S-Video virkar ekki

Svara
Skjámynd

Höfundur
Sveinn
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Sun 07. Sep 2003 20:04
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

S-Video virkar ekki

Póstur af Sveinn »

Málið er að ég var að tengja Tv-out við tölvuna, það er allt allt í lagi, nema að, taddarara, ÞAÐ ER SVARTHVÍTTTT!!!. Veit einhver hvernig ég laga það? ég er með ATI 9600XT skjákort. radon- sagði mér að sjónvarpið væri VHS og þarna skjákortið SVHS, og ég þurfti að breyta öðru hvoru þannig að merkin væru sömu, þú veist skjákortið VHS og sjónvarpið VHS eða bæði SVHS.

Hvernig get ég breytt skjákortinu yfir í VHS? ef þið vitið kanski einhverja aðra lausn á svarthvíta vandamálinu en vitið ekki hvernig á að breyta skjákortinu yfir í VHS, megiði líka posta :D

Kv. Sveinn

Arnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Arnar »

Það eru svona 10000 póstar hérna um þetta..

Leitaðu

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

málið er ekki vhs og svhs vandamál. sjónvarpið þitt styður bæði 100%

málið er öruglega að skjákortið þitt er stillt á bandaríska kerfið NTSC en sjónvarpið þitt er styður evrópsta kerfið PAL.
Electronic and Computer Engineer

CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Staða: Ótengdur

Póstur af CraZy »

las einhver stadar ad þad gæti verid ef þu ert med 2scart tengi þa gætiru þurft ad skifta og ad sjonvarpid gæti verid stilt a NTSC eda annad kervi þegar þad a ad vera a PAL
Skjámynd

Höfundur
Sveinn
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Sun 07. Sep 2003 20:04
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Póstur af Sveinn »

Það er bara eitt scart tengi á sjónvarpinu.
Það er stillt á PAL B.
Gaur sem ég þekki sagði mér að ég gæti þurft að breyta einhverjum ini fælum til að breyta skjákortinu úr SVHS í VHS. Veit einhver hvaða ini fælar þetta eru og hverju ég þarf að breyta.
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Sveinn skrifaði:Það er bara eitt scart tengi á sjónvarpinu.
Það er stillt á PAL B.
Gaur sem ég þekki sagði mér að ég gæti þurft að breyta einhverjum ini fælum til að breyta skjákortinu úr SVHS í VHS. Veit einhver hvaða ini fælar þetta eru og hverju ég þarf að breyta.
veit ekki hversu margir póstar hafa verið gerðir um þetta, er örugglega að segja þetta sama í fimmta skipti. ég lenti líka í þessu með mitt gamla Voodoo3, þá þurfti ég breyta Signal Type úr S-Video/SVHS yfir í Composite. En það held ég að sé ekki hægt lengur í driver stillingunum(var hægt í gömlu detenator minnir mig). Gæti verið að það sé verið að breyta því sama í þessari ini skrá sem þú ert að tala um, en ég veit ekki hvaða skrá það er, ertu búinn að leita á netinu??
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

Vandamálið er:
a) þú ert með sjónvarpið stillt til að taka á móti composite merki en ert að senda út S-video merki úr tölvunni.
Lausn: Nota S-video snúru úr tölvunni í sjónvarpið. Stilla á S-video rásina á sjónvarpinu.

b) Skjákortið er að senda út NTSC mynd og sjónvarpið þitt ræður bara við PAL. Ólíklegt nema þú sért með gamalt sjónvarp.
Lausn: Stilla skjákortið á PAL. Þú getur notað Google til að finna lausn á því vandamáli eða farið á rage3d.com og leitað þar.

c) Sjónvarpið og/eða tölvan er stillt á S-video en þú ert að nota hefðbundna 2ja víra RCA snúru á milli sjónvarpsins og tölvunnar.

En ef þú vilt fá einhverja útskýringu þá verður þú að gefa okkur aðeins nákvæmari upplýsingar. Hvernig sjónvarp ertu með og hvað er það gamalt. Ertu búinn að fara í skjákortastillingarnar og athuga hvort ekki sé örugglega stillt á PAL? Á sumum ATI kortum er sérstakur flipi á sjálfu kortinu til að breyta á milli PAL og NTSC. Ertu búinn að tékka á honum? Hvernig snúru ertu að nota á milli tölvunnar og sjónvarpsins. Ertu að nota 4ja pinna S-Video kapal eða 2ja víra RCA kapal (eins og hljóðsnúrur)? Er kapallinn tengdur í SCART tengi eða S-Video tengi á sjónvarpinu? Ef hann er tengdur í SCART tengið ertu þá að nota eitthvað millistykki? Ertu búinn að athuga hvort það sé sérstök S-Video rás á sjálfu sjónvarpinu?
Skjámynd

Höfundur
Sveinn
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Sun 07. Sep 2003 20:04
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Póstur af Sveinn »

Ég er með United 20" sjónvarp.

Fékk það í fermingargjöf, þann 8. Apríl.

Ég er með á PAL B(eins og ég sagði áður)

Ég er að notaaaa.. uss veit ekkert hvað hún heitir, nema að þetta er bara tv-out snúru, hún er 6 pinna, 3 hægra megin og 3 vinstra megin, hringlaga haus.

Ég er með þetta tengt við millistikki, svona input og output millistikki, annars er audio-ið í heimabíóinu og ég nota því heimabíóið sem hljóð! ;)

Hmmm, það virkaði nú bara að nota ,,AV". Aldrei chekkað á einhverri "sérstakri" S-Video rás :S. En þegar ég lýt svona snöggt yfir fjarstýringuna er allavega enginn takki sem stendur t.d S-Video á eða eitthvað í þá áttina

Eitthvað meira sem þið þurfið að vita'

Sup3rfly
Nörd
Póstar: 129
Skráði sig: Fös 16. Apr 2004 16:28
Staða: Ótengdur

Póstur af Sup3rfly »

En ég var að spá með SVHS hvort að hljóðið eigi að koma með eða er þetta bara bilað hjá mér???
"Carrot is good for your eyes, but can it answer your phone?"

zream
Ofur-Nörd
Póstar: 205
Skráði sig: Fim 01. Apr 2004 15:42
Staðsetning: Reykjavík, Ísland
Staða: Ótengdur

Póstur af zream »

Hmm , geturu ekki ýtt aftur á av takkan og þá kemur kanski AV 2 ?
Það er allavegar svoleiðis hjá mér ;/

talkabout
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 14:49
Staða: Ótengdur

Póstur af talkabout »

Ef þú ert með 9600XT ættirðu að geta stillt þetta allt saman í Display Settings í ATI Control Panel, undir Display flipanum. Þar ætti sjónvarpið að vera komið inn og þú getur valið Region og Format. Þetta er líka útskýrt ágætlega í bæklingnum.
Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1949
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af elv »

MezzUp skrifaði:
Sveinn skrifaði:Það er bara eitt scart tengi á sjónvarpinu.
Það er stillt á PAL B.
Gaur sem ég þekki sagði mér að ég gæti þurft að breyta einhverjum ini fælum til að breyta skjákortinu úr SVHS í VHS. Veit einhver hvaða ini fælar þetta eru og hverju ég þarf að breyta.
veit ekki hversu margir póstar hafa verið gerðir um þetta, er örugglega að segja þetta sama í fimmta skipti. ég lenti líka í þessu með mitt gamla Voodoo3, þá þurfti ég breyta Signal Type úr S-Video/SVHS yfir í Composite. En það held ég að sé ekki hægt lengur í driver stillingunum(var hægt í gömlu detenator minnir mig). Gæti verið að það sé verið að breyta því sama í þessari ini skrá sem þú ert að tala um, en ég veit ekki hvaða skrá það er, ertu búinn að leita á netinu??

Er ekki kominn tími á nokkra "sticky" um svona hluti. Og þá kannski eyða svona endurtekningar póstum ?
Skjámynd

Höfundur
Sveinn
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Sun 07. Sep 2003 20:04
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Póstur af Sveinn »

zream skrifaði:Hmm , geturu ekki ýtt aftur á av takkan og þá kemur kanski AV 2 ?
Það er allavegar svoleiðis hjá mér ;/
Neibbs ;\

Tyler
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Sun 09. Maí 2004 20:54
Staða: Ótengdur

Póstur af Tyler »

Ég lenti í þessum sömu vandræðum með HP fartölvuna mína. Ég talaði við verkstæðið hjá Opnum Kerfum og þeim bentu mér á að kaupa milli stykki hjá Íhlutum. Ég gerði það og þá virkaði þetta alveg 100%. Millistykkið kostaði um 800 kr minnir mig.
Antec P183 * Core i7 2.66GHz * Gigabyte GA-EX58-UD4P * 3x 2GB OCZ * Geforce GTS 250 * Intel 80GB SSD * 500GB Seagate * OCZ GameXStream 600W * 24" Dell Widescreen * Windows 7 x64 Ultimate

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

Tyler skrifaði:Ég lenti í þessum sömu vandræðum með HP fartölvuna mína. Ég talaði við verkstæðið hjá Opnum Kerfum og þeim bentu mér á að kaupa milli stykki hjá Íhlutum. Ég gerði það og þá virkaði þetta alveg 100%. Millistykkið kostaði um 800 kr minnir mig.
ég var emmit að hugsa um þetta millistykki í vinnunni í dag. :P

þú ert að meina s-video í compsite þaki :?: allavega er ég að meina það.
Electronic and Computer Engineer
Svara