Ætti ég að kæra Hringdu ?

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Staða: Ótengdur

Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af snaeji »

Er að fara í seinasta sinn niður í Hringdu á morgunn.

Hef fengið reikninga fyrir allri notkun frá Símanum og þurft að greiða þá en greitt Hringdu mánaðargjöld (sem ættu að hafa innifalin símtöl í heimasíma og fleira).

Þetta gerðist vegna mistaka hjá Hringdu þegar þeir gleymdu að skrá númerið yfir til sín þegar þeir stofnuðu það eða eitthvað bull í þá áttina. Þeir hafa allavega viðurkennt að mistökin liggi hjá þeim.

Hef þá verið að greiða fullt verð af allri notkun til Símans auk mánaðargjalda til Hringdu vegna þessara mistaka hjá þeim.

Þetta hefur staðið yfir frá því ég fór yfir til þeirra fyrir um 10 mánuðum síðan og gerst í hverjum mánuði.

Búinn að fara um það bil 13 sinnum til þeirra yfir þetta tímabil og fengið ekkert nema innantóm loforð. Farið í þetta um leið á mánudaginn, sendum þér email strax og við fáum upplýsingar en hef yfir þetta tímabil ekki fengið svo gott sem eitt símtal eða email frá þeim. Þetta þýðir það einfaldlega að þeir hafa verið að lofa að laga allt en gera svo einfaldlega ekki neitt í vandamálinu.

Þetta þýðir í raun að þeir hafa verið að ræna af mér pening í yfir hálft ár og ég læt ekki bjóða mér þetta lengur.

Ég hef aldrei upplifað jafn slæma þjónustu á ævinni og að ekki sé haft samband til baka eftir yfir 10 heimsóknir er til háborinnar skammar!

Hef talað við þjónustustjórann á grensásveginum, 2 aðra starfsmenn og síðan einhverja konu í símann sem ætlaði seinast að taka þetta mál að sér og lofaði mér að leysa þetta undir eins... nú eru 6 vikur síðan og ekkert hefur heyrst eða lagast
Skjámynd

Nothing
spjallið.is
Póstar: 442
Skráði sig: Mið 17. Sep 2008 23:09
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af Nothing »

Kæra hiklaust meðað við hvernig þetta er búið að ganga.
Aðalvél: I5-760 | Gigabyte P55A-UD3 | G.Skill Ripjaws 2x4GB CL7 | PNY GTX 460 1GB | X-fi XG | 2.5TB | Thermaltake 650w
Gagnavél: Intel Q6600 | Gigabyte EP31-DS3L | Geil 2x2GB 800MHZ | PNY 9600GT | 1TB | Coolermaster 500w
Skjámynd

Magneto
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 21:02
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af Magneto »

kæra!
Skjámynd

KrissiK
vélbúnaðarpervert
Póstar: 902
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2008 00:43
Staðsetning: In le matrix
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af KrissiK »

Guilty !
TURN:
- InWin GRone - Intel Core i7 6700K @ 4.0GHz - 16GB DDR4 2133Mhz - Gigabyte GA-Z170-HD3P (LGA1151) - EVGA Geforce GTX1070 8GB - 250GB Samsung EVO SSD - 3TB Seagate HDD

OUTNUMBERED
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Þri 24. Jan 2006 23:31
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af OUTNUMBERED »

Ef ég væri búinn að fara 2 og ekkert breyst,þá hefði ég ekki hikað við að flytja yfir í eitthvað annað.
Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 246
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af rattlehead »

Fara í verslunina og ekki yfirgefa pleisið fyrr enn búið er að leiðrétta þetta. Var að hugsa um að fara yfir til þeirra. Er feginn að gera það ekki. Maður fær það greinilega sem maður borgar fyrir. Sögur af þjónustunni þarna hefur fælt mig frá að fara yfir til þeirra.

Varasalvi
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af Varasalvi »

rattlehead skrifaði:Fara í verslunina og ekki yfirgefa pleisið fyrr enn búið er að leiðrétta þetta. Var að hugsa um að fara yfir til þeirra. Er feginn að gera það ekki. Maður fær það greinilega sem maður borgar fyrir. Sögur af þjónustunni þarna hefur fælt mig frá að fara yfir til þeirra.
Það sem hann sagði.

Ég get lánað þér pabbann minn, hann er mjög góður í að fá sýnu fram þegar eitthvað óréttlæti er í gangi ;)

En þú þarft bara að fara þarna, æsa þig pínu upp og heimta að fá réttlæti. Eða bara kæra þá og meiða þá enþá meira, sjálfur myndi ég velja seinni valmöguleikann :)
Skjámynd

inservible
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Mán 13. Sep 2010 11:04
Staðsetning: Jörðin
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af inservible »

Einfalt þú fer þarna niður eftir og færð þau til að leiðrétta þetta NÚNA og borga þér skaðabætur NÚNA eða þú ferð í HART! NB! vera MJÖG ákveðinn!
Skjámynd

johnnyb
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 12. Jún 2009 11:49
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af johnnyb »

Ég lenti í þessu með vodafone en ég var með net og heimasíma þar og síðan fór vinnan að borga netið og það var fært yfir til símanns.

og síðan í janúar þá fer ég yfir reikninga og sé að ég er en að borga netið hjá vodafone.

ég tala við símann því þeir sögðust ætla að sjá um allt á sínum tíma og þeir bara eru ekki vissir hvort þeir sendu uppsögn og spurðu hvort ég hefði ekki gert það
sem ég á ekki að þurfa að gera og það er eitthvað sem ég veit þar sem ég vann hjá vodafone í 4 ár og veit hvernig þetta fer fram.

þannig að ég hringi í þjónustuverið hjá voda og vona að ég lendi ekki á einum nýbyrjuðum og segi þeim frá þessu rólega, og útskýri að ég geti ekki borgað fyrir þjónustu sem ég hef ekki verið að fá. Hún sá að línan var færð til símanns í ágúst í fyrra en að engin uppsögn hefði komið frá símanum.
sem er skrítið þar sem að þeir fengu flutningsbeiðnina sem er jafngildi uppsagnar á þjónustu og þá eiga þeir að hætta að senda reikninga.
Mér fannst reyndar þjónustufulltrúinn ekki skilja mína hlið á málinu en hún segðist ætla að skoða þetta og hafa samband seinna.

síðan nokkrum dögum seinna hringir hún í mig og segir að vodafone ætli að endurgreiða til baka allt frá flutnings degi og baðst afsökunar á þessum misskilningi
hún fór reyndar að spyrja mig útí hvað síminn hefði sagt við mig þegar ég bað um flutning til símans, en það er ekkert sagt því að þegar skrifað er undir saming hjá voda/símanum og ert að fá net, heimasíma eða gsm þá ertu að skrifa undir skilamála að viðkomandi fjarskiptafyrirtæki sjái um þetta.
Þetta er gert svo að þú þurfir ekki að standa í því að segja upp hjá hinu fyrirtækinu. Það var samkomulag um þetta á milli fjarskiptafyrirtækjanna og hlítur að vera en.

Allavegna aðalatriðið er að ef þjónustan var flutt til Hringdu og er þar áttu að borga þeim, og síminn á að sjá að númerið var flutt frá þeim og þeir eiga að endurgreiða þér eða fella niður reikninga því ekki getað þeir rukkað fyrir enga þjónustu þeir hljóta að sjá að sér.
Því nú Hringdu er að borga þeim það sem þú borgar Hringdu og ekki getað þeir rukkað tvöfallt?

Annars þá getur eitthvað verið öðruvísi á milli símanns og Hringdu
En Hringdu kaupir þjónustu á heildsölu frá símanum.
CIO með ofvirkni
Skjámynd

Höfundur
snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af snaeji »

Já ég er bara orðinn leiður á því að fara til þeirra, held ég snúi mér til póst og fjarskiptastofnunarinnar og sjá hvað þeir geta gert...
Skjámynd

techseven
Ofur-Nörd
Póstar: 290
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af techseven »

.
.
. Ég veit um 2 sem hafa lent í svipuðu hjá þeim, ég votta þér samúð mína að þurfa að standa í þessu bulli... :dontpressthatbutton
.
.
Ryzen 7 1700 stock speed

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af axyne »

Vá mér þykir þú vera þolinmóður að láta þetta ganga svona í 10 mánuði :shock:

Þetta þykir mér vera hrikalega léleg þjónuasta hjá hringdu sem augljóslega hafa verið að valda þér fjárhagslegu tjóni og viðurkennt það í þokkabót og tala nú ekki um tímaeyðsluna!

Ef þér verður ekki boðið gull og grænir skógar á morgun og málinu lokið skriflega þá er ekkert annað að gera en að fara með þetta til fjarskiptastofnunar.
Electronic and Computer Engineer

Moquai
Gúrú
Póstar: 591
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 22:23
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af Moquai »

Ef ég væri í þínum sporum myndi ég leggja fram kæru, eftir að ég fór til hringdu hefur mig alltaf langað að fara til baka, ætla bara bíða þangað til síminn kemur með 250mb/s. Miðað við hvernig það er komið fram fyrir þig og hversu oft þú hefur talað við þá, sent tölvupóst etc, Hringdu.is er djók.

Good luck!
Samsung S27A950D 27" 120Hz - NZXT Phantom - GTX 1060 - i5 3570k @ 4.70GHz /w Noctua NH-D14 - Mushkin 4x4GB Redline 1866MHz - MSI H77MA-G43 - Sennheiser HD 598 /m Xonar STX Essence
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af AntiTrust »

Moquai skrifaði:Ef ég væri í þínum sporum myndi ég leggja fram kæru, eftir að ég fór til hringdu hefur mig alltaf langað að fara til baka, ætla bara bíða þangað til síminn kemur með 250mb/s. Miðað við hvernig það er komið fram fyrir þig og hversu oft þú hefur talað við þá, sent tölvupóst etc, Hringdu.is er djók.

Good luck!
250Mb/s á ljósnetinu? Ertu með e-rjar heimildir fyrir því að þetta sé á planinu hjá þeim? Þetta hlýtur þá að vera á GPON planinu, því maximum hraði á VDSL2 er 250Mb/s, og hraðinn minnkar hratt yfir kopar eftir e-rja hundruði metra.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1015
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af tanketom »

vaktin.is er hýst hjá hringdu.is
finnst það frekar skammarlegt, en þeir eru væntalega reyna fá hýsinguna eins ódýra og hægt er :happy
[color=#BF0000]Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do[/color]
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af natti »

tanketom skrifaði:
vaktin.is er hýst hjá hringdu.is
finnst það frekar skammarlegt, en þeir eru væntalega reyna fá hýsinguna eins ódýra og hægt er :happy
Það er skammarlegt af því að.... ???
Af því að sumir notendur lenda í tómu tjóni með þjónustuna hjá þeim?

Ef það væri skilyrði fyrir hýsingunni að enginn hefði fengið lélega þjónustu, þá efast ég um að það væri hægt að finna þjónustuaðila hérlendis, eða bara yfir höfuð.

Eina það sem skiptir máli fyrir hýsinguna er að a) hún sé hagstæð gagnvart aðstandendum vaktarinnar og b) stöðug, hröð og áreiðanleg fyrir notendur.

Mér finnst það skammarlegt af þér að ætlast til að vaktin.is taki ákvörðun um hýsingu byggt á því hvaða upplifun einstaka notendur vaktarinnar hafa af hýsingaraðilanum.

Afsakið off-topic-rantið...

En svo ég fari on-topic, þá er ég sammála að þú ert ótrúlega þolinmóður að endast þessa 10 mánuði...
En eins og hefur verið bent á, ef að þjónustan hefur sannarlega verið færð til Hringdu, þá gætiru líka haft samband við Símann og a) amk beðið um að hætta að fá reikningana og b) Mögulega fengið endurgreitt þar sem rukkað var fyrir þjónustu sem var sannarlega ekki veitt.
Og hvaðsvosem hægt er að segja um þjónustuna hjá Hringdu, þá er það þinn hagur að hringja amk í Símann og athuga með stöðuna á þessu í staðinn fyrir að bíða eftir að Hringdu geri nákvæmlega það sama fyrir þig.
Mkay.

Moquai
Gúrú
Póstar: 591
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 22:23
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af Moquai »

AntiTrust skrifaði:
Moquai skrifaði:Ef ég væri í þínum sporum myndi ég leggja fram kæru, eftir að ég fór til hringdu hefur mig alltaf langað að fara til baka, ætla bara bíða þangað til síminn kemur með 250mb/s. Miðað við hvernig það er komið fram fyrir þig og hversu oft þú hefur talað við þá, sent tölvupóst etc, Hringdu.is er djók.

Good luck!
250Mb/s á ljósnetinu? Ertu með e-rjar heimildir fyrir því að þetta sé á planinu hjá þeim? Þetta hlýtur þá að vera á GPON planinu, því maximum hraði á VDSL2 er 250Mb/s, og hraðinn minnkar hratt yfir kopar eftir e-rja hundruði metra.
Ég er að tala um Optic Fibre, ljósleiðari, Frá því sem hefur verið sagt mér á þetta að vera um mitt 2012.
Samsung S27A950D 27" 120Hz - NZXT Phantom - GTX 1060 - i5 3570k @ 4.70GHz /w Noctua NH-D14 - Mushkin 4x4GB Redline 1866MHz - MSI H77MA-G43 - Sennheiser HD 598 /m Xonar STX Essence
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af intenz »

uppitími != persónuleg þjónusta
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kæra Hringdu ?

Póstur af AntiTrust »

Moquai skrifaði: Ég er að tala um Optic Fibre, ljósleiðari, Frá því sem hefur verið sagt mér á þetta að vera um mitt 2012.
Ég held að þetta hljóti bara að vera bull, síminn leggur í einstaka tilfellum GPON til viðskiptavina en það eru held ég undantekningartilfelli. Þeir eru ennþá að fókusa á að stækka ljósnetið sitt og það verður að segjast að það gengur ekkert svakalega hratt fyrir sig, og síminn allt að 6 mánuðum á eftir áætlun með stór hverfi.

Mér þætti því undur og stórmerki ef síminn færi skyndilega að bjóða upp á GPON inn í hús til viðskiptavina í sumar, og þá endabúnað og fleira í stíl til að höndla 250Mb/s tengingu.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Svara