Langaði að vekja athygli á strætó forritinu Taktu Strætó sem ég var að búa til fyrir Android síma
Forritið birtir bíðtíma og vegalengd í næsta strætó ásamt korti.
ætlarðu ekki að reyna að díla eh við strætó svo þú fáir smá aur fyrir þetta?
Já það er spurning annars var þetta bara svona "pet project" hjá mér til að kynna mér Android forritun
En ég hef heyrt að Strætó sé á leiðinni með sitt eigið forrit, en veit ekkert meira um það.
Strætó er með erlenda aðila sem sjáum þetta upplýsingakerfi fyrir þá. Það er víst ýmislegt á leiðinni frá þeim sjálfum í þeim efnum. Hef þessar upplýsingar frá vinnufélögum mínum sem eru að vinna lokaverkefnið sitt fyrir Strætó og voru í svona pælingum, en Strætó vildi í raun lítið vinna með þeim, einmitt útaf þessum erlenda aðila.
En annars er þetta mjög flott, gaman að sjá allskona lausnir spretta upp frá hinum og þessum aðilum, sem nýta sér rauntímaupplýsingarnar frá straeto.is
hagur skrifaði:Strætó er með erlenda aðila sem sjáum þetta upplýsingakerfi fyrir þá. Það er víst ýmislegt á leiðinni frá þeim sjálfum í þeim efnum. Hef þessar upplýsingar frá vinnufélögum mínum sem eru að vinna lokaverkefnið sitt fyrir Strætó og voru í svona pælingum, en Strætó vildi í raun lítið vinna með þeim, einmitt útaf þessum erlenda aðila.
En annars er þetta mjög flott, gaman að sjá allskona lausnir spretta upp frá hinum og þessum aðilum, sem nýta sér rauntímaupplýsingarnar frá straeto.is
Sæll vinnufélagi
Vissi ekki af þessu lokaverkefni, það verður áhugavert að sjá það. Annars hafa þeir örugglega áhuga á þessum gögnum: straeto-data ef þeir eru ekki þegar komnir með eitthvað svona frá Strætó.