það. Hugmyndin er að fara ekki mikið yfir 200.000
Svara